31.10.2008 | 09:41
RÚV af auglýsingamarkaði.
Það er hundfúlt ef Skjár 1 hættir. Þeir hafa oft verið með mjög skemmtilegt efni,þótt sumt mætti auðvitað missa sig að mínu viti. Annars er smekkur fólks svo misjafn að það getur vel verið að öðrum líki efni sem mér líkar ekki.
Það væri einnig verulega slæmt ef Stöð 2 myndi hætta að draga verulega úr þjónustu sinni t.d. með að leggja niður fréttadeildina.
Samkeppni við RÚV er af hinu góða. Til að tryggjab frjálsu stöðvunum meiri möguleika þarf RÚV að fara af auglýsingamarkaði, þótt það kosti að við notendurnir þurfum að leggja aðeins meira til RÚV.
Maður getur ekki hugsað til þess að aftur verði sá tími að við höfum aðeins eina sjónvarpsstað og það ríkisstöð. Nú er nú samt af ríkisvæðingunni um þessar mundir.
Hugsið ykkur hvernig ástandið verður á næstu árum allt ríkisrekið og vinstri stjórn í kaupbæti. Það er nú ekkert sérstakt tilhlökkunarefni.
Telja RÚV þurfa að fara út af auglýsingamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru nú meiri trúarbrögðin um að RUV "eigi að fara af auglýsingamaraði". Hvað er það sem segir að svo skuli vera. Ég vil benda á að fyrir tíma hinna svo kölluðu "frjálsu" stöðva var RUV eitt á markaði og þeir sem inn á markaðinn komu, gerðu það með augun opin og er engan veginn réttlætanlegt að þeir heimti bara si svona að fá þennan markað til einkanota. Ég vil þvert á móti að RUV hafi sem mestar tekjur aðrar en áskriftargjöld til að lækka þau hjá okkur skattgreiðendum. Ég hef t.d. ætíð talið að simfonían hafi verið hroðalegur baggi á RUV og skildi reyndar ekki hvers vegna hún var hengd á RUV yfir höfuð. Nei, menn fara inn á ný svið og nýja markaði á eigin ábyrgð og eiga ekki að heimta aðra þaðan út sem fyrir hafa verið. Takk.
Hjörvar (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:01
Ég held það væri fínt að hugsa nýja fjármögnun á RÚV en núverandi fjármögnun en það er ólíklegt að slíkt muni á nokkurn hátt hjálpa Skjá 1 eða stöð 2. Bara draga úr auglýsingarmöguleikum. Fólk er ekki að fara að borga fyrir stöð 2 og fyrirtæki landsins eru að draga saman seglin. Það var aldrei pláss fyrir svona margar sjónvarpsstöðvar í fámennu samfélagi. Við verðum að fara að sníða okkur stakk eftir vexti.
Héðinn Björnsson, 31.10.2008 kl. 11:16
Sameinum Skjá Einn og Stöð-2 og sendum allt út frítt. Bönnum svo RUV að auglýsa þá skapast grunnur fyrir hina nýju sameinuðu stöð.
Einar Jón (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:15
„Hugsið ykkur hvernig ástandið verður á næstu árum allt ríkisrekið og vinstri stjórn í kaupbæti. Það er nú ekkert sérstakt tilhlökkunarefni.“
Ekki getur það versnað!
Og hvað snertir auglýsingar hinna svokölluðu „frjálsu“ fjölmiðla má minnast þess að þeir eru nákvæmlega jafn frjálsir og eigendur þeirra leyfa. Og enginn bítur höndina sem færir honum fæðu. En við sem ekki notum „frjálsu“ fjölmiðlana verðum að borga þá hvort sem okkur líkar betur eða verr því auglýsingakostnaður er innifalinn í verði vara. Og ég get ekki neitað að borga þær krónur, eða aura, sem fara af heimilisbrauðinu mínu til að borga auglýsinguna í gær. Þess vegna held ég að félagsleg stjórn sé mun betri en sá pilsfaldakapítalismi sem í ljós er komið að hér hefur ríkt. Þar verður þó hægt að hafa allt uppi á borðinu.
Tobbi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:06
Það þarf að tryggja að við sitjum ekki uppi með eina ríkisstöð. Það væri mikil afturför. Ég sé að Þorgerður Katrín tekur málið alvarlega og ætlar eitthvað að gera í málinu.
Sigurður Jónsson, 31.10.2008 kl. 16:34
Vælukjóakapítalismi.
Ef kapítalistarnir geta ekki rekið sín fyrirtæki í samkeppnisumhverfi, þá eiga þeir bara að hætta því og hætta þessi væli.
Hefur fólk ekkert lært af einkavinavæðingu bankanna?
Bobbi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:09
„Það þarf að tryggja að við sitjum ekki uppi með eina ríkisstöð. Það væri mikil afturför“
Aldrei hefur komið betur í ljós en nú í dag hver nauðsyn er að hafa sterkan ríkisfjölmiðil sem lögum samkvæmt tryggir aðgengi allra og hlutlausa fréttaumfjöllun. Eða hvernig líst þér á að Jón Ásgeir ræður nú yfir öllum stærstu fjölmiðlum landsins, að Feyki og Skarpi ólöstuðum, nema RÚV. Oft var þörf en nú nauðsyn að standa vörð um útvarp allra landsmanna þannig að það fari ekki halloka í keppni við Baugsveldið sem hefur eingöngu réttindi en engar skyldur nema þær að lofa Bónus.
Tobbi (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.