19.10.2008 | 17:44
Í VASA AUÐKÝFINGA.HVERJIR ERU ÁBYRGIR ?
Samkvæmt fjölmiðlum er allt í óvissu hvernig heinum ýmsu sjóðum og peningamarkaðsreikningum bankanna mun reiða af. Rætt er um að leysa þá upp og greiða eigendum mánaðarlega inná reikningana eftir því sem til fellur. Talað er um að eigendur geti þannig fengið 65-85% til baka án þess að nokkur vissa sé fyrir því.
Það sem er alvarlegast í þessu að bankarnir létu skipulega hringja í fólk til að fá það til að færa peninga af reikningum og selja ríkisskuldabréf til að leggja í sjóði sína og peningamarkaðsreikninga.
Auðvitað framkvæmdi starfsfólkið þetta eftir skipun eigenda baknanna og bankastóranna.
Peningarnir sem þannig fengust inná reikningana voru svo notaðir til að byggja upp alls konar spilaborgir. Allur almenningur hefur hingað til treyst bönkunum best af öllum stofnunum. Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort allur almenningur á ekki kröfur á auðmennina sem blekktu fólk til að ná í peningana.Það var undirstrikað rækilega að þetta væri það skynsamlegasta sem fólk gerði í innlánsreikningi. Það er skelfilegt að nota margra ára sparnað almennings til að spila svona með.Þeir hljóta að þurfa að svara fyrir það fyrrverandi bankaeigendur.
Með yfirtöku ríkisins á bönkunum fylgja auðvitað miklar eignir. það hlýtur að vera hægt að gera kröfur í þær. Þegar allsherjar rannsónk fer fram hljóta fyrrum bankaeiogendur að svara fyrir það að þeir blekktu almenning til að færa sína peninga. Það hlýtur að vera krafa að þeir standi frammi fyrir því að þurfa að axla ábyrgð.
Það kom fram í Silfri Egils í dag að eignir bankanna erlendis eru á degi hverjum að brenna meira og meira upp.Það liggur því á að ríkisstjórnin taki ákvörðun um lántöku hjá Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðnumn. það kom fram að það virðist vera okkar eini möguleiki til að geta bjargað málum til framtíðar litið.
Og væntanlega verðum við að bíta í það súra epli að íslenska krónan á sér ekki langa framtíð úr þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.