26.11.2008 | 15:21
Spilin á borðið. Burt með bankaleynd.
Það sem Atli Gíslason,þingmaður,er að segja er það sama og maður hefur heyrt um aðra banka. Þeir hafi selt örugg bréf úr peningasjóðunum og keypt í sínum eigin fyrirtækjum,sem urðu svo ansi verðlítil þegar upp er staðið. Fólk og fyrirtæki hafa verið að tapa 15-30% á þessum reikningum,sem sagðir voru öruggir.
Það verður að fara ofaní þessi mál og leggja spilin á borðið. Það getur ekki gengið að hægt sé að skjóta sér á bak við bankaleynd varðandi þessi mál. Nóg er nú samt,þótt þessari blautu tusku verði ekki slengt framan í fólk. Það er þúsundir almennra borgara sem eru að tapa góðum hluta af sparifé sínu vegna meintrar fjárglæfrastarfsemi eigenda bankanna. Það má ekki gerast að ekkert verði gert vegna þess að bankaleynd ríki.
Nú höfum við öll sem búum í landinu eignast bankana þannig að Það hlýtur að vera krafa okkar allra að öll spilin verði lögð á borðið.Hinir svokölluðu auðmenn og fyrrum eigendur bankanna halda því stöðugt fram að þeir hafi ekkert gert af sér og nægar eignir séu til fyrir þeirra skuldum. Það hlýtur því að vera hægt að gera þá kröfu að þeir sem áttu í peningamarkaðsbréfum fái sínar innistæður að fullu.
Ef það er rétt sem Atli Gíslason og fleiri hafa haldið fram um misnotkun fyrrum eigenda bankanna á peningamarkaðssjóðunum geta þeir sem áttu í sjóðunum ekki unað því að þeir fái að komast upp með það vegna bankaleyndar.
Spilin á borðið fyrir almenning.
Notuðu peningamarkaðssjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú kanski byrjar á því að birta upplýsingar af þínum bankareikningum á blogginu þín með öllum færslum síðustu ára.
Jón Bergsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:36
Jón Bergsson er hér vafalaust sem fulltrúi skítapakksins og ræningjanna. Kemur ekki undir nafni því hver sem er getur verið Jón Bergsson og býður þessutan uppá kjaftæði sem þetta. Þessi svokallaða bankaleynd er augljóslega skálkaskjól fyrir óþjóðalýð og krimma og ber að afnema hana hið fyrsta.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:43
Það er vel hægt að skilja hvers vegna bankaleynd hefur verið viðhöfð, en nú eru ekkert venjulegir tímar. Dæmin eru að hlaðast upp hvernig ákveðinn hópur hefur hagað sér og almenningur næstu nokkuð mörg árin situr uppi með að þurfa að borga brúsann. Hinn venjulegi Jón á engan þátt í spilamennskunni hjá fyrrum eigenda bankanna,þótt hann þurfi svo að borga.
Einmitt af þeirri ástæðu þurfa spilin að vera lögð á borðið. Þeir segjast algjörlega saklausir. Nú þá kemur það í ljós.
Og það er hreint með ólíkindum hvað það gengur seint að heja rannsókn á öllu heyla klabbinu.
Sigurður Jónsson, 26.11.2008 kl. 15:57
Ætli bankaleyndin eigi ekki fyrst og fremst að gilda um einstaklinga? Hlutafélög sem ganga kaupum og sölum á markaði þurfa að láta uppi ýmislegt um reksturinn eins og ársreikningar og árshlutauppgjör bera vitni um. Því getur ekki verið mikið mál að segja hve mikið fé fyrirtækið á og/eða getur ráðstafað. Hins vegar á það við núna, líkt og þegar stjórnmálamenn voru með puttana í bankamálum, að stjórnendur bankanna vilja ekki láta sjá allt sem þeir eru að gera.
Það er rangt að segja að upplýsingagjöf um bankaviðskipti hlutafélags með einhverjum hundruðum hluthafa sé hnýsni um einkamál.
Flosi Kristjánsson, 26.11.2008 kl. 16:09
Í hvernig þjóðfélagi viljum við búa þar sem allir vita allt um alla og brotið er á friðhelgi einkalífsins? Við getum bara ekkert horfið frá því að vera réttarríki af því að það eru ekki venjulegir tímar. Sammála þessu með hvað lengi tekur að hefja þessa rannsókn, en það þarf að finna óhlutdræga menn til starfsins.
Og Eggert, finnst þín skrif dæma sig sjálf.
Jón Bergsson Laganemi við Háskólan í Reykjavík
Jón Bergsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:14
Nafn og staða. Það er ekkert annað. Gott hjá þér því þá veit maður við hvern er að eiga og er það vel.
Jón Bergsson. Nú ertu kannski að skólast í því við lagadeildina að bjóða okkur uppá helbert endemis kjaftæði eins og virðist einkenna þessa svokölluð stétt sem lögmenn kallast.
Svokallað friðhelgi einkalífsins hefur ekkert með þessa bankaleynd að gera sem þú ættir að geta sagt þér sjálfur er sérstaklega hönnuð til þess að stóru hákarlarnir geti farið sínu fram án þess að nokkur viti. Hver heldurðu að hafi hug að því að fylgjast með færslum hjá venjulegu fólki. Þessutan eiga upplýsingar ekki að liggja á laus og enginn að fara fram á það að svo sé nema virkileg ástæða sé til að ætla að lög og reglur hafi verið brotnar og glæpsamlegt athæfi átt sér stað. Undir svoleiðis kringumstæðum ætti að vera auðvelt að aflétta bankaleynd þannig að opinberir rannsóknaraðilar hafi aðgang að nauðsynlegum gögnum.
Svo einfalt er það Jón Bergsson laganemi.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:51
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/artikkel?NoCache=1&Dato=20081126&Kategori=SKODANIR03&Lopenr=836822408&Ref=AR
Hér er grein eftir Brynja Níelsson sem allir hafa gott af að lesa. Þetta er hin hliðin á peningnum og gott mótvægi við dómstól götunnar sem kominn er í ansi marga kolla núna. Þó okkur líki ekki eitthvað, þá er ekki þar með sagt að það sé ólöglegt.
Var ekki einn helsti veikleiki peningamarkaðarins að lagakerfið var svo galopið. Ef aðgerð, þó hún sé vafasöm, brýtur ekki í bága við þau lög sem giltu, þá er hún ekki ólögleg. Það segir ekkert um að hún sé ekki siðlaus og okkur finnist spillingarlykt af þessu.
Lögin um peningamarkaðinn verður að endurskoða og gera það sem fyrst, þó ekki megi rasa um ráð fram. Við búum í lýðræðisríki og verðum að haga okkur samkvæmt því
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.11.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.