Verðbólguskot til 40 ára.

Ég er mikið sammála Benedikt um verðtrygginguna. Verðtryggingin er ekkert lögmál heldur mannanna verk. Það hlýtur að vera krafa alls almennings að hún verði fryst í nokkra mánuði á meðan við erum að ná einhverri fótfestu.

það er ekki hægt að una því að stjórnmálamennirnir segi ósköp rólega, það verður verðbólguskot á næstunni. Verðbólgan fer kannski í 20-30% en svo kemur hún til með að lækka hratt. En hvaða áhrif hefur svona verðbólguskot. Öll verðtryggð lán hækka hressilega og höfuðstóllinn lækkar ekki afturb ,þótt verðbólgan lækki.Greiðslubyrði lána mun aukast.

Ef þetta á að ganga svona áfram til viðbótar áframhaldandi falli krónunnar sjá allir sem vilja sjá að allur almenningur mun lenda í verulegum hremmingum. Sama hlýtur einnig að gerast með fyrirtækin.

Stjórnvöld verða að grípa til róttækra aðgerða ef ekki á að verða fólksflótti frá landinu,fjölda atvinnuleysi o.s.frv.

Hann var athyglisverður leiðarinn sem Björn Ingi Hrafnsson skrifaði í Sunnudagsblað Fréttablaðsins um nauðsyn þess að grípa til mikilla aðgerða hreinlega til að bjarga heimilunum.Hvet fólk til að lesa leiðarann.Vandinn framundan er svo mikill að það duga engar smáskammta lækningar og plástrar. Það þarf mikið meira að koma til.

 


mbl.is Verðtryggingin verði fryst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

segi það sama og Sigurbjörg ? spyr líka því er td verðtrygging felld úr gildi á bifreiðagjöldum ?  eiga ekki flest heimii bíla ?  var það ekki Jón Baldvin sem kom þessu á og átti einungis að vera í nokkra mánuði ?

einhverstaðar má birja á þessu

Jón Snæbjörnsson, 25.11.2008 kl. 08:24

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Satt er það að verðtryggingin er ekki lögmál. Hún er aðferðafræði verðbólgussamfélags til að tryggja lánveitendur gegn verðbólgu og lækka með þeim hætti raunvexti til lántakenda.

Þetta markmið verðtryggingar hefur gegnið mjög vel eftir undanfarna tvo áratugi. Þeir sem hafa nýtt sér verðtryggð fasteignaveðlán hafa notið lægstu raunvaxta á markaðnum og þeir gera það enn.

Aðrar þjóðir bjóða lántakendum óverðtryggða vexti og oftast breytilega. Slíkir lánveitendur reikna sér hærri vexti til að tryggja sig fyrir verðbólgunni. Slík lána hafa lengi staðið húsnæðiskaupendum á Íslandi til boða og gera það enn. Flest gætum við því farið í bankann skuldbreytt yfir í óverðtryggð lán og losað okkur þannig undan hinn íllræmdu "vítisvél andskotans" eins og Benedikt kallaði verðtrygginguna í gær - eins smekklegt eða gáfulegt og það nú er.

Óvertryggðir vextir eru uþb 20% í dag !

Þeir sem tala fyrir frystingu eða afnámi verðtryggingu á núverandi lánum eru efnahagslegir skottulæknar. Þeir sjálfir myndu aldrei láta sér detta í hug að leggja slíkt til eða framkvæma, ef þeir þyrftu að bera á slíku ábyrgð.

Ég myndi amk þiggja lán hjá þeim sem þannig væri til í að lána - ekki spurning !

Ég bendi þeim sem vilja fræðast um viðhorf mitt til slíkra efnahagslegra skottulækna á blog mitt á hrannar.is

Kveðja,

Hrannar

p.s. það er líka rangt að höfuðstóll verðtryggðra lána geti ekki lækkað. Allar efnahagsspár reikna reindar með að sú verði raunin þegar fer að líða á árið 2008.

Hrannar Björn Arnarsson, 25.11.2008 kl. 11:08

3 identicon

Sammála þér.

Er verðtryggingin eitthvert lögmál, er það stefna ráðamanna að gera heimilin gjaldþrota því það stefnir ekki í neitt annað með sama áframhaldi. Af hverju þurfa Íslensk heimili að borga helmingi meira fyrir sitt lánsfé en aðrir evrópubúar. Það er vittlaust gefið  og ráðamenn verja það með kjafti og klóm. Ef fjármálakerfið getur ekki boðið okkur sömu kjör á lánsfé og aðrar þjóðir eiga þeir sömu menn að eftirláta öðrum reksturinn og koma sér í burtu svo að við missum ekki megin þorra skuldenda úr landi í leit að lífvænlegu umhverfi, sem ekki er að finna hér.

Gísli Erlingsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:14

4 identicon

Sæll.

Ég vil benda Hrannari Byrni á að íbúðakaupendum í Danmörku eru boðin lá með 6% vöxtum, óverðtryggð að sjálfsögðu. Af hverju í ósköðunum þurfa þeir að vera 20% hér.

Gísli Erlingsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband