23.10.2008 | 18:45
FJÖLMIÐLAR ÆTTU AÐ LÍTA TIL BAKA OG SPYRJA SJÁLFA SIG.
Það er ekkert athugavert við að fjölmiðlar spyrji stjórnmálamennina grimmt. Stjórnmálamennirnir eiga að vera fullfærir að geta svarað fyrir sig. Það er heldur ekkert athugavert við að ýmsir forystumenn í atvinnulífi og félagasamtökum séu teknir í yfirheyrslu.
Fjölmiðlamenn taka nú undir með almenningi og hneykslast mjög á þeirri stöðu sem er uppi í dag,sem er í sjálfu sér ósköp eðlilegt. Nú er engið fram af mikilli hörku og jafnvel ofstæki til að finna þann seka eða seku og kenna þeim um allt.
Ég hef tekið undir það sjónarmið að það þarf erlenda óháða aðila til að gera úttekt og fara yfir allt heila málið frá a til ö.
Fjölmiðlar eiga að vera vakandi og veita aðhald í þjóðfélaginu. Hvernig getur allt þetta hafa farið fram hjá þeim. Hjá fjölmiðlunum eru sérstakir blaðamenn sem fjalla um viðskiptamálin. Hvers vegna var ekkert fjallað um þessi mál á síðustu árum nema þá glansmyndir og drottningarviðtöl við útrásarlið.
Fjölmiðlar ættu að líta í eigin barm. Það þyrfti að fá einhvern til að taka fjölmiðlafólkið í viðtalsþætti og spyrja það grimmra spurninga.
Auðvitað hljóta að vakna upp spurningar hvort fjölmiðlarnir voru svo háðir þessum aðilum sem áttu allt og gátu stjórnað öllu að ekki mátti spyrja óþægilegra spurninga.
Þeir í þjóðfélaginu sem voru með einhverjar athugasemdir eða efasemdir voru miskunnarlaust keyrðir niðuir og kallaðir úrtölumenn og önnur svipuð orð notuð.
Allt ætlaði að verða vitlaust í þjóðfélaginu þegar taka átti á málum með því að setja fjölmiðlalögin.
Ekki gek lítið á þegar rannsókn var hafin á starfsemi Baugs. Margir voru hneyksalðir á því að ríkisvaldið væri að ráðast á þetta góða fólk,sem hafa haft einokunaraðstöðu á smásölumarkaðnum.
Hafa Björgúlfsfeðgar verið spurðir að því hvernig þeir fóru t.d. að því fjármagna kaupin á West Ham og fleiri fyrirtækjum.
Spurðu fjölmiðlamenn Seðlabankann útí þessi mál fyrr en allt var komið í kaldakol.Ég held ekki.
Það gat aldrei blessast að sömu aðilar ættu fyrirtækin,bankana og fjölmiðlana. Undrun sætir reyndar að svo virðist sem þeir hafi einnig haft tök á RUV.
Fjölmiðlarnir hafa gefið sig út fyrir að vera hlutlausa. Væri það raunin hefðu mál aldrei þróast á þann hátt sem þau gerðu. Auðvitað gátu fjölmiðlarnir ekki stundað rannsóknarblaðamennsku eða spurt óþægilegra spurninga. Það sjá það örugglega mun fleiri núna.
Það ætti í öllum pakkanum líka að skoða fjölmiðlana. Hvers vegna brugðust þeir hlutverki sínu og þar með almenningi.
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hélt að ríkissjónvarpið væri byggt á því að það væri fyrir alla ekki bara auðmenn eða stjórnmálamenn. Þetta vill hinn almenni Jón heyra að spurt sé um það sem fólk vill vita. Flott hjá Páli vona að hann gefi sig ekki
Guðrún (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 20:01
Forsetinn eyðilagði fjölmiðlana þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:37
Í hvaða Undralandi býrð þú Sigurður minn? Sjálfstæðisflokkurinn + Morgunblaðið + Landsbankinn áratugum og öldum saman. Sjálfstæðismenn virðast vera haldnir þeirri fásinnu að þeir geti endurskrifað söguna með því að endurtaka sama ruglið nógu oft. Fréttablaðið var fyrsta dagblaðið sem ógnaði einokun Mbl. á íslenskum markaði og þar með flæði "réttra" upplýsinga til almennings. DO reyndi sannarlega að koma í veg fyrir það en hrökklaðist fyrir vikið úr pólitík og gerðist sjálfskipaður aðalbankastjóri Seðlabankans á ofurlaunum - með skelfilegum afleiðingum fyrir núverandi og næstu kynslóðir Íslendinga. Nei, kæri Sigurður, það eru sjálfstæðismenn sem ættu nú sannarlega að líta til baka og spyrja sjálfa sig: "Hver er ábyrgð okkar á því að Íslendingar eru gjaldþrota"?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.