Ingibjörg Sólrún sagði ósatt.

Árásir forustumanns Samfylkingarinnar á Davíð Oddsson halda áfram.Auðvitað er mjög umdeilanlegt að fyrrum forystumenn stjórnmálanna setjist í stól Seðlabankastjóra. En staðreyndin er sú að Davíð er í Seðlabankanum og Samfylkingin er í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Miðað við yfirlýsingar Samfylkingarinnar hlýtur hún að setja það sem úrslitaatriði að Davíð fari úr Seðlabankanum annars er lítið að marka yfirlýsingarnar.Það mun hún ekki gera en þetta er ágætis leið til að reyna að halda vinsældum í þeirri trú að kjósendur sjái ekki í gegnum blekkingarvefinn.

Samfylkingin er í atkvæðaveiðum og veit að um þessar mundir er vinsælt að ráðast á Davíð. Fleiri dæmi væri einnig hægt að nefna,þar sem Samfylkingin spilar á vinsældir og lætur Sjálfstæðisflokkinn sitja uppi með vandann.

Samfylkingin hlýtur að vera í ríkisstjórn af fúsum og frjálsum vilja. Telji hú samstarfsflokkinn óhæfan hlýtur hún að slíta stjórnarsamstarfinu. Það er allavega óþolandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að horfa aðgerðarlaus upp á framkomu Samfylkingarinnar.

Annars er það merkilegt að í umræðunni um vaxtahækkun Seðlabankans hélt Ingibjörg Sólrún því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði engin skilyrði sett um vaxtahækkun.

Í framhaldi af því birtir Davíð 19.gr. samningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þar sem kveðið er á hækkun vaxta í 18 %.

ég heyrði áðan í Steinunni Valdísi í þættinum hjá Birni Inga. Steinunn valdís telur að um alvarlegt trúnaðarbrot sé að ræða og Geir Haarde eigi að veita Davíð áminningu eða reka hann.

Bíðið nú aðeins. Var það ekki Ingibjörg Sólrún sem varð uppvís að því að segja ósatt. Hvað á Geir Haarde sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar að gera í því ?


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Því miður er það líka staðreynd að Davíð er að gera mistök í hverju fótmáli og eina leiðin til að stöðva það og jafnframt til að endurreisa traust og tiltrú heima og erlendis á aðgerðum og úrræðum seðlabankans er að skipta um karlinn í brúnni. Geir gerir mikil mistök gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sér sjálfum, Davíð, seðlabankanum, þjóðinni og framtíð okkar að bakka Davíð svona eindregið upp.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 13:23

2 identicon

Fram hefur komið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti engin skilyrði um trúnað.  Þetta hefur komið fram hjá RUV, sem fékk staðfestinu þess efnis hjá fulltrúa sjóðsins.

Utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi fyrir rétt rúmri viku að þótt hún vildi sjálf geta sagt frá innihaldi samkomulagsins við fulltrúa IMF gæti hún það ekki vegna trúnaðar við stjórn sjóðsins, sem ætti eftir að fara yfir umsókn Íslands.  Þetta yrði að virða og allir hlytu að skilja það.

Skv. upplýsingum RUV sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þjóðinni ósatt.

Hvað er það í þessu samkomulagi auk 19. töluliðar, sem ekki þolir gagsins ljós nú þegar?

Hitt er annað að þegar landinn var farinn að kenna Davíð um stýrivaxtahækkunina líka þá var ósköp eðlilegt að innihald 19. gr. samkomulags ISG og GH við IMF væri birt.  

Steinunn Valdís væri líklega best að fylgjast örlítið betur með áður en hún opnar á sér .......

Hins vegar má óska utanríkisráðherra góðs bata.

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:30

3 identicon

Ég er þér hjartanlega sammála Helgi Jóhann. Geir er algjörlega búinn að vera. Hann er ekkert að hugsa um þjóðina. Ef hann hugsar þá eitthvað!!!!

Ágústa (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mér finnst nú enginn akkur í því fyrir okkur sjálfstæðismenn að kynda undir því að kosið verði akkúrat núna!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.11.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Sigurður þú villt að Geir bregðist við ósannindum Ingibjargar ?

Ég held að Geir sé að vinna í þessari keppni, sennilega að því að Ingibjörg er lasin og getur ekki logið meira vegna veikinda.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sjálfstæðisflokkurinn þolir ákaflega illa gagnrýni. Slær alltaf skjaldborg um leiðtoga sína, hversu góðir eða slæmir þeir eru. Mörgum spjótum er beint gegn Davíð þessa dagana. Er það bara ekki eðlilegt við núverandi aðstæður? Enginn efast um að hann hafi reynt sitt besta við erfiðar aðstæður - en er hans besta nógu gott? Hvað kann hann í nútíma hagfræði?

Svo annað - en mikilvægt:

Hann er skipaður í stöðuna vegna stjórnmálaskoðana sinna - ekki hæfni í fjármálaumsýslu.

Sú staðreynd er borðliggjandi.

Björn Birgisson, 1.11.2008 kl. 13:41

7 identicon

Já ég veit ekki hvað IGS er að fara, sýnist að þið sjallarnir séuð alveg einfærir um að tortíma ykkur sjálfir þessa daganna. En það þarf stundum að skvetta smá bensíni á bálið.

Hörður (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:56

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Auðvitað er staða mála nú mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna þarf flokkurinn eins fljótt og auðið er taka þess mál á sínum vetvangi til alvarlegrar naflaskoðunar. Ætli flokkurinn að verða stór í framtíðnni verður hann að gera það.

Það sem ég hef verið að benda á er að það hljóti að vera slæmt að hafa samstarfsflokk í ríkisstjórninni,sem jafnframt er í stjórnarandstöðunni. Ansi margir forystumenn Samfylkingarinnar eru í því hlutverki,Björgvin er einn af fáuum sem er undantekning.

Ingibjörg Sólrún segir að það sé prinsipp atriði að Davíð fari. Hún er í ríkisstjórn í forystu fyrir sinn flokk. Hún hlýtur að geta ráðið ansi miklu um þetta mál. það sem mér finnst ódýrt hjá Samfylkingunni að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fer. Ríkisstjórnin og þingflokkar þeirra hljóta að geta rætt málin á sínum vettvangi. Það gengur ekki til lengdar að annar samstarfsfokkurinn í ríkisstjórn haldi uppi sífelldri gagnrýni á hinn stjórnarflokkinn. Slík ríkisstjórn getur ekki orðið langlíf.

Sigurður Jónsson, 1.11.2008 kl. 16:07

9 Smámynd: nicejerk

"Auðvitað er staða mála nú mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna þarf flokkurinn eins fljótt og auðið er taka þess mál á sínum vetvangi til alvarlegrar naflaskoðunar. Ætli flokkurinn að verða stór í framtíðnni verður hann að gera það."

Trúir þú sjálfur þessum orðum? davíð, Geir og Ingibjörg Sólrún eru öll búin að ljúga að þjóðinni undanfarið. Bara í IMF málinu lugu þau öll. Hrunið, krísan, óstjórnin og lygin er orðið svo mikið vandræðamál fyrir stjónina, þar sem enginn man lengur hver laug hverju að hverjum, að lýgin er orðin aukaatriði. Stjórnin hefur traðkað og traðkar harðar með hverjum deginum á þegnum landins. Vanvirðing við þegnana og restina á Alþingi er alger.

Ef þú ert að bera í bætifláka og reyna að benda á einn svartan flokkssauð sem sökudólg, þá sérðu einfaldlega ekki að hjörðin er svört.

En þú "hefur mikla reynslu í pólitík, sveitarstjórnarmálum og blaðaskrifum" en ekki ég. En svona færslur minna mig á málþóf, tómt hjal.

En hvað veit ég.

nicejerk, 1.11.2008 kl. 17:08

10 identicon

Í fyrsta lagi þarf að breyta lögunum um seðlabankann.  Það er fáranlegt að vera með 3 bankastjóra og einhverja málamynda stjórn sem skipuð er einhverjum flokksdindlum.

Hvað Davíð varðar, þá er hann algjörlega vanhæfur til þess að gegna þessu embætti. Hann hefur ekki faglega þekkingu og er þar að auki ákaflega klaufalegur í sínum miður heppilegu yfirlýsingum í tíma og ótíma.  Það hefur verið stórskaðlegt fyrir íslenska þjóð að hafa hann sem seðlabankastjóra og löngu kominn tími til þess að víkja honum úr embætti.  Ábyrgð þeirra sem skipuðu hann í þetta embætti er mikil.  

Fannar (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 19:28

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þessi ríkisstjórn hefur sýnt að hún er vita gagnslaus auk þess sem hún virðist hafa sofið á verðinum. Geir hefur margoft verið uppvís að ósannindum og ef það væri ærlegur þráður í honum þá myndi hann að biðjast lausnar og láta kjósa núna strax.

Þóra Guðmundsdóttir, 1.11.2008 kl. 21:27

12 identicon

Davíð Oddsson er búinn að eyðileggja orðspor Íslendinga erlendis.
Á meðan hann og klíka hans hefur yfirráð yfir fjármálum Íslands fær landið enga fyrirgreiðslu.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.
(Ruv er því miður búið að taka þetta viðtal af vefnum)

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Hlustið á þessi viðtöl úr Sænska útvarpinu

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar.
Maður heyrir á Fredrik Reinfeldt að honum líst ekkert á að lána þessum vitleysingum pening.
Hann vill vera viss um að þessi hjálp komi almenningi á Íslandi til góða.
Hlusta;
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422352
Fortsatt väntan på stöd för Island
Det krisdrabbade Island får vänta ett tag på ekonomiskt stöd av sina nordiska grannländer.
De nordiska statsministrarna beslöt på ett möte i Helsingfors på måndagen att låta en arbetsgrupp utreda
hur Island bäst tar sig ur krisen innan man skickar pengar.

Geir Haarde í hlutverki Gosa
Orsök hrunsins er ekki á Íslandi segir Geir!
Hvað er nefið á Geira Gosa orðið langt?
Alluri heimurinn veit að hann lýgur.
Hlusta:
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422082

Island förhandlar om nordiskt stöd
http://www.sr.se/cgi-bin/ekot/artikel.asp?Artikel=2404040

Fortsatt väntan på stöd för Island
http://www.sr.se/ekot/artikel.asp?artikel=2404349

Lánið sem Íslendingar verða núna að taka vegna vanhæfni Davíðs Oddssonar er 6 milljarðar $ 
6 x 244 = 1464 milljarðar ISK!

Niðurstaða af þessu er ótvíræð!

Það verður að efna til kosninga sem fyrst og koma hinni spilltu valdaklíku Geirs og Davíðs frá.
Þá er fyrst hægt að hefja endurreisn lýðveldisins.

 

RagnarA (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband