Stokkar Framsókn upp og sýnir nýtt andlit?

Fylgi Framsóknarflokksins hefur verið í nánast frjálsu falli síðustu árin.Litlar breytingar virðast hafa orðið á þeirri þróun þrátt fyrir að flokkurinn sé nú í stjórnarandstöðu.Flokkurinn virðist þuyrfa að líða fyrir það að hafa verið í ríkisstjórn samfellt í 13 ár og í augum almennings ber Framsóknarflokkurinn mikla ábyrgð á því hvernig mál þróuðust. Við það bætast svo veruleg innanflokksátök,sífelld formannaskipti og brotthvarf þingmanna.

Um aðra helgi velur Framsóknarflokkurinn sér nýjan formann og aðra til forystustarfa. Fyrir okkur sem áhuga höfum á pólitíkinni verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. Munu Framsóknarmenn nú nota tækifærið og stokka spilin upp og velja aðila sem ekki hefur blanað sér á neinn hátt í stjórnmálin. Hér á ég að sjálfsögðu við Sigmund Davíð eða velja flokksmenn aðila sem hefur tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins síðustu árin.

Ekki er annað hægt að segja að Sigmundur Davíð kemur með heilmikinn ferskleika inní málin. Skoðanir hans eru mjög athyglisverðar og ég hef trú á að hann gæti slitið flokkinn heilmikið frá fortíðinni og náð þannig til margra sem ekki geta hugsað sér að kjósa Framsóknarflokkinn að óbreyttu.

Það verður virkilega fróðlegt að fylgjast með hvernig þessum málum lyktar. Framsóknarflokkurinn stendur á heilmiklum tímamótum. Spurningin er hvort þeir grípa tækifærið og hefja nýja sókn eða velja það að halda áfram að minnka og minnka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Hvaða andlit ætti það nú að vera.  Það hlýtur að ná í kringum allan hausinn, út og suður og norður og niður.

Dunni, 6.1.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband