"Éttann sjálfur" skammarleg framkoma Steingríms formanns VG.

Í dag fór fram vantrauststillga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina. það má kannski segja að hafi verið skiljanlegt að stjórnarandstaðan kæmi með þessa tillögu eftir yfirlýsingar tveggja ráðherra Samfylkingarinnar um kosningar.

En auðvitað vissi stjórnarandstaðan að þetta væri sjónarspil og tímasóun. Það væru engar líkur á aðtllagan yrði samþykkt.

Reyndar var ég alveg hreint gáttaður á framkomu Steingríms J.leiðtoga stjórnarandstöðunnar í þessari umræðu.Á meðan Björn Bjarnason var að flytja ræðu kallaði Steingrímur J. " Éttann jálfur" Ekki nóg með það,heldur gekk hann að Geir H.Haarde,forsætisráðherra, og hefur eflaust ekki sagt neitt fallegt og potaði þrisvar sinnum í Geir.

Ég hélt satt best að segja að svona framkoma væri ekki til á Alþingi. Það hlýtur að eiga að vera kappsmál allra þingmanna að Alþingi njóti virðingar og ekki veitir af á þessum tíma.

Það er ekkert óeðlilegt við það að menn deili á Alþingi,en framkoma sem Steingrtímur J. sýndi á Alþingi í dag má ekki sjást.Ekki hef ég trú að þjóðin væri betur sett með formann VG sem forystumann þjóðarinnar.


mbl.is Enginn samhljómur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Steingrímur hlustaði á ræðu Björns, en BB. hlustaði ekki á Steingrím. Það voru 34 auðir stólar og BB. mætti ekki fyrir en 15.30 Ég var þarna á milli kl 14 og 16 og fannst mér ykkar fólk leiðinlegir ræðumenn. Það var innihaldslitlar og dauflegar.
Þú hefur haft gott af því að mæta á þingpallanna og sjá allt í réttu samhengi.

r

Heidi Strand, 24.11.2008 kl. 19:36

2 identicon

Já, og þar sem Steingrímur hlustaði á Björn þá er allt ílagi að grípa fram í og vera með dónaskap. Ég held að sumir ættu kannski að lesa að eins betur til að fá samhengi í skrifin. Þessi skrif eru um dónaskap á alþingi en ekki innihald raæða!

Sigurður (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 20:38

3 identicon

Ja Sigurður það er margt skammarlegt gerst siðustu vikurnar.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það er auðvitað spurning Sigurður hver hafi verið með dónaskap.

Björn Bjarnason setti fram ósvífna lygi eins og honum, og sjálfstæðismönnum af hans kynslóð, er einum lagið.

Steingrímur reiddist þessu eins og gefur að skilja og þá fór herforinginn að væla og klagaði í forseta þingsins!!!

Já, það má ekkert segja og gera við ykkur hægri menn, þá er það argasti dónaskapur. Á meðan leyfið þið ykkur ósvífnar lygar og haldið að þið komist upp með þær. 

Sem betur fer er þjóðin á öðru máli en á það þorir flokkurinn ekki að láta reyna á.

Torfi Kristján Stefánsson, 24.11.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Torfi:

Trúðu mér, hægri menn eru enn rúmur helmingur þessarar þjóðar! Dónaskapur Steingríms í dag var honum til hnjóðs og í reynd ekki samboðinn. Ég hef lengi verið aðdáandi Steingríms, en fannst hann ganga of langt í dag. Ég hef það á tilfinningunni að hann átti sig á því, að líklega komist hann ekki aftur í ríkisstjórn úr þessu og að þessi ríkisstjórn verði áfram til valda.

Líklega verða ESB aðildarviðræður á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok janúar og þá fara báðir flokkarnir í þær viðræður með vorinu. Kosningar verða seint í haust og þá verður jafnframt kosið um aðild að sambandinu. Verði af aðild hangir stjórnin saman fjögur ár til viðbótar og þá er Katrín tekin við og Steingrímur farinn á þessu fínu eftirlaun, sem hann hefur mótmælt í nokkur ár.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.11.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband