Hvað með Viðskiptaráðherra og Fjármálaeftirlitið ?

Það er merkilegt að hlusta á að viðtal er tekið við Árna fjármálaráðherra um Icesave reikningana og hvers vegna þetta hafi nú ekki verið stoppað. Merkilegt,vegna þess að málin heyra ekki undir hans ráðuneyti. Hvers vegna var ekki talað við Viðskiptaráðherra? Hvers vegna var forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins ekki spurður.

Nú hlýtur það að vera mjög alvarlegur hlutur ef Fjármálaráðuneytið lætur ekki sinn yfirmann Björgvin viðskiptaráðherra vita um það hættuástand, sem upp var komið varðandi Icesave reikningana. Miðað við þessar upplýsingar er hreint ótrúlegt að Björgvin viðskiptaráðherra skuli láta stjórn og yfirmenn Fjármálaeftirlitsins sitja áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Mundi slíkt nokkurs staðar gerast nema á Íslandi. Það er skrítið að Björgvin skuli ætla að sitja uppi með ábyrgðina á þessu klúðri,en það hlýtur hann að gera ef allir þeir sömu sitja áfram í Fjármálaeftirlitinu.

 


mbl.is Ráðherrarnir koma af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður skyldi jú ætla að sérfræðingar Fjármálaeftirlitsins hefðu getað reiknað út hvert stefndi. En mér finnst skrýtið hve sjálstætt sú stofnun virðist hafa starfað, hafði ekki einu sinni samband við ráðherrann sem hún heyrir undir. Hverjum getur ráðherrann treyst ef ekki þeim? Bölvað klúður sem má ekki endurtaka sig og ég vona að þarna verði hreinsað til og samskiptaleiðir gerðar greiðari og skilvirkari framvegis.

Nína S (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:02

2 identicon

Auðvitað vildi Bretinn ekki taka við bankanum. Eigendur bankans voru búnir  tæma reikningana áður. En hvað með þetta fjármálaeftirlit burt með þetta spillta lið

Guðrún (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:11

4 identicon

Þeir sem sátu í ríkisstjórnum með Davíð frá 1991 máttu vita hvað þeir ætluðu að gera, nákvæmlega það sem við stöndum frammi fyrir núna.  Þeim láðist að segja frá því og þeir sem vöruðu við voru kaffærðir.

Það var aldrei ætlast til þessað ráðuneyti og fjármálaeftirlit skiptu sér af því hvernig bankarnir sýsluðu með sparifé almennings.  Það átti allt að vera svo frjálst og lukkulegt eða eins og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar og meðlimur í bankaráði Seðlabankans, Hannes H. Gissurar, sagði:  "Sjálfstæðismenn vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin." og "braskarar eru nauðsynlegir til að snúa hjólum efnahgslífsins".

Virkjun græðginnar var mál númer eitt, tvö og þrjú hjá þeim félögum, Hannesi og þessum krullaða, að ekkert mátti trufla þá vegferð.  

Þeirra verður minnst um aldur og æfi fyrir að hafa búið vel í haginn fyrir kreppuna.  

101 (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:36

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: haraldurhar

Allur málaflutingur Björgvins, hefur mynnt mig á vindhana á húsmænir, bara vísar úr hvaða átt hann blæs hverju sinni. Ekki þótti mér merkilegt hversu Árni vissi seint af vandamálum vegna Icesave, heldur þykir mér merkilegra að ráðuneytistjórinn hann vissa alls ekki neitt fyrr en bankinn fór á hausinn. Því alveg saklaus að hafa nýtt sér innanbúðar-upplýsingar er hann seldi eignarhlut sinn í Landsbankanum.

haraldurhar, 10.11.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband