20.11.2008 | 22:33
Er Samfylkingin á leiðinni að slíta stjórnarsamstarfinu.
Ekki er nú hægt að segja annað en yfirlýsingar Samfylkingarráðherranna Björgvins og þórunnar um kosningar í vor veki verulega athygli. Það hlýtur að teljast til verulegra tíðinda að tveir ráðherrar í ríkisstjórninni lýsi yfir að kjósa eigi næsta vor. Vart verður því trúað að þeir gefi þessar yfirlýsingar án þess að hafa rætt málin við formann sinn.
Það hefur svo sem ekkert farið fram hjá þjóðinni að Samfylkingin hefur oft á tíðum hagað sér mjög einkennilega í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Bæði verið í stjórn og stjórnarandstöðu.
Nú virðist það sem sagt liggja á borðinu að Samfylkingin ætlar sér úr stjórninni í vetur og vill að kosið verði í vor.
Eðlilegra hefði nú verið að formaður Samfylkingarinnar hefði tilkynnt Geir H.Haarde þessi sjónarmið,heldur en formaður Sjálfstæðisflokksins þurfi að heyra tíðindin í sjónvarpsfréttum.
Frægt var fyrir nokkrum árum þegar ríkisstjórnarsamstarfi var slitið í beinni útsendingu. Þetta er svona næsti bær við.
Ráðherrar vilja kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér sýnist að þessir tveir ráðherrar séu algerlega vanhæfir sem slíkir . Að vilja hlaupa frá aðkallandi vandamálum og hafa ekki kjark til þess að takast á við þau sýnir mikil veikleikamerki. Halda því svo fram að það sé vilji þjóðarinnar að vilja kosningar sem fyrst, þvílík firra. Ekki held eg að ástandið myndi lagast ef farið yrði út í kosningabaráttu á miðjum vetri. Ég held að þessir samfylkingarráðherrar ættu að einbeita sér að vandamálum sem liggja fyrir eða segja af sér ella svo nýir menn gætu leyst þá af.
Gísli Már Marinósson, 20.11.2008 kl. 22:52
Samfylkingin græðir á þessari stöðu.. Þeir geta þakkað sér ef eitthvað er vel gert og jafnframt slegið sér upp á öllu því sem fer aflaga. Þeir spila klókt úr þessu en Sjálfstæðisflokkurinn er í sjálfheldu og getur ekki annað en tapað. Hvað myndi gerast ef sjálfstæðismenn tækju líka þátt í mótmælunum gegn ríkisstjórninni á Austurvelli ásamt Samfylkingunni?
Sigurður Þórðarson, 20.11.2008 kl. 23:00
Það væri donaskapur við mig og fleiri að kjosa ekki fljotlega.
Hörður (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:06
Já ég hef sagt að þegar búið er að ná tökum á efnahagsmálunum væri rétt að boða til kosninga og skapa þannig möguleika á að þjóðin fái að segja sitt. Flokkarnir leggi málin fyrir þjóðina og jafnframt gefist tækifæri til að endyrnýja framboðslistana.
En það er alls ekki það sama að ég segi mína skoðun og að ráðherrar sem sitja í ríkisstjórninni gefi yfirlýsinngar um að kjósa eigi í vor. Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar geta ekki leyft sér það nema þá flokkurinn þeirra hafi tekið þessa ákvörðun.Hafi sú ákvörðun verið tekin er ómerkilegt að tilkynna hana fyrst í sjónvarpi án þess að láta samstarfsflokkinn vita.
Sigurður Jónsson, 20.11.2008 kl. 23:52
Sjálfstæðisflokkurinn er ósamstarfshæfur
Flestir hljóta að átta sig á því að meðan Geir harrrderar með seðlabankann þá missir hann trúnað almennings sem og þingmanna Samfylkingarinnar.
Seðlabankinn og þó sérstaklega DO er rúinn öllu trausti innanlands sem utanlands og Samfylkingin krefst eðlilega breytinga þar.
Meðan Geir hundsar þá kröfu þarf Samfylkingin að birsta sig meir og meir þangað til staðan verður óásættanleg og stjórnarslit verða.
DO er4 veikur og á ekki að stýra Seðlabankanum á þessari ögurstund. Sjálfstæðisflokkurinn verður að viðurkenna þá staðreynd. Annars er hann ekki samstarfshæfur
Kjósandi, 21.11.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.