ROSALEGA SAMMÁLA.

Ég er algjörlega sammála að þarf að gera óháða úttekt unna af erlendum aðilum til að fara ogfaní saumana á því hvernig þessi óskup gátu gerst í okkar litla samfélagi. Það er ekki hægt að komast hjá því að gera slíka úttekt og það verða að vera erlendir aðilar sem framkvæma hana.

Ég er líka sammála Björgvini viðskiptaráðherra að það verður að gera þá kröfu til hinna svokölluðu auðmanna að þeir sjái sóma sinn í að flytja fjármagn sem þeir fá fyrir eigur sínar til Íslands og noti í uppbyggingu hér heima.

Ég er líka sammála Vinstri grænum um að það beri að kyrrsetja eigur manna sem átta bankana og þeim verði tímabundið bannað að ráðstafa eigum sínum hvort sem er hér á landi eða erlendis.

Ég er líka sammála Ögmundi VG að auðmenn selji snekkjur og þotur áður en almenningur þarf að greiða til framtíðar úr sínum vasa vegna allrar vitleysunnar.

Ég er líka sammála Jóhönnu félagsmálaráðherra að það gengur ekki að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að bankastjórar ríkisbankanna séu með tvöfalt hærri laun en hæst launuð ríkisstarfsmenn.


mbl.is Vill óháða erlenda úttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dr. Olafur Ísleifsson er búinn að vera að vara við þessu ástandi núna í um það bil þrjú ár. Hann hefur hinsvegar verið úthrópaður sem nánast landníðingur fyrir vikið. Betur að farið hefði verið að ráðum hans. Hinsvegar á ekki að vera neinn vafi að maður með hans þekkingu og reynslu ætti með réttu að stjórna Seðlabankanum. Það er hinsvegar óvíst að hann standi til boða í það verk úr þessu.

Ellismellur (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rosalega eru menn sammála í dag

Sigurður Þórðarson, 23.10.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband