Ríkið á að selja viðbótarkvótann.

Ég tel að ráðmenn verði að taka það til alvarlegrar skoðunar að auka aflakvótann frá því sem var ákveðið. Staða efnahagsmála okkar er þannig að það réttlætir að tekin sé smá áhætta,enda vilja sjómenn meina að til sé nóg af þorski í sjónum.

Rétt er að ríkið selji þann viðbótarkvóta sem ákveðin er á sanngjörnu verði til útgerðanna. Með þessu ynnist mikið, atvinna myndi aukast,gjaleyristekjur yrðu meiri og ríkið fengi fjármuni í kassann fyrir sölu veiðiheimilda.


mbl.is LÍÚ óskar eftir meiri kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Ég er alveg þér hjartanlega sammála .

Vigfús Davíðsson, 30.10.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Nú er lag,aukum kvótann og sköpum ný atvinnutækifæri fyrir kvótalausa smábátaeigendur. Með þannig ráðstöfun vinnst ansi margt, minna atvinnuleysi vistvænni veiðar landvinnsla eykst. Ég veit að margir sjómenn sem misst hafa vinnu sína vegna hagræðingar hjá stóru útgerðarfélögunum eiga smábáta sem ekki eru notaðir til annars en að fara og fá sér í matinn, en væru alveg tilbúnir að taka þátt í að veiða úr sameiginlegum kvóta allra landsmanna öllum til hagsbóta.En nýliðun er ekki möguleg nema vera erfingi KVÓTAKÓNGS. 20-30 tonn á hvern smábát sem verður ekki eignarkvóti heldur fá menn afnotarétt sem skilast inn í sameignina aftur bótalaust ef menn nýta ekki kvótann sjálfir.

Ólafur Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég vil fá kvóta á nýja bátinn okkar. Svona upp í tapið af lífeyrissjóðnum! Það á að úthluta á smábátana, sammála ólafi Gunnarssyni.

Vilborg Traustadóttir, 30.10.2008 kl. 20:51

4 identicon

Sæll Siggi, ekki er ég nú alveg sammála, það ætti nú ekki að selja hann.

Enda getur nú engin keypt kvótann því engir bankar lána fé og flest allar útgerðir skuldsettar í topp og vel það.

Réttara væri að nota hann til nýliðunar að hluta og einnig fyrir þá sem hafa lítin kvóta. Þetta ætti svo að leigja þeim sem fá, þannig mundi kvótinn vera áfram í eigu ríkisins. En ætli það sé nokkur hætta á að þetta gangi eftir, kvóta-greifarnir munu örugglega sjá til þess að þeir fái allt sjálfir!!!

Einar Jón (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Verður þú ekki rekinn úr flokknum fyrir svona tal?

Sigurður Þórðarson, 30.10.2008 kl. 22:56

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vinur minn leigir kvóta til að gera út og verðið er u.þ.b. 250 k.r  fyrir kílóið. Sjálfstæðisflokkurinn vill afhenda útvöldum kvótann endurgjaldslítið (þeir borga smáræði í flokkssjóð) svo þeir geti veðsett hann og látið vin minn borga. Nú þegar flokkurinn er um það bil að steypa komandi kynslóðum í skuldafen ætti hann að taka frí svo endurreisn geti hafist.

Sigurður Þórðarson, 30.10.2008 kl. 23:51

7 Smámynd: Sigurður Jónsson

Í umræðunum um nýja Ísland held ég að stokka þurfi upp kvótakerfið. Skuldir einhverra útgerðarmanna eru til komnar vegna þess að þeir eru að leigja eða kaupa kvóta. En hverjir eru að selja þeim? Eru það ekki einmitt úgerðarmenn sem fengu gjafakvóta frá sameign þjóðarinnar.Það er ekkert óeðlilegt við það að þeir sem nýta sameign okkar landsmanna þurfi að greiða fyrir það í okkar sameiginlega sjóð,ríkissjóð.

Ég hef aldrei verið hrifinn af því að öfgafulla nýfrjálshyggjan skyldi ná svo miklum tökum á Sjálfstæðisflokknum sem raun ber vitni. Það hefði verið farsælla að fylgja gömlu góðu hógværu Sjálfstæðisstefnunni,sem skilaði flokknum góðu fylgi í tæp 80 ár.

Sigurður Jónsson, 31.10.2008 kl. 17:10

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mæl þú manna heilastur nafni. Ef þín sjónarmið yrðu ofaná tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn væri besti kosturinn.

Það er aldeilis furðulegt að stjórnmálafræðiprófessor skuli, að vísu sjálfskipaður, skuli vera einn helsti talsmaður fiskveiðistjórnarkerfis og ferðast um víða veröld til að kynna "besta fiskveiðistjórnarkerfi í heimi" . Kerfi þar sem skuldir greinarinnar hafa fjórfaldast á 10 árum og eru komnar um eða yfir 400% af ársveltu. Megnið af skuldunum er í  erlendri mynt og það væri hægt að lifa með þessu ef ekki kæmi til að kvótinn er veðsettur.  Ef sjávarútvegurinn á að hjálpa okkur úr kreppunni þarf nýtt fiskveiðistjórnarkerfi

1. Að losna við hvata til brottkasts .  2.Gera kerfið þannig úr garði að hægt sé að áætla stærð fiskistofna. 3. Skera niður eftirlitsiðnaðinn.

Öll þessi markmið nást með sóknarstýringu

Sigurður Þórðarson, 31.10.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband