HVAÐ ÞURFUM VIÐ MIKIÐ ? RÚMAR 2 MILLJÓNIR Á MANN?

Það hefur ekki komið neitt skýrt fram hversu mikið lán við þurfum til að koma málum í eitthvert lag hjá okkur. Ég er ansi hræddur um miðað við það sem kemur fram í fréttum að upphæðin sé gífurlega há og að hjálp frá einu landi dugi engan veginn.

Sérfræðingar virðast vera á þeirri skoðun að eina leiðin til að bjarga okkur sé aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Staðan sé hreinlega svo slæm.

Það verður eitthvað að gerast strax ef allt  á ekki að brenna upp. Það er ekki lengur hægt að láta málin fljóta.

Reyndar er hægt að taka undir með Steingrími að auðvitað á að hafa samráð við stjórnarandstöðuna í svona málum.

Það hefur verið reynt að halda því fram að Davíð Oddsson,seðlabankastjóri,hafi ekki viljað þiggja hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú virðist það liggja fyrir að ríkisstjórnin sé einhuga í að taka lán hjá sjóðnum,þannig að ekki þvælist Davíð fyrir á strandstaðnum eins og Jón Baldvin orðaði það.

Ef Davíð er mikið á móti aðstoð Alþjóðgjaldeyrissjóðsins virðist hans helsti bandamaður vera Steingrímur J. formaður Vinstri grænna. Þeir eru einnig miklir samherjar í anstöðunni við aðild að ESB.

Svo er bara spurningin hvort Steingrímur J. sé búinn að vera svo lengi á móti öllu að hann geti hreinlega ekki verið sammála björgunaraðgerðum.

Samkvæmt nýjustu fréttum þurfum við 673 milljarða. Það þýðir einfaldlega ef þetta er rétta talan að hver Íslendingu ungur sem gamall sé að taka á sig skuldbindingu uppá 2.100.000.

Já,dýr var spilaborgin.


mbl.is Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm Èg bý í Noregi og hér er talað um að lánið sem Íslendingar þurfi sé upp á 1,2 milljónir norskar krónur á mann, já jafnt ungan sem gamlan. Og ég get nú bara ekki ímyndað mér hvað það er mikið í íslenskum krónum í dag þar sem krónan hefur víst ekkert gengi hérna hjá okkur(en alla vega langt yfir 12 milljónir á mann).

En svo getur verið að fjölmiðlar hérna séu að blása þetta svona gífurlega upp

Inga (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég segi það einu sinni og segi það aftur:

ÉG BORGA EKKI SKULDIR ANNARRA!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 16:54

3 identicon

Jú, það verðurðu látinn gera. Ósmurt.

runirokk (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband