Það á að kjósa til Alþingis í apríl 2009.

Nánast daglega frá bankahruninu koma í dagsljósið fram nýjar upplýsingar,sem vekja upp efasemdir og tortryggni. Ekkert virðist samt bóla á heildarrannsókn. Allir bankarnir og stofnanir þeim tengdar eru með sömu yfirmennina. Upplýsingar sem stjórnvöld gefa eru að mjög skornum skammti.

Það er því ekkert skrítið að reiðin ín þjóðfélaginu magnist. Mótmælendujm á laugardögum fer fjölgandi. Stjórnvöld geta ekki blásið á þetta. Verði ekkert að gert munu þessi mótmæli stigmagnast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Það er ekkert skrítið að almenningur sé að springa. Margir eru að missa vinnuna,einstaklingar sjá lánin hækka og hækka. Vöruverð er að hækka gífurlega. Fyrirtækin sjá fram á að þurfa að gefast upp. Fleiri og fleiri eru að gera sér grein fyrir að það er búið að koma allri þjóðina í gífurleg vandamál og hætta á að lífskjörin verði færð marga áratugi aftur í tímann. Á meðan virðast auðmenn og topparnir geta haldið sínu striki sbr. að einn þeirra ætlar sér að ná tangarhaldi á öllum fjölmiðlum landsins. Hann var ekki í vandræðum með að útvega peninga í það.

Ég hef ekki heyrt að West Ham væri til sölu,þrátt fyrir allt sem eigendurnir skilja eftir sig hér á landi.

Auðvitað svíður almenningi að þurfa áð missa allt sitt og unga fólkið þarf í mörg ár að borga skuldirnar. Og staðan er jafnvel svo slæm að fáir verða til að lána okkur hvað þá að við höfum sem þjóð traust erlendis.

Eigi ekki að sjóða algjörlega uppúr hjá þjóðinni þarf Geir forsætisráðherra að tilkynna það strax að kosið verði í apríl á næsta ári.

Þjóðin verður að fá að kveða upp sinn dóm. Stjórnmálaflokkarnir fá þá tíma til að raða á framboðslista og segja þjóðinni hvað þeir vilja. Það skapast þá líka tími til að ný öfl geti boðið fram, lítist mönnum ekki á að gamla flokkakerfið leysi vandann.

Ríkisstjórnarflokkunum gefst þá líka tækifæri til að sýna það í verki að fram fari alls herjar rannsókn og menn þurfi að sæta ábyrgð.

Hvaða vit er í því að nánast allir stjórnendur bankanna sitja áfram, sama bankaráð og sömu bankastjórar í Seðlabankanum, sömu aðilar hjá Fjármálaeftirlitinu og svo mætti áfram telja.

Margir hagfræðingar hafa síðustu daga komið með athyglisverðar hugmyndir um lausn mála. Hvers vegna er ekkert hlustað á þá. Allavega er lámarks krafa að stjórnmálamennirnir segi okkur hvers vegna ekki er hægt að nota hujgmyndirnar.

En mín niðurstaða er sem sagt. Fyrsta skrefið er að ákveða að þjóðin fái að velja að nýju til Alþingis í apríl á næsta ári.

 

l


mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Brýnt er að Ríkisstjórnin lýsi yfir vilja til að almenningur fá umboð til að velja Ráðamenn til að stjórna okkar Nýja Íslandi. Ég ætlast ekki til af þeim, að upplýsa mig um hvað þeir eru að gera, því þeir ætla ekki að gera neitt.

Við stefnu óðfluga í spor Þýskalands eftir fyrri heimstyrjöldina þar sem allir voru upp á móti hvor öðrum og bentu á hvorn annan til að kenna hvor öðrum um hvernig komið var, "það endaði það með skelfingu."

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 9.11.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

það er reynsla af því að vera með kosningar á tveggja ára fresti eða oftar, hvenær sem mönnum dettur í hug ,Ítalía. Það er líka reynsla af því að kjósa stjórnvöld eingöngu á fjögurra ára fresti, Bandaríkin, Noregur.Ég held að fáum detti í hug að fyrirkomulagið á Ítalíu sé það besta.Ef það verða kosningar eftir sex mánuði eða fyrr þá eru yfirgnævandi líkur á því að sama liðið verði á þingi að stærstum hluta og situr á þingi nú.Í það minnsta verða sömu formenn stjórnmálaflokka og er nú.Trúlega væri það skársta í stöðunni að reka bæði þingmenn, ráðherra og seðlabankastjórn ásamt fjármálaeftirliti heim, og skipa þjóðstjórn atvinnulífsins, þar sem Þór Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson gætu skipst á að vera forsætisráðherrar. 

Sigurgeir Jónsson, 9.11.2008 kl. 21:54

3 identicon

Sæll Sigurður það er alveg merkilegt með ykkur pólutíkusana að þið skulið ekki sjá að þessar flokksklíkur eiga engan rétt á sér hér á landi. Það á að endurskipuleggja allt stjórnkerfið og byrja á nýjum grunni.  Það er til fullt af hæfu fólki í þjóðfélaginu bæði innan flokkana en ekki síður sem ekki eru að pota sér í flokksklíkurnar.  Það á að senda allt stjórnarliðið heim og alþingismenn líka og kjósa svo eftir fólki ekki flokkum.   Eins og þetta hefur verið í reynd er  það ekkert lýðræði.   Það þarf að vanda hvernig staðið verður að endurbyggingunni og væri grátlegt að treysta flokkunum til þess eftir það sem á undan er gengið. Kveðja í sveitina.

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband