HVAR VORU FJÖLMIÐLARNIR ?

Eftir því sem dagarnir líða kemur sífellt fleira og fleira fram í dagsljósið í kreppufréttunum. Enn verður spurningin áleitnari,hvernig gat þetta allt saman gerst. Hvernig gátu örfáir einstaklingar skuldsett þjóðina uppá hundruði milljarða. Það er nefnilega þjóðin sem er í ábyrgð fyrir ansi miklu af pakkanum.

Oft hafa nú fjölmiðlarnir státað sig af því að þeir væru besta aðhaldið sem við ættum. Ef litið er til baka. Fjölluðu fjölmiðlar mikið um þessi mál öðruvísi en að dansa með og dásama útrásina og hina nýju atvinnugrein okkar,bankastarfsemi á alþjóðavettvangi.Voru ekki allar síður uppfullar af myndum af auðmönnunum á erlendri grundu ásamt forseta Íslands.Hvers vegna spurðu fjölmiðlar ekki,hvernig geta allar þessar fjárfestingar staðist? Er ekkert eftirlit?

Hvers vegna vöknuðu ekki spurningar hjá fjölmiðlunum? Getur ástæðan verið eignarhaldið á fjölmiðlunum. Fréttablaðið hefur eflaust ekki haft mikinn áhuga á því að kafa ofaní þessi mál, Stöð 2 ekki heldur, Sama er uppá teningnum varðandi Morgunblaðið.

Hefðu fjölmiðlarnir fjallað um þessi mál og verið með leiðinda spurningar eða úttekt á málunum hefðu blaðamenn örugglega ekki komist upp með það. Fjölmiðlarnir lifðu á auglýsingatekjum frá þessum aðilum,þannig að áhuginn hefur væntanlega ekki verið mikill að kafa ofaní málin.

Auðvitað vekur það athygli að RUV sem á nú að vera í almannaþágu var ekkert betri en aðrir fjölmiðlar.

Auðvitað kemur nú vel í ljós að það var alls ekki heppilegt að sama fólk átti fjölmiðlana, innflutningsverslanir, smásöluverslanir og bankana. Þessi samsetning gat ekki þýtt neitt annað en ekki væri farið ofaní saumana á málum eigandanna í fjölmiðlum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru íslensk stjórnvöld sem brugðust fyrst og fremst því það eru stjórnvöld sem setja reglurnar og eiga að fylgjast með að þær séu haldnar.Og okkar tilfelli eru það Sjálfstæðismenn og framsókn sem sátu við stjórnvöldin og stýrðu þjóðinni  útí þær hörmungar sem blasa við í dag.Samfylkingin tók svo við af framsókn og ber því sýna ábyrg.

Vegna þessara ótrúlegu einkavina og græðgivæðingar stefnu stjórnvalda þessara flokka sitjum við uppi með í dag með fólk í ríkisstjórn og inni á þingi sem er gjörsamlega rúið öllu trausti og trúverðugleika í augum þjóðarinnar sem vill þessa aðila burt og fá inn nýtt og óspillt fólk.Þetta er því miður staðan hér á Íslandi í dag en það er annað mál hvort þetta fólk hafi í dag áttað sig á að nærveru þess er ekki lengur óskað.

Jon Mag (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Fjölmiðlar voru í eigu útrásarinnar. RÚV lifir að hluta til á auglýsingum og var því líka upp á víkingana komið. Einkavæðingin var meingölluð því við berum ábyrgð á fyrirtækjum sem við áttum ekkert í. Fjármálaeftirlitið brást algerlega. Skýrslum um ástandið og yfirvofandi hrun var sópað undir teppið. Stjórnmálamenn stunduðu spillingu eins og þeir væru í einhverju bananalýðveldi. Með öðrum orðum, þetta gat ekki farið öðruvísi.

Það grátbroslegasta við þetta allt saman er að ekkert hefur breyst. Allri vinnu síðustu viku er stefnt í voða með einni ráðningu í Landsbankanum. Sé Geir þessi mikli leiðtogi sem þú telur hann vera, kippir hann því í lag stax í dag. Annars á hann að segja af sér. Vitirðu ekki hvað ég á við, geturðu kíkt á bloggið mitt. Þar tala ég um þetta mál sem, merkilegt nokk, er ekki á forsíðu MBL.is

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Að sjálfsögðu er það auðmennirnir svokölluðu og útrásarvíkingarnir sem bera fyrst og fremst ábyrgðina á því hvernig komið er. þeir byggðu upp pýramída,gallinn var bara sá að hann var á hvolfi.Auðvitað vissu þeir alveg að þeir voru að spila með fé annarra og þyrftu sjálfir ekki að greiða.

Að sjálfsögðu áttu stjórnmálamenn að fylgjast betur með og setja girðingar þann að græðgisgæarni gætu ekki endalaust haldið áfram.Hér er ekki hægt að sakast eingöngu við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þingmenn og ráðamenn annarra flokka gerðu lítið í að gagnrýna þessi mál eða koma með tillögur á Alþingi. Var það ekki eitt af aðalhlutverkum Samfylkingarinnar að verja hluta auðmannaliðsins?

Ég var að vekja athygli á því að fjölmiðlar, sem að sjálfsögðu eiga að veita aðhald og upplýsa mál, gerðu lítið sem ekkert á þessum vettvangi. Ég benti á að það væri kannski skýringin að þeir sem áttu fjölmiðlana voru einmitt þeira sem hefði átt að veita aðhald.

Fjölmiðlarnir hafa nú oft sýnt af sér mikla hörku gagnvart einstaklingum, þá hefur rannsóknarmennskan verið á fullu. Í þessu stærsta svikamáli Íslandssögunnar var lítið um aðhald eða rannsóknarblaðamennsku. Það afsakar ekki á nokkurn hátt framkomu gerandanna í málinu,en kannski hefðu vakandi fjölmiðlar geta áorkað að koma í veg fyrir þennan mikla skell.

Sigurður Jónsson, 14.10.2008 kl. 15:17

4 Smámynd: Ólafur Jónsson

Góð spurning, hvar voru þeir?

Meira segja eftir að mál kom upp hafa þeir verið mjög seinþreytir til að líta á hlut auðmanna í þessu.

Ólafur Jónsson, 14.10.2008 kl. 16:41

5 identicon

Góð grein Sigurður. Jón Ásgeir átti Fréttablaðið, og Björgólfur Moggann og 24 stundir. Fjölmiðlarnir veittu þessum útrásargaukum ekkert aðhald, það var ekki verið að fjalla um einkaþoturnar kappaksturinn sem kostaði þrjátíu miljónir eða þessi vitlausu kaup á annari hvorri sjoppu við Oxfordstreet eða fáránlegum kaupum á flottustu byggingum Kaupmannahafnar. Það voru hinsvegar birtar myndir af Jóhannesi í Bónus gefa mæðrastyrksnefnd nokkur læri og Björgólfi gefa listasafni Íslands miljón.Svosem allt gott um það að segja, en við venjulegt fólk styrkjum ýmis málefni í hljóði og köllum ekki til blaðamenn og ljósmyndara, þess vegna eru þessar gjafir gefnar til að byggja upp ýmind jólasveinsinns sem kemur færandi hendi. Og hvers vegna er þetta svona? það er vegna þess að guðfaðir Útrásarinnar eins og forseti Íslands er kallaðu í formálanum sem nú er verið að fjarlægja úr forseta bókinni, neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin á sínum tíma, síðan hafa þessir kumpánar sem hafa sett þjóðina á hausinn ekkert aðhald frá fjölmiðlum. Sá sem upphafinu veldur veldur miklu.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:23

6 identicon

  

Segi það sama og Sigurður Jónsson: Hvar voru fjölmiðlarnir?

Hér fyrir neðan má lesa kafla úr grein,,Á tímamótum'' eftir undirritaðan sem birtist í Morgunblaðinu feb.2004  

  

Kúgun og nútímaþrælahald

,,Um áratugaskeið voru helstu útgerðarstaðir á landinu Reykjanesbær og bæirnir hér í kring. Á síðustu árum hefur nánast allur kvótinn flust af svæðinu og atvinnubrestur og upplausn tekið við og annar samdráttur í þjónustu og verslun. Nýsköpun er nánast engin til að auka þjóðatekjur. Að vísu eru hérna enn leiguliðaútgerðir, arfleifð kvótakerfisins.

Það er grátlegt að sjá í blindri örvæntingu leiguliðana og sjómenn þeirra lenda í þeirri ánauð að þurfa að leigja kvóta á allt að 150 kr. pr.kg, og bera nánast ekkert úr býtum og sjá að lokum útgerðirnar fara í þrot. Hins vegar hafa kvótaeigendur sem leigt hafa kvótann frá sér á okurverði verið í góðum málum, þurft aðeins að fara í bankann með peningana sína. Sú atvinnustarfsemi útheimtir oft einungis einn mann til starfa. Þetta er eitt af mörgum neikvæðum dæmum, sem hægt er að segja um þetta kerfi, veruleiki sem snertir flestar sjávarbyggðir allt í kringum landið.

Hér fer fram ein ótrúlegasta hagfræðiflétta sem um getur í veraldarsögunni, að mínu viti. Kannski var þetta það sem háttvirtur utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson meinti þegar hann sagði hjá Sameinuðu þjóðunum að íslenska fiskveiðistjórnarkerfið væri það besta í heimi.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:41

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég er sammála Ómari hér á undan, við gjöldum þess nú dýru verði að forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Ef hann hefði skrifað undir þau, hefði að minnsta kosti verið von um fjölmiðla sem hefðu verið nægilega óháðir til að fjalla gagnrýnið um alla vitleysuna sem viðgekkst.

Finnur Hrafn Jónsson, 15.10.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband