24.10.2008 | 22:00
GEIR FLOTTUR Á STÖÐ TVÖ.
Ég er viss um að margir hafa hrifist af framkomu Geirs H.Haarde í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.Geir svaraði mjög skilmerkilega öllum spurningum og var ekki að reyna að fela neitt hversu ástandið væri slæmt.Það er ekki bjart framundan á næstu mánuðum,en þjóðin munvinna sig útúr vandanum.
Menn geta haft allar skoðanir á því hvers vegna þetta ástand hafi skapast og eitt er víst að fara þarf fram ítarleg rannsókn á málinu í heild sinni. Sjálfstæðisflokkurinn eins og aðrir þarf að fara í nákvæmlega naflaskoðun.
En eitt hljóta menn að geta verið sammála um . Geir Haarde hefur haldið mjög vel á málum í þeirri vandasömu stöðu sem komin er upp. Ekkert er gefið eftir gagnart Bretum. Ekki er flanað að neinu heldur unnið að því að horfa til framtíðar og leysa málin þannig að við vinnum okkur útúr vandanum.
það hefur komið fram að það hefur vakið athygli erlendis hversu vel Geir H.Haarde kemur fyrir og hve yfirbegaður hann er.
Sú staða sem komin er upp hljóta að vera gífurleg vonbrigði yrir forsætisráðherra en hann hefur sýnt það á síðustu dögum að hann er rétti aðilinn til að leiða þjóðina útúr þeim vanda sem við erum í .
Eftir að við erum komin á sæmilegan sléttan sjó er hægt að gera upp hlutina. Eflaust á þá margt eftir að koma fram í dagsljósið sem við vitum ekki núna.
Leiðið aðeins hugann að því ef Steingrímur J. formaður Vinstri grænna ætti að leiða þjóðina útúr vandanum. Ekki hef ég nú trú á að það hefði verið mjög farsælt.
Leiðin útúr vandanum hlýtur að vera að nýta þá möguleika sem við höfum t.d. með að nýta orkuna.
Ekki aukum við útflutningstekjurnar ef við viljum ekkert virkja.
Geir skorar á íslenska auðmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nefnilega það já? Hér er lýðræðið fótum troðið og leynimakk um skilyrði IMF. Finnst þér það flott að tvær persónur höndli um framtíð þjóðarinnar án samráðs við þjóðþingið? Nafni minn bendir á þetta hér t.d.
Alltaf úti á túni kallinn minn.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.10.2008 kl. 22:15
Alveg sérdeilis vitlaus þessi færsla Jóns Bjarnasonar, alþingismanns. Að hætti Vinstri Grænna látið í það skína að þetta mál fari aldrei fyrir Alþingi - sem það auðvitað mun gera. Detur einhverjum, nema þá Vinstri Grænum, í hug að lántaka upp á tvo milljarða dollara verði ekki afgreidd af Alþingi?´Væntanlega munu VG annað hvort vera á móti eða sitja hjá með þeim orðum að það hafi verið hægt að gera allt annað en leita til IMF. Fyrr í vikunni var að þeirra mati hægt að fá allsherjarreddingu hjá Norðmönnum, nú í dag var útgáfan hjá formanni VG orðin sú að við hefðum getað fengið norræna hálparlausn með útfærslu eða aðstoð IMF!! Kúnstugt því eftir fréttum að dæma verður lausnin í formi 6 milljarða dala í heild, einn þriðji þar af kemur frá IMF og rest væntanlega fyrst og fremst frá vinum vorum á Norðurlöndum. Vitum ekki enn hversu hratt við þurfum að greiða þeim - kannski verða þeir þolinmóðir á greiðslufrest. Þannig að óskaútgáfa formanns VG í dag um að lausnin væri fyrst og fremst norræn með aðkomu IMF er kannski einmitt sú sem er í burðarliðnum. Samt er VG á móti eins og venjulega. Dæmigert!
Sporddreki, 24.10.2008 kl. 22:29
Geir er einn af þeim sem hafa komið okkar í þessari stöðu. Hann var fjármálaráðherra þegar bankarnir voru seldir og hann hefur verið i stjórn allan tímann sem þeir hafa þanist út og ekkert gert neinar ráðstafanir.
Stjórn og eftirlit hafa verið sofandi.
Það skiptir að sjálfsögðu mestu máli að koma vel fram í sjónvarpi og hafa flottar umbúðir.
Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 22:51
Sammála Geir var flottur. Treysti honum til að leiða okkur útúr þessari krísu. Hef aldrei skilið VG (Ragnar Reykás) er alltaf á móti öllum jafnvel sjálfum sér.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:52
ps. Það eru svo fjöldamargir sem hafa komið okkur þangað sem við erum komin m.a. stjórnarandstaðan. Til hvers erum við með þá inná þingi og borgum þeim kaup nema til að hafa aðhald og taka þátt.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 22:55
Geir var ágæyur annars finst mér Björgvin G Sigurðsson standa uppúr af ráðherrunum śá á framtíðina fyrir sér í pólitígini,hann er efni í forsætisráðherra kv
þorvaldur Hermannsson, 24.10.2008 kl. 23:17
Sjálfstæðis flokkurinn kom okkur í þessa stöðu,og ég þori að fullirða að þessir 20-30 ævintíra menn eru stuðníngsmenn Sjálstæðisflokksins.kv
þorvaldur Hermannsson, 25.10.2008 kl. 00:47
Sagði Geir ekki í marsmánuði að botninum væri náð þegar dollarinn fáor í 78 krónur? Ekki man ég betu. Er Ísland ekki skuldugasta ríki í Evrópu? Ekki man ég betur. Og skuldar sávarútvegurinn ekki 400% af ársveltu? Ekki veit ég betur. Hvenær finnst Geirharði nóg komið?
Sigurður Þórðarson, 25.10.2008 kl. 00:47
Tröllið sem stal jólunum með enn einn leiksigurinn? Holtaþokufimbulfambið hjá þér er einstaklega flokkslegt um þessar mundir Sigurður minn. Trúr elítunni fram í rauðan... Og sjálfstæðismaðurinn Sigurður bloggar: "En eitt hljóta menn að geta verið sammála um . Geir Haarde hefur haldið mjög vel á málum í þeirri vandasömu stöðu sem komin er upp. Ekkert er gefið eftir gagnart Bretum. Ekki er flanað að neinu heldur unnið að því að horfa til framtíðar og leysa málin þannig að við vinnum okkur útúr vandanum." Nú langar mig vinsamlegast að upplýsa þig um að þjóðin er ævareið þessum hvítbókarriddara þínum sem þverskallast við að víkja DO úr stóli seðlabankastjóra þrátt fyrir að umheimurinn hafi dæmt manninn og verk hans. Þjóðin á bara að borga og brosa. Svo býður félagi Geir okkur vinsamlegast uppá hvítbókaruppgjör "þegar við erum komin á sæmilega sléttan sjó" (les: eftir ca. 10 ár).
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 03:14
Sólveig ég skora á þig að lesa blogg eins og þetta: http://www.jonas.is/
Ég tek undir með Þórsteini. Við látum ekki blekkjast.
Nú verðum við að hætta að berjast innbyrðis, horfast í augu við vandann og taka afleiðingar. Það er ekki bara alþýðan sem á að blæða Fyrsta skrefið er að hreinsa út eins og einkafyrirtækin hafði gert ef stjórnendur höfðu farið með allt til fj. vegna kæruleysu, vanrækslu, getuleysu eða hvað má kalla þessi ósköp.
En Geir kom vel fram í sjónvarpinu eins og skipti miklu máli fyrir suma.
Minni á mótmælafundum kl 15 og kl 16
Heidi Strand, 25.10.2008 kl. 09:32
Gunnar Þór: Já það er merkilegt þetta dúó Geirs og Davíðs, e.t.v. eru þeir að virkja "Good Cop - Bad Cop" áhrifin :)
Magnús G.K. Magnússon (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 11:02
Ég get ekki annað sagt um Geir, en að hann er grá mús í dýrum jakkafötum. Ég hef alltaf á tilfinnungunni að hann sé að ljúga, hvort sem er í ræðustól eða sjónvarpsviðtali. Því miður þekki ég manninn ekki persónulega til að geta dæmt um það hvort það er rétt. Hann getur varla gert það eftir öll þessi ár í pólitík, eða hvað. En þetta er bara mín veigalitla skoðun...
Hjalti Árnason, 26.10.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.