14.12.2008 | 15:04
Jón krefst afsagnar forsetans.
Jón Sullenberger fór mikinn í Silfri Egils í dag og krafðist þess m.a. að Ólafur Ragnar ætti að segja af sér. Mörgum finnst að forsetinn hafi látið þetta svokallaða auðmannalið hafa sig gjörsamlega í vasanum.Nefndi Jón sem dæmi afhendingu útflutningsverðlauna forsetans til Jóns Ásgeir. Ekki þarf að fjölyrða um fjölmiðlalögin og afleiðingar sem sú neitun forsetans hefur haft fyrir þjóðina. Það er því ekkert skrítið að fólk spyrji hvort forsetinn þurfi ekki að axla ábyrgð á sínum stóra þætti í hvernig komið er.
Jón sagðist einnig furða sig á að reiði almennings skyldi ekki fyrst og fremst beinast að Fjármálaeftirlitinu. Það hefði engan vegið staðið sig. Staða Björgvins viðskiptaráðherra og yfirmanns eftirlitsstofnana er orðin ansi erfið eftir að betur og betur er að koma í ljós að eftirlitsstofnanir hafa brugðist sínu hlutverki.
Og svo er auðvitað spurning hvers vegna Samfylkingin sleppur,en almenningur virðist vera búinn að gleyma öllu dekrinu sem Samfylkingin hafði á útrásarvíkingunum. Ekkert mátti gagnrýna öðruvísi en Ingibjörg Sólrún og félagar hrópuðu einelti. Þið eruð að leggja Baugsmenn í einelti með tilhæfulausum ásökunum.
Voru allar ásakirnar allar tilhæfulausar? Svari nú hver fyrir sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eiga þá ekki allir ráðamenn að segja af sér sem voru blekktir í þessu hruni?
Heidi Strand, 14.12.2008 kl. 15:15
Jú Heidi
Og m.a.o., afhverju er Tryggvi Jónsson enn starfandi í Landsbankanum?
palli litli (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:37
Það hefur vakið athygli í gegnum þessar átta vikur hve mjög hefur verið vegið að einstökum, nafngreindum einstaklingum. Þessir hafa verið eftirlæti hinn reiðu og vonsviknu: Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Geir Haarde. Það er alveg sama hve menn eins og til dæmis Spaugstofubræður, reyna að draga athyglina að gerendunum, hrópendurnir halda sínu striki. Reyndar heyrðist í einni ferskeytlu af því hvernig óánægja landans gerjar og vex. Og svo kemur:
"Skyldi hún teygjast að Túngötu sex
og taka þar hús á Baugi?"
Flosi Kristjánsson, 14.12.2008 kl. 15:38
Jú einmitt allir eiga þeir að fjúka. Við þurfum utanþingsstjórn. Það þarf að fá heiðarlegt fólk sem er vel menntað og kann til verka. Lítið yfir Alþingi - það er hryllingur, sjá þetta fólk þar - það er þarna því það fengi ekki vinnu annarsstaðar. Gjörsamlega óhæft.
Ágústa (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:38
Ósköp er þetta eitthvað barnalegt og sorglegt. Mér finnst raunar að umræðan á Íslandi snúist um að vera í liði með Davíð eða Jóni Ásgeiri. Málefnaleg umræðu skortir um aðgerðir fyrir fólkið í landinu sem er í vanda sem er að vaxa mörgum gjörsamlega yfir höfuð. Um fólkið sem er í vandræðum með að gefa börunum sínum að borða. Við verðum að vera vakandi fyrir svoleiðis hlutum frekar hvað Jón Gerald ætlar og ætlar ekki að gera.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 15:58
Aðalmálið er að koma núverandi alþingismönnum frá þá er ég að meina alla alþingismenn, þeir hefðu gott af því að setjast á kassa í Krónunni eða Fjarðarkaup, og láta launin duga yfir hátíðirnar.
Segið af ykkur duglausa fólk, gefið íslendingum það í jólagjöf.
Slítið þingi og boðið til nýrra kosninga. Þið þorið ekki?
er það?
Kannske er það rétt sem Uffe Jenssen (sá danski) sagði.
´Pólitíkusar halda alltaf að þeir séu bestir til að stjórna.
En þetta er hugsanafeill. Við getum verið án ykkar, ég lofa.
J.Þ.A (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 18:25
Jón Gerald var bara nokkuð góður og alver tek ég undir með honum að þessu á bessastöðum ætti að taka pokann sinn - en hann náttúrulega leggur þessa gaura í smá einelti en það er líka í góðu lagi að launa líku líkt - var það ekki Davíð Oddsson sem stakk upp á þjóðstjórn en var sent til föðurhúsana af td Geir H - hann kanski veit meira en margur hverskonar "loddarar" eru um borð í þessar skútu niður við Austurvöl og víðar í stjórnkefrinu - hann er kanski ekki nein undantekning sjálfur en sjáfsagt að hlusta á manninn þó svo að margt sé ekki til eftirbreitni
Jón Snæbjörnsson, 14.12.2008 kl. 20:10
Viðtalið við Jón Gerald Sullenberger var hreint út sagt frábært. Hann gagnrýndi allt og alla og undanskildi alls ekki Alþingi og þau stjórnvöld, sem setið hafa að völdum undanfarin ár, hvort sem var að ræða Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna eða Sjálfstæðisflokkinn.
Ég hef allan tímann haldið því fram að margir séu mikið sekari en Davíð Oddsson í þeim harmleik, sem dynur á þjóðinni. Það má undrum sæta að Jónas Fr. Jónsson skuli hafa nær sloppið við gagnrýni fjölmiðla og almennings, þar sem það var hans stofnun, sem klikkaði mest af öllum. VG hefur notað sér þetta mál í pólitísku keiluspili og náð nokkuð góðum árangri. Slíkt dugar þó sjaldan til langframa.
Mér fannst gagnrýni hans í garð íslenskra stjórnvalda einnig athyglisverð, þegar hann spurði hversvegna það tæki 2 1/2 mánuð að setja rannsókn af stað og hversvegna eigur auðmannanna hefðu ekki verið frystar og menn jafnvel handteknir. Auðvitað vekur það grunsemdir að rannsókn mála skuli varla hafin og sá vandræðagangur sem var á málum í byrjun hjá Ríkissaksóknara og nú síðast með KPMG og viðskiptaráðuneytinu. Þetta er allt að verða mjög vandræðalegt og dularfullt!
Þetta er auðvitað hárrétt hjá manninum eins og nær allt sem hann sagði!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.12.2008 kl. 20:16
Ingibjörg Sólrún er verulega stór þáttur í öllu þessu hruni, ef málið er skoðað frá öllum hliðum. Hún hefur haldið uppi vörnum fyrir útrásarkóngana, drifkraftur hennar er andúð á Davíð Oddssyni, og nýjasta útspil hennar er að krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefnu, afsali sér sjálfstæði og hrökklist undir pilsfald A. Merkel og annarra Brussel sinna. Enn og aftur gengur hún á baka orða sinna og samninga, varla er nokkur búinn að gleyma því þegar hún gekk bak orða sinna í borgarstjórn og bauð sig fram gegn Davíð og tapaði eftirminnilega, komst ekki einu sinni á þing sem forsætisráðherra"efni" Sf.
Það er heldur ekki á stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar að hefja viðræður við ESB. Ég held að Geir Haarde vanmeti verulega flótta fólks frá fylgi við Sjálfstæðisflokkinn, ég held að þar sé stór hópur af réttsýnu fólki sem vill ekkert með Samfylkinguna gera, hvað þá ganga í ESB. Og ég tel líka verulegar líkur á því að flokkurinn klofni ef Davíð verður bolað út úr Seðlabankanum. Skoðanir hans á vettvangi stjórnmála hafa njóta gríðarlegs fylgis og það mun vafalaust hrikta vel í undirstöðum Valhallar við slíka óskiljanlega ákvörðun.
Sigurður Sigurðsson, 14.12.2008 kl. 21:57
Var að fletta yfir bloggið þitt SISI og sé að þar er nánast einungis að finna gagnrýni og óhróður um allt annað en Davíð og Sjálfstæðisflokkinn. Nú setur þú fram þessa dásamlegu setningu:
"Ingibjörg Sólrún er verulega stór þáttur í öllu þessu hruni, ef málið er skoðað frá öllum hliðum."
Maður skellir bara uppúr! Vissulega á Samfylking einhvern þátt en vinir þínir í Sjálfstæðisflokknum hafa stýrt fjármálastefnu þessarar þjóðar í 17 ár! Samt, þegar þú hefur skoðað málið frá öllum hliðum kemstu að þeirri niðurstöðu að einna helst sé ISG við að sakast varðandi hrun bankana! Konan hefur verið í stjórn í 2 ár!
Merkilegast finnst mér að hvergi er styggur stafur ritaður um átrúnaðrgoðið Davíð eða aðra ráðherra og embættismenn Sjálfstæðisflokksins! Ertu í alvörunni á því að Sjálfstæðisflokkur hafi í öllu gert rétt og hvergi brugðist í aðdraganda þessara hörmunga?
Páll Geir Bjarnason, 14.12.2008 kl. 23:10
Burt með spillinguna hvar sem hún er.
Heidi Strand, 16.12.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.