Á AÐ HREKJA OKKUR Í FAÐM RÚSSA?

Það eru Bretar sem halda áfram að niðurlægja okkur. Þeir beittu okkur hryðjuverkalögum og sáu til þess að við áttum litla von á að bjarga stærsta banka landsins. Þeir halda áfram og frysta greiðlsur fyrir okkar útflutning. Þeir eiga örugglega stóran þátt í því að fylgið hrundi af okkur meðal ríkja í Sameinuðu þjóðunum.

Það er alveg með ólíkindum að bæði Bretar og Bandaríkjamenn skuli hrekja okkur í fam Rússa. Það er staðreynd að við verðum að fá hjálp ef við eigum að komast útúr efnahagsvandanum og ná okkur á strik á ný.

Auðvitað sjá Rússar ákveðið tækifæri að hjálpa lítilli Nato þjóð þar sem hinar svokölluðu vinaþjóðir beita hana ofbeldi.

Það er hart fyrir okkur sem höfum virkilega verið fylgjendur vestrænnar samvinnu að þurfa að bíta í þetta súra epli. Hvorki Bretar eða Bandaríkjamenn reyndust vinir okkar þegar við þurftum virkilega á því að halda. Það er sárt að þurfa að viðurkenna það.


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Skammastu þín fyrir að segja svona!  Rússsar eru vinir sjálfstæðisflokksins nr 1. Ég er samt á því að þeir sem sendir eru út  að slá lán, séu kjánar! Nú voru rússar asð sparka í rassinn á þeim! Rónabekknum yrði meira ágengt! Rússar eru annars bara fínir, þeir sparka ekki íliggjandi menn, mættu mín vegna fá aðstöðu hér, herstöð, olíuhreinsunarstöð og hafnarvernd.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 17.10.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Við leysum þetta með Norðmönnum. Norskur her, norsk króna, gammelnorsk (íslenska), allt á hreinu! Bara ekki Hjálpræðisherinn, plís!

Ívar Pálsson, 18.10.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Bretar halda að þeir geti niðurlægt okkur. En við látum sem ekkert sé. Allavega vona ég það.Kveðja frá Kópaskeri.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.10.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband