15.12.2008 | 20:26
Ingibjörg Sólrún hefði betur hlustað.
Það er dálítið kómískt að hlusta á skýringar Ingibjargar Sólrúnar á öllu hruninu og kreppunni. Hún segir:" Stærsta orsökin liggur í þeirri ofsafrjálshyggju sem hér réð ríkjum um langan tíma,ekki síst á síðasta kjörtímabili." Já,svona túlkar Samfylkingin hlutina.
Hverjir voru það nú sem stóðu hvað mestan vörð um auðhringingina. Var það ekki Ingibgörg og Samfylkingin.Ekki mátti t.d. orðinu halla á Baugsmenn.
Svo langt gekk þetta að ýmsir sáu ekki hver munurinn væri á Buagi og Samfylkingunni,þótt það sé nú kannski full mikið að segja það. En mörgum fannst hagsmunirnar fara ansi vel saman.
Ýmsir voru nú í þjóðfélaginu sem vöruðu við að allt væri að komast á fárra manna hendur,bæði verslun,þjónusta og fjölmiðlar.
Ekki rekur mig minni til að Samfylkingin hafi hlustað mikið á þessi varnaðarorð.
Ástand mála nú er ekki bara Sjálfstæðisflokknum að kenna eins og Hörður Torfason og sumt af hans fólki er að reyna að sannfæra þjóðina um. Aðrir flokkar og þá ekki síst Samfylkingin á ansi stóran hlut að því hvernig fór.
Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála Ingibjörg á stóran þátt í hruninu
Addi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:43
Ástæður þessa hruns hér á landi eru:
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2008 kl. 20:48
Ástæður þessa hruns hér á landi eru:
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2008 kl. 20:49
Grundvallar orsökin fyrir bankahruninu er frjálst og óheft fjármagnsflæði sem er ein af fjórum stoðum EES- samningsins.
Þetta hefði ef til vill bjargast ef menn hefðu litið með vönduðum hætt til hagsmuna umbjóðenda sinna þ.e. sparifjáreigenda og sýnt aðgætni og varkárni. Það var ekki gert og þess vegna varð þessi horfellir á fé.
Þá er spurningin þessi: Er hér um það mikil umboðssvik, misfærslu með fé og glannaskap að ræða að það varði við lög? Það er auðvita ljóst að þetta hefur áhrif á hagsmuni margra.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:21
Þetta er nú full mikil einföldun Hólmfríður. Þú gleymir t.d. að tiltaka að vegna þess að Kínverjar héldu Yan-inu of lágu í of langan tíma til að styrkja útflutningsgreinar sínar byggðust upp risastórir gjaldeyrisvarasjóðir í landinu. Með þessum sjóðum voru Bandarísk ríkisskuldabréf keypt, þessi skuldabréf voru gefin út til að fjármagna neyslu í Bandaríkjunum. Afleiðing þess var gríðarlega mikið fjármagn í umferð sem varð að koma í lóg. Þau fóru að einhverju leyti í að fjármagna þessi víðfrægu undirmálslán. Ekki má gleyma lagasetningu sem Bill Clinton studdi sérstaklega sem gaf öllum Bandaríkjamönnum "rétt" á að kaupa sér fasteign óháð greiðslugetu. Freddie Mac og Fannie Mae voru notuð í þessum tilgangi. Þessar stofnanir fóru reyndar líka út fyrir hefðbundið starfssvið sitt og keyptu ýmis skuldabréf og vöndla af hefðbundnum bankastofnunum í BNA. Þetta allt varð til þess að peningamagn í umferð í heiminum varð alltof alltof mikið. Á þessu græddu íslensku bankarnir sem fjármögnuðu sína útrás með lánsfé. Á einhverjum tímapunkti féll botninn úr þessum markaði (það hlaut reyndar að gerast á endanum) og íslenskir bankar fengu ekki lengur lánafyrirgreiðslu erlendis. Banki sem fær ekki lánafyrirgreiðslu deyr þá og þegar. Auðvitað er margt sem betur mátti fara hérna heima, ég er enginn sérstakur aðdáandi Ingibjargar, ríkisstjórnarinnar eða stjórnarandstöðu. Ég er hins vegar sérstakur aðdáandi hagfræði, fjármálafræða og rökhyggju. Ég vil meina að umræðan á Íslandi undanfarnar vikur risti alltof alltof grunnt. Það er verið að reyna að finna ,,Hinn eina sanna sökudólg´´ þegar þessi sökudólgar leynast víða og sumir eru faldir. Ég vil líka taka það fram að þetta er ekki tæmandi upptalning hjá mér. Það er ýmislegt sem á eftir að koma upp á yfirborðið og auðvitað eru græðgi og ofurtrú á sjálfum sér stórir þættir í þessu öllu saman. Svona einfaldanir hjálpa hins vegar engum.
Kannski (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:07
Hvernig stendur á því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokks komu ekki fram með eina einustu tillögu til lagabreytinga eftir að Baugsmálið tapaðist að mestu leyti?? Ef þeir voru í krossferð fyrir heilbrigðum viðskiptaháttum og góðum leikreglum á markaði hefði það verið eðlilegasta niðurstaðan fyrst lög í landinu náðu ekki yfir þá viðskiptahætti sem voru stunduð af Baugi. Áttu kannski ekki sömu reglur að gilda um allar viðskiptablokkirnar?? Voru sumar viðskiptablokkir "betri" en aðrar??
Þessir "ýmsir" sem vöruðu við að allt væri að komast á sömu hendur voru í nokkuð góðri aðstöðu til að stuðla að lagasetningu fyrir heilbrigt viðskiptaumhverfi verandi í ríkisstjórn svo árum skipti.
Helga Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:07
Samfylkingin telur sig hafa einföld svör við þessu á hraðbergi. ÉG er dálítið hissa á Ingibjörgu Sólrúnu að tala svona. Hún væntanlega veit betur. Hins vegar getum við sjálfstæðismenn ekki litið fram hjá því að mikil ábyrgð liggur hjá forystumönnum í okkar flokki. En það vill enginn bera ábyrgð á þessari vitleysu. Ég þekki menn sem eru í miklu áliti en hafa skuldsett sig stórlega í erlendri mynt og finnst að þeir hafi ekki gert neitt rangt. Það var almenn sefjun í þjóðfélaginu í góðærinu og mjög margir hreinlega rugluðust í ríminu. Ábyrgðin á vitleysunni liggur mjög víða, líka hjá hinum skuldsettu almúgamönnum.
Smjerjarmur, 15.12.2008 kl. 22:09
Sjálfstæðisfl.er búin að stjórna í 17ár. Hann ber mikla ábyrgð. Vinstri mönnum hefur mikið verið núið um nasir að hafa litla reynslu í rekstri og stjórnun fyrir -tækja.Kannski var það þess vegna sem þeir vildu tengjast athafnamönnunum.Líta fullorðinslega út!Sjálfst.mönnum tókst að koma því inn hjá þjóðinni að vinstri menn væru óvitar í efnahagsmálum,og mættu ekki leika sér með eldspýturnar .Sjálfst.flokkurinn var ábyrga barnfóstran. Síðan varð eldsvoði en vinstri menn voru ekki með eldspýturnar!
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 22:52
Samfylkingin hefur aldrei verið einhver stuðningsflokkur Baugs. Ræða Ingibjargar á sínum tíma snerist einfsldlega um gagnrýni á harðar árásir Davíðs Oddsonar og forystur Sjálfstæðisflokksins á Baug. Þær árásir fóru út fyrir allt velsæmi. Bausmenn voru fráleitt einu aðilarnir með vafasama viðskiptahætti. Aðrir voru með rétt flokksskýrteini. Höfum í huga að Baugsmenn voru sýknaðir af öllum aðalákæruatriðunum og aðeins sakvelldir fyrri smámál, sem væntanlega finnast í öllum stórfyrirtækjum ef þau fara í sams konar rannókn og þeir.
Borganesræða Ingibjargar var ekkert annað en verðskulduð gagnrýni á DO en ekki einhver sérstök varnarræða fyrir Baug.
Sigurður M Grétarsson, 16.12.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.