Á að fækka þingmönnum? Á að leggja forsetaembættið niður?

Best að setja nokkrar línur á síðuna eftir gott jólahald.Þó ég eins og aðrir landsmenn hafi nú örugglega rent að gleyma ástandinu og gleðjast um jólin með fjölskyldunni fer ekki hjá því að hugsanir um ástandið skjóta öðru hvoru upp kollinum. Ég var að velta nokkrum hugsunum fyrir mér og það væri gaman að fá álit ykkar á þeim.Ég er svo sem ekki tilbúinn að segja að þær gætu allar gengið en væru örugglega til þess fallnar að spara umtalsverðar fjárhæðir.Kannski þurfum við líka að hverfa svolítið aftur til fortíðar.

Ég tel að við eigum að hugsa um það í fullri alvöru a fækka þingmönnum úr 63 í 43. Samhliða þyrfti að gjörbreyta kjördæmum landsins. Þongmenn sjálfir hafa sagt þeir viti varla hvað þeir eru að gera í Alþingishúsinu,það sé ríkisstjórnin sem ræður öllu og lætur vinna verkin. Alþingi er ekki starfandi nema rúmlega hálft árið.Með fækkun þingmanna mætti breyta vinnufyrirkomulagi þingsins,þannig að þar væri unnið allt árið með eðlilegu sumarfríi og jólafríi.

Leggja á niður aðstoðarmannakerfi þingmanna allavega í þeirri mynd sem það er nú. Ég hélt að heimild þingmanna til að ráða sé aðstoðarmann væri til þess að þeir gætu leitað sérfræðiráðgjafar. Við skuðun hverjir hafa verið ráðnir aðstoðatrmenn sést að svo er ekki. Hér er fyrst og fremst um pólitíska bitlinga að ræða. Dæmi um sóun á almannafé.

Að sjálfsögðu þarf svo í samhengi við fækkun þingmanna að fækka ráðherrum úr 12 í 8. Það er einnig spurning hvort hætta á með ráðherrabílstjóra. Rétt að ráðherrar séu á sínum eigin bílum og fái greiddan bílastyrk.Sem sagt selja ráðherrabílana.

Ég hef ekki verið fylgjandi því að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar með lagasetningu. Aftur á móti þurfa sveitarfélögin nú að skoða sín mál miðað við gjörbreytt umhverfi. Er hægt að ná meiri hagræðingu í rekstri með aukinni samvinnu eða sameiningu.Þessi mál verður að skoða án allra frdóma.Allt er svo gjörbreytt.

Er einhver þörf fyrir litla þjóð eins og okkar að vera með snobbembætti eins og forsetaembættið.Væri ekki alveg eins skynsamlegt að forseti Alþingis færi með það hlutverk að vera æðsti embættismaður þjóðarinnar og sinnti þeim erindum samhliða starfi sínu á þingi.

Vel mætti hugsa sér að forseti Alþingis væri kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefði ekki atkvæðisrétt  á Alþingi heldur stjórnaði starfi þess og kæmi fram útá við fyrir hönd þjóðarinnar.

Miðað við ástandið sem er framundan hlýtur að þurfa að grípa til róttækra aðgerða.Hugmyndir sem hér eru settar fram mynda spara verulegar upphæðir og jafnframt sína vilja til aðgerða.

 


mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

sæll Frændi .

Ég er sammála því að það þarf að fækka þingmönnum og breyta kjördæmum ,er mjög hlyntur einmenningskjördæmum en það mætti skoða alvarlega finnsku leiðina .þ.e. að blanda saman listakosningu og einstaklingskosningu .Það þarf alvarlega að skoða að skera algerlega á milli framkvæmdavaldsins og löggjafavaldsins ,þe að kjósa beinni kosningu forseta eða forsætisráðherra og fella út annað hvort embættið og að forseti myndi mynda ríkisstjórn sem væru ekki þingmenn.Það er komið nóg af svona vitleysu eins og búið er að viðgangast undanfarinn ár eða áratugina .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.12.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Heill og sæll frændi.

Já,ég hallast mjög að einmenningskjördæmum.Eins er finnska aðferðin mjög áhugaverð ég held að það sé svipað kerfi í Þýskalandi.Eitt erum við líka sammála um. Breytingar eru nauðsynlegar.

Sigurður Jónsson, 27.12.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Sæll Sigurður,

Ég er sammála að eitthvað þarf að gera til að styrkja þrískiptingu valdsins hér á landi. Hins vegar skil ég ekki hvernig við getum náð því fram með því að veikja enn frekar löggjafarvaldið með því að fækka þingmönnum.

Ef breytingar á stjórnarskránni eru skoðaðar kemur í ljós að margoft er búið að gera breytingar á kjördæmaskipan, fjölda þingmanna og hvernig er kosið til Alþingis. http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/agripaftroun.pdf

En enginn hefur haft þor eða dug til að breyta stjórnskipan landsins. Ekkert hefur verið gert til að tryggja sjálfstæði þingsins, og því búum við í dag við ráðherraræði en ekki þingræði. Mér skilst t.d. að bæði Svíar og Norðmenn leyfi ekki ráðherrum að vera þingmenn á sama tíma. Ekkert hefur verið gert til að festa í sess sjálfstæði dómstóla gagnvart framkvæmdavaldinu s.s. með því að krefjast þess að 2/3 hlutar þingsins verði að samþykkja tilnefningar ráðherra um dómara. Ekkert hefur verið gert til að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar s.s. eins í Danmörku þar sem ákveðið hlutfall þingmanna getur vísað málum áfram í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Heildarendurskoðun á stjórnarskránni var frestað árið 1944 til að hægt væri að lýsa yfir sjálfstæði, og hefur verið í nefnd nánast síðan þá.

Og einhvern veginn efast ég stórlega um að miklar breytingar verði á stjórnskipan á meðan núverandi ríkisstjórn situr að völdum.

Gleðileg jól, farsælt komandi ár og takk fyrir samstarfið á árinu :)

Eygló Þóra Harðardóttir, 27.12.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Sigurjón

Sæll granni.

Ég er alveg hjartanlega sammála hugmyndum þínum um að spara í opinbera geiranum.  Mér dettur í hug að allt landið verði gert að einu kjördæmi, svo kjördæmapoti verði hætt.  Einnig er alveg nauðsynlegt að breyta reglum um kosningu flokka og einstaklinga.  Finnska leiðin er fær, en einnig mætti líta til Nýja-Sjálands í þeim efnum.

Það er einnig ekki nokkur leið að bankastjórar ríkisbankanna séu með 50% hærri laun en forsætisráðherrann. Öss...

Auk þess mætti koma á þeirri reglu að ráðherrar væru ráðnir eins og hverjir aðrir forstjórar fyrirtækja.  Þetta er gert t.d. í Bandaríkjunum.  Það finnst mér ekki neitt vit að ráherrar komi úr röðum þingmanna og hafi atkvæðisrétt á Alþingi.  Fuss!

Kveðja, SV

Sigurjón, 28.12.2008 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband