24.11.2008 | 16:03
Kemur engum þetta við?
Það hafa örugglega margir lesið grein Agnesar í Sunnudagsblaði Moggans um það hvernig farið hefur verið með fjármagn bankans. Ekki fannst mér nú svar Jóns Ásgeirs í Fréttablaðinu (Sunnudagsblaði) mjög trúverðugt. Merkilegt að Jón Ásgeir skuli hafa geta svarað strax í Subbudagsblaði Fréttablaðsins. Á síðustu stundu hefur grein verið kippt út samkvæmt skipun eiganda. Ekki fannst blaðinu nú samt ástæða til að fjalla um málið í neinni frétt í Subnnudagsblaðinu.
Þetta sýnir ansi vel hversu gott það getur nú verið að eiga fjölmiðil og geta haft bein áhrif á hvað birtist.Hversu oft hefur ekki Jón Ásgeir sagt að hann hafi engin áhrif á efni blaðsins. Hefðu allir fengið þessa þjónustu hjá Fréttablaðinu? Ég er viss um að svo er ekki.
Í skrifum nýs bankastjóra virðist aðallega harmað að bankaleynd hafi verið rofin. Ekki er hægt að sjá á skrifum Glitnisfólks að Agnes hafi verið að fara með rangt mál.
Finnst fólki virkilega í lagi að algjör bankaleynd sé í ljósi þess ástands sem nú ríkir. Eigi það að vera stefnan er ekki líklegt að margt muni upplýsast.Það má ekki gleyma því að tugþúsindir eru að vera fyrir verulegu tjóni vegna útlána og óráðssíu í starfsemi gömlu bankanna. Það er krafa alls almennings að þessi mál verði öll brotin til mergjar og hið sanna komi í ljós. Það má segja að daglega sé eitthvað að koma í ljós sem vekur furðu almennings hvernig hægt hefur verið að misnota fjármuni almennings,sem treystu bönkunum fullkomlega fyrir sínum peningum.
Birna nýr bankastjóri Glitnis segir. " Bankastarfsemi grundvallast á trausti." Það var einmitt það sem allur almenningur hélt.Nú lítur þessi setnig út sem kaldhæðinn brandari. Það hefur nú ekki verið staðreyndin eins og grein Agnesar sýnir framá og mörg dæmi sem komið hafa í ljós á síðustu vikum.Allavega var almenningur að vaða reyk hvað varðar traust bankans.Traust bankans virðist bara hafa átt við ákveðinn hóp,sem gat skammtað sér fjármagn. Auðvitað hlýtur maður að spyrja hvers vegna í óskupunum er rannsókn þessara mála ekki hafin að fullu.
Fréttirnar í dag um einkaklúbb hjá Kaupþingi,sem hafði það hlutverka að lána svokölluðum auðmönnum fjármagn til þotukaupa og snekkjukaupa vekja furðu. Enn eitt dæmið um hvernig fjármagn almennings var misnotað.
Annar lánaflokkur var svo notaður til m.a. að knattspyrnufélag gæti keypt leikmenn á Bretlandi.
Mál standa nú hreinlega þannig að það er ekki hægt að tala um bankaleynd lengur. Þjóðin á hreinlega heimtingu á því að fá að vita hvernig fjármagn sem almenningur treysti bönkunum fyrir var misnotað.
Þetta voru ekki fjármunir hinna svokölluðu auðmanna sem var verið að spila með. Vegna spilamennskunnar situr íslenska þjóðin uppi með hundruðir milljarða í skuld sem hún verður að bera ábyrgð á.
Einmitt af þeirri einföldu ástæðu eigum við öll heimtingu á að vita allan sannleikann.Það var gott hjá Agnesi að gefa lesendum Morgunblaðsins aðeins innsýn í hvernig menn léku sér að okkur.
Glitnir semur nýjar lánareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki STÓRT SPURNINGARMERKI við þessa bankamenn um það hvort þeir eigi að fá leifi til að koma nálægt bankastarfssemi um ókomna tíð ?
Ef þeir fá að halda áfram þá verða næstu skref órekjanleg því ekki koma þeir til með að láta koma að sér með allt á hælunum í annað sinn ?
Þeir sitja á fúlgum fjár sjálfir en skilja eftir brotin heimili, einstaklinga og sjóði,
hljóta að vera mjög ánægðir með sig er þeir horfa til baka á áunninn verk
Jón Snæbjörnsson, 24.11.2008 kl. 16:29
Á hverjum degi sem rannsókn er frestað, aukast líkur á því að menn segji sem svo: "Þeira hafa hafa haft nægan tíma til að fela sporin." Fleirri og fleirri verða saklausir dæmdir af dómstóli götunnar um aldur og ævi. Áherslur eru kolrangar. Það er í allra þágu nema þeirra seku ef finnast að fresta þessu ekki lengur. Saklaust fólk upplifir svo mikið óréttlæti þegar alltaf er verið að þylja upp aðgerðapakkanna. Hversvegna ég sem dældi vöxtum í glannanna? Hversvegna er mér refsað með lífskjaraskerðingu og eignaupptöku? Gæti það hugsað. Leynd á ekki við allir verða að sættast á að allt verði opnað upp á gátt. Saklausum á ekki að refsa.
Júlíus Björnsson, 24.11.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.