18.10.2008 | 21:16
NÆR AÐ MÓTMÆLA FRAMFERÐI BRETA.
Enn og aftur undrast maður hvað fólk heldur að Davíð Oddson séu mikið ofurmenni. Það er eins og sumir haldi að allt sem aflaga fer í efnahagsmálum alheimsins sé Davíð Oddssyni að kenna. Er það líka ekki ansi langsótt að kenna honum um áð útrásarvíkingarnir og forsvarsmenn bankanna gengu of langt og spiluðu með fjármagn bankanna í vafasömum spilaborgum.
Auðvitað þarf að gera öll þessi mál upp bæði hvað varðar bankana,fjármálaeftirlitið,Seðlabankann,útrásina og stjórnmálin. Auðvitað þarf að svara spurningunni.Hvernig gat þetta allt gerst?
En það er fáránlegt að ætla að fara í nornaveiðar og gera einn mann ábyrgan fyrir öllum efnhagserfiðleikum hér á landi (og jafnvel heiminum öllum).
Allir ættu að geta verið sammála um að framkoma Browns og Darlings forystumanna bretastjórnar gagnvart okkur Íslendingum varð til þess að hér hrundi allt.Hefði nú ekki verið nær að forsvarsmenn mótmælanna hefðu eytt kröftum sínum í að efna til mótmæla gegn framferði Breta við okkur.Þjóðin ætti að standa saman í slíkum mótmælu. Það er nefnilega á hreinu að þeir hafa skaðað okkur verulega.
Mótmæla Davíð Oddssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef horft á erlendar fréttastofur á netinu, þar sem sjónvarpsviðtalið við Davíð var sýnt, með enskum texta. Það fer ekki milli mála að þetta er tilliástæða lýðskrumarans Gordons Brown fyrir þeim aðgerðum sem hann greip til. Í mínum huga er Davíð mesta stórslys íslandssögunnar. Það ætti að reka hann tafarlaust.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:30
Helgi Jóhann Hauksson, 18.10.2008 kl. 23:55
það er að koma í ljós að þessi orðs Davíðs eru þau dýrustu sem sögð hafa verið í okkar sögu.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 00:51
Helgi Jóhann á þakkir skildar fyrir að koma þessu á framfæri. Textinn er vitaskuld á Rúv-vefnum, en The Wall Street Journal skjöplaðist ekki í sýn sinni á það, hve hrikalegar þessar yfirlýsingar hins ófaglærða manns í æðsta sæti Seðlabankans voru.
Og ég harma það, Sigurður, að þú standir hér í vörn Davíðs með alls óviðeigandi röksemdum, veljandi það, sem er á yzta kanti eða beinlínis absúrd, þ.e.a.s. að tína það til í vörn þinni, að sumir vilji telja "einn mann ábyrgan fyrir öllum efnhagserfiðleikum hér á landi (og jafnvel heiminum öllum)," – og þannig hyggstu í reynd fría hann ábyrgð, af því að auðvitað reynist þér létt verk að hrekja það, sem absúrd er. En aðstæðurnar í heiminum voru vitaskuld umgjörðin, þ.e. lausafjárskortur og erfiðari aðgangur að lánsfé, sem hófst í Bandaríkjunum og breiddist út um heiminn, og margt í okkar eigin aðstæðum gerði þetta að tröllauknum vanda fyrir landið (aðild okkar að samningnum um EES, taumleysið í að leyfa bönkunum að búa til risagorkúlu Icesave o.fl. slíks erlendis; fyrirhyggjuleysið að gera ekki ljóst eða tryggja, að ríkisábyrgð yrði ekki á þeim inneignum; ákvörðun Seðlabankans um að lækka bindiskyldu bankanna, þegar frekar hefði átt að hækka hana samfara lækkun tekjuskattsprósentu þeirra; og allt of rýr gull- og gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans), – og að sjálfsögðu er enginn að kenna Davíð um það allt, þar komu margir að máli ... og þó er hann reyndar á undarlega mörgum stöðum í þessum aðdraganda mjög meðábyrgur. En svo kom þetta Glitnismál til og Icesave – og þá brást hann (og félagar hans) endanlega, eins og sést hér ofar.
Æðsti strumpur er ekki bara því aðeins ótækur, að hann sé einn ábyrgur fyrir öllum landsins vanda og jafnvel heimsins (!!!), heldur nægir stundum, að hann bregðist í aðeins einu mikilvægu atriði, þegar á reynir í stjórn og stýringu mála. Þetta á allt eins við um verk seðlabankastjóra eins og skipherra á risavöxnu farþegaskipi. Ég tel – eins og Wall Street Journal virðist gera – að ofangreindar yfirlýsingar Davíðs hafi verið hrikalega afdrifaríkar. Og nú dugir ekki að vera skáld gott og skemmtilegur.
Þjóðin hlýtur að bíða með öndina í hálsinum yfir því, hvort stjórn Seðlabanka Íslands ætlar ekki að minnsta kosta að byrja á því í fyrramálið að stórlækka launin til bankastjóra þeirrar stofnunar, eftir að önnur bankastjóralaun hafa hrapað niður, en glannaleg upphæð þeirra átti á sínum tíma að heita réttlætingin fyrir því að gera Davíð að hæst launaða embættismanni lýðveldisins – ofar jafnvel forsetanum.
Og síðan þarf að rannsaka hin málin öll í kjölinn.
Jón Valur Jensson, 19.10.2008 kl. 01:16
Davíð er eftirlitsmaður með lántökum erlendis. Hann sinnti því ekki. Ef það hefur nokkurntíma verið mikilvægt að hagfa hæfa kunnáttumann´sem Seðlabankastjóra, þá er það núna. Hann hefði getað farið farlegar með orð sín.
Alla vega einn breskur banki hefur gefið þá yfirlýsingu út að þeir muni ekki taka neitt mark á Seðlabanka Íslands. Svo koma fleiri inn í þetta með og allt út af manni sem skilur ekki að hann er búin að þverbrjóta hegningarlög, stjórnsýslulög og brotið gegn stjórnarskrá Íslands.
Ég botna ekkert í fólki sem er að taka upp hanskan fyrir Davíð. Þetta eru engar "Nornaveiðar" . Það væri búið að gera rannsókn á vinnubrögðum Seðlabanka í öllum öðrum Norðurlöndum. Nema Íslandi.
BB sendir saksóknara fyrirmæli að hann eigi að gera rannsókn í bankanum Glitni. Og hvað skyldi það leiða í ljós? Nákvæmlega ekkert.
Slíta öllu samskiptum við Bretland og senda starfsmenn breska sendiráðið hem. Og kalla okkar fólk samtímis. Ræða svo þetta mál í Nato og hvergi annarstaðar.
Eigum við síðan að greiða fyrir flurúnta breskra herflugvéla þar sem þeir eru að verja "terrorisnna" okkur, íslendinga. Það er miklu fórnað að fá að sitja í sínu embætti.
Menn eins og Davíð sem er ekki vitlausari enn svo, hikar ekki við að draga Ísland enn lengra niður í skítin, eingöngu með veru sinni sem Seðlabankastjóri og fórna peningum stórum hluta þjóðarinnar þannig að það er margt af því komið á vonarvöl.
Davíð verður að fara í einum hvelli svo hægt sé að byrja á einhverri uppbyggingu. Hann er eins og blóðtappi í íslenska þjóðarlíkamanum...
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 01:37
Sælir. Það er fróðlegur pistill Sverris Stormskers þar sem segir í lokasetningunni :
"Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT. "
Hér má sjá pistil Stormskersins um málið :
10.10.2008 | 08:26
Kaupþingshrunið var því miður ekki Davíð að kenna
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.10.2008 kl. 02:20
Sigurður,
svaraðu því nú samviskulega, finns þér að Davíð Oddsson eigi að sitja áfram sem Seðlabankastjóri um ókomna tíð??
Skeggi Skaftason, 19.10.2008 kl. 08:27
Tek undir spurninguna með Skegga Skaftasyni og bæti við: Hvað áttu við með þ.essu: (og heiminum öllum) Hefur einhver nokkurntíma ásakað Davíð fyrir að vera sökudólgur fyrirn öllu sem aflaga fer í efnahagsmálum í öllum heiminum.
Svona tala bara fífl! Það sem þú þarft að vita um Davíð Oddson er að hann er ekki eheill á geðsmunum, er morfínisti, fárveikur og og er týran gagnvart fólki sem hann umgengs dagsdaglega með. Finnst þér að við eigum að hjafa svona mann sem seðlabankastjóra Sigurður pólitíkus?
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 08:51
Jón Frímann:
Það sem er þægilegt við jvj er að hann lýgur bara þegar hann skrifar og talar...hann er frægur fyrir það og engin þorir að segja honum það. Enn hann sjálfur trúir því ekki því það stendur í Biblíunni að hann sé ekki að ljúga...hann hugsar ekkert sjálfur..
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 08:57
Það er í þessu máli eins og svo oft áður á Íslandi. Blindan og meðvirknin er svo algjör. Það þarf nánast allt að hrynja í kringum ráðamenn þjóðarinnar áður en þeir þurfa yfir höfuð að spá í hvort þeir hafi gert einhver mistök eða unnið sína vinnu eins og fólki ber. á sama tíma eru þúsundir að missa vinnuna, fjölskyldur og fyrirtæki að verða gjaldþrota í stórum stíl, búið að skuldsetja þjóðin nánast aftur í steinöld. Ofurlaun og hreinn og klár þjófnaður á öllu sparifé, hlutafé og eignum í svo stórum stíl. Stórtækur þjófnaður á sparnaði einstaklinga og fyrirtækja í erlendum ríkjum.
.... og ekki einn, EKKI EINN maður látin taka pokann sinn af þeim sem eru ráðnir til að setja lög og hafa eftirlit með slíku.
Leiðréttu titilinn á færslunni hjá þér í
"NÆR AÐ MÓTMÆLA FRAMFERÐI DAVÍÐS ODDSONAR"
Svo mætti spyrja: "Hvar eru allir peningar sem hurfu?"
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 09:05
Án þess að vita af færslu Sigurðar skrifaði ég aðra svipaða grein.
Þegar ég les grein Sigurðar sýnis mér hann hafa ósköp svipaðar skoðanir á málinu og ég, þ.e.a.s. að auðvitað sé Davíð ábyrgur og svo auðvitað miklu fleiri einstaklingar.
Mér finnst vinstri menn vera að gera Davíð Oddsson að blóraböggli og holdgervingi alls, sem miður hefur farið á undanförnum 6-7 árum og þó sér sérstaklega á undanförnum vikum og mánuðum. Það er mín skoðun að Davíð - sem ég bera mikla virðingu fyrir - ætti að segja af sér og sömuleiðis stjórn Seðlabankans og forstöðumaður og stjórn fjármálaeftirlitsins.
Ég vil síðan vandaða og umfangsmikla úttekt á því hvernig til þessara atburða gat komið og þar á ekkert að skilja undan, hvort sem um vanrækslu á aðgerðum er að ræða eða hrein og klár afbrot.
Þeir sem pólitíska ábyrgð bera á þessu - hvar í flokki sem þeir eru - verða síðan að hirða pokann sinn í kosningum, sem verða að eiga sér stað næsta vor. Í þeim kosningum væri þá einnig hægt að kjósa um aðildar að ESB. Þingmenn yrðu að gera grein fyrir afstöðu sinni til ESB aðildar í prófkjörum og þannig myndu t.d. eiga sér stað miklar breytingar á sumum þingflokkum. Á fundi hjá Sjálfstæðisflokknum, sem ég nýlega var á, lýsti þingmaður flokksins því yfir að allur þingflokkurinn væri algjörlega mótfallinn ESB aðild og hefði sú skoðun þingmanna frekar styrkst en veikst undanfarnar vikur.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 10:15
Gleymdi að segja að miðað við skoðanakönnun frá því í byrjun mánaðarins voru 50% sjálfstæðismanna hlynntir kosningu um ESB aðild og 36% hlynntir aðild. Þessar tölur hafa og mun hækka á næstu dögum og vikum og mun stuðningur við ESB aðilda og kosningar um aðild hækka um 10-20%.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.10.2008 kl. 10:17
Davíð stjórnar fólki eins og bófaforingi! Hann er sú týpa. Þetta er engin vitleysingur. Enn veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Hann stýrir öllum bönkum og Ríkisstjórn í dag á Ísdlandi! >Er einhver svo heimskur að láta sér detta eitthvað annað í hug?
Það er 100% dópisti á morfín og fl. ásamt að hann er týran og psykopat! Vantar eitthveð meira til að gera rolurnar hræddar við að taka í rassgatið á þessum manni og henda honum út! Ef ykkur vantar nánari upplýsingar um Davíð þá bara spyrja og ég svara um það sem ég veit um..hann er stórglæpamaður..
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 11:23
Allir ESB sinnar eru Landráðamenn..
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 11:26
Það er með eindæmum, að Íslendingar skuli hafa haldið að þeir gætu komist upp með það sem heimsveldið Bandaríkin eru að reyna að gera.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:04
Á nýlegum flokksráðsfundi sjálfstæðismana sagði Kjartan Gunnarsson, bankastjórnarmaður Landsbankans, sem ber alla ábyrgð á Iceave reikningunum, að íslenka þjóðin væri hepin að hafa Sjálfstæðisflokkinn til að leiða þjóðina út úr erfiðleikunum. Er þetta háð og öfugmæli eða er sjálfstæðisflokkurinn svo hrokafullur að hann trúir þessi
kiddi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:15
Eins og við mátti búast eru menn með öfgafulla andstöðu gegn Davíð Oddssyni og hafa svo sem lengi verið það. Aðalatriðið í öllu þessu máli finnst mér að gerð verði heiðarleg úttekt á málinu öllu. Ég er líka sammála því að það þýðir ekkert að láta flokkana skipa einhverja íslenska fulltrúa sína í hvítþvottabók. úr því kæmi bara hvítflybbabók.'eg er sammála þeim sem segja að við verðum að fá erlenda aðila til að sjá um úttektina á öllu saman. Eftir það hlýtur að koma í ljós hverjir stóðu rangt að málum, eða hvort einhverjir brutu lög og hvar siðferðið var brotið.
Komi í ljós að Davíð Oddsson beri mestu ábyrgðina á óförum okkar skal ég skrifa undir það að hann eigi að víkja,fyrr ekki. Það sem ég er að reyna að benda á er að það þarf að gera alls herjar úttekt á pakkanum það að Davíð verði rekinn leysir ekki allsherjarlausn eða syndakvittun fyrir aðra.
Öll þessi mál munu hafa gífurleg áhrif á stjórnmálin á næstu mánuðum. Reiðin í þjóðfélaginu er mikil og á eftir að magnast.
Sigurður Jónsson, 19.10.2008 kl. 17:26
Þetta sýnir bara hvað Íslendingar og Bretar skilja ensku illa. Debts eru ekki sama og committments og duty gagnvar sjóðseigendum. Auðvitað eiga stjórnvöld ekki að bera ábyrgð á skuldum sem fyrirtæki hafa safnað upp.
Lady Elín, 19.10.2008 kl. 17:36
Þetta er ekki burðug grein hjá þér að þessu sinni og ég er eiginlega kjaft stopp. Þeir sem hafa ráðið för hafa byggt upp það kerfi sem við höfum byggt efnahagskerfið okkar á, án lágmarks regluverks, haldið í ISK, staðið gegn ESB ogsvfr. Við höfum kosið þá á grunni þess hvernig það gekk og nú verða þeir að taka pokann sinn og aðrir með "betri" skoðanir og sýn taka við.
Þegar staðan er orðin eins og hún er núna er rétt og nauðsynlegt að skipta út þeim sem ráðið hafa för. Þeir tóku ákvarðanirnar sem leiddu til niðurstöunnar og því er það bara eðlilegt að þeir taki ábyrgð sinna gjörða. Davíð er vænsti maður en hans tími er liðinn og eðilegt að aðrir komist að.
Það er ekki hægt að taka þakkirnar fyrir þá góðu hluta sem stefnan skóp en síðan kenna öðrum um ófarirnar. Við sem höfum kosið XD verðum nú að fara að laga til og skipta út, það er rétt og eðiliegt.
Eval (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:39
Sigurður fylgist greinilega ekki með neinu nema sem er að ske á Íslandi...Það eru ekki bara íslendingar að reyna koma Ríkisstjórn og Davóð frá völdum.
ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ MEÐ HVERJUM EINASTA SEÐLABANKASTÓRA ER AÐ ÞVÍ LÍKA.!
Eigum við að láta þetta fólk komast upp með að gefa skít í það?.. Lestu þig til smávegis Sigurður..
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 22:18
Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið
Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !
Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.