13.12.2008 | 23:13
Skipta mælingar Hafró engu? Nú er tækifæri að auka kvótann.
Merkilegt er að þegar mælingar Hafró sýna aukninga á þorsstofnium um 70% frá sama tíma í fyrra skuli ekki verið aukið við fiskveiðikvótann. Miðað við það ástand sem nú ríkir í þjóðfélaginu hefði verið fullkomlega eðlilegt að gefa nú strax út tilkynningu um auknar veiðiheimildir. Það er að koma í ljós núna það sem sjómenn hafa haldið fram. Það er mun meira af þorski í sjónum heldur en fiskifræðingar Hafró hafa hldið fram. Sjómenn hafa haldið því mjg stíft fram að okkur væri óhætt að veiða mun meira af þorski án þess að setja stofninn í hættu. Það er að koma í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér. Nú Þarf Einar K.að taka ákvörðun um aukna heimild og auka þar með verulega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Ekki veitir af. Það er skynsamlegt að hlusta líka á sjómenn ekki eingöngu fræðingana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef kótinn er aukinn þá er hættan sú að einhverjir rjúki til og veðsetjji hann.
Sigurður Þórðarson, 14.12.2008 kl. 00:04
Nú er lag fræðilega séð loksins að leyfðar verði krókaveiðar smábáta strax með dagatakmörkunum hver á sínu byggðasvæði allt að 6 sjómílur út og svæðin lokuð öllum öðrum veiðarfærum. Þessi heimild verði aðeins veitt þeim aðilum sem skráðir eru og landa aflanum til vinnslu á viðkomandi svæðum.
Þessi regla myndi koma af stað nýliðun í greinini, efla atvinnu vítt og breitt í sjávarþorpum landsins og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins myndu stóraukast ekki hvað síst vegna skilyrðanna að allur afli yrði fulluninn í heimabyggð eins og kostur er. Þessi regla myndi líka styrkja ferðaþjónustuna því ferðamenn vilja sjá menningu og sögu lands og þjóðar þegar þeir eru að ferðast um landið. Erlendir gestir okkar vilja ekki skoða draugabæi með fólk sem hefur vonleysisbauga undir augum.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:31
Tek undir kröfuna um stórauknar veiðiheimildir. Hafró er jafnvel sjálf farin að sýna fram á eigin fyrri ótrúverðugleika – og raunar ekki í fyrsta sinn.
Ég minni á rétt sjávarjarða til fiskveiða, með þeim veiðarfærum sem þeim sjávarbændum eða landeigendum hefur þókknazt að nota til veiða hingað til. Afnemum allar veiðitakmarkanir þeirra; það dettur engum heilvita manni í hug, að þeir geti drepið niður þorskstofninn. (En nú verður það að fara að sýna sig, hversu margir eru heilvita á þessu sviði.)
Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 01:50
Ef Íslendingar losa sig ekki við þrælsóttann verður ekki Nýtt Ísland til.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:03
þjóðnýta kvóta honum var klúðrað í upphafi með leka logfræðingar keyptu trillur í storum stíl fyrir upphaf kvóta ,þannig að sá gjörningur er ónýtur og góð ástæða til að þjóðnýta hann ,
enda hafa KVÓTAGREIFAR SÝNT SITT RÉTTA ANDLIT NÓG ,
bpm (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 11:31
LÍÚ hefur aldrei viljað aukinn kvóta. Þá lækkar kvótaverð og um leið eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja. - LíÚ ræður ákvörðunum Hafró, þannig hefur það alltaf verið.
Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 12:42
Sammála þessu og gott til þess að vita að Hafró skuli vera farið að berja hausnum ögn vægar við steininn. Svo er tillaga hans Jóns Vals svo sjálfsögð að hana ætti að framkvæma þegar í stað og án allrar frekari umræðu.
Að bera það fram sem vísindaleg rök og líffræðileg að sjávarbændur með handfæri og/eða línustubb ógni viðkomu þorskstofnsins eða einhverra annara tegunda er auðvitað fáreinleiki alls þess skelfilega fáránleika sem einkennir alla stjórnun fiskveiða okkar.
Árni Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 14:12
Góð lokaályktun hjá þér í þessu, Árni. – Þarna eiga ýmsir samleið, menn margra flokka. Ráðamenn aðgæti það!
Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.