Hvernig getur svona gerst árið 2009 ?

Það fer hrollur um mann að sjá fréttamyndir frá Gasa.Það er skelfilegt að sjá Ísraelsmenn beita sínum tæknivædda her og sprengjm á eitthvert þéttbýlasta svæði jarðar. Þarna eru 1,5 milljón manna á litlu svæði,sem er ekki stærri en hluti af Reykjanesskaganum.

Fólk er innilokað og kemst ekki í burtu,matarlítið og ekki hægt að koma hjálpargögnum til þess.

Alþjóðasamfélagið verður að gera allt til að koma í veg fyrir að Ísraelsmenn haldi þessum árásum áfram.

Þeð er ótrúlegt að þetta skuli vera að gerast árið 2009. Eflaust hafa Hamas menn herjað á Ísraelsmenn,en það réttlætir ekki þessar hrikalegu árásir Ísraelsmanna sem bitna mest á sakleysum borgurum.

Alþjóðasamfélagið verður að stöðva þetta.


mbl.is Fordæma Hamas og Ísraelsher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://arnold.blog.is/blog/arnold/

Arnar Þór Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Stríð eru skelfileg og bitnar harðast á börnum og öðru saklausu fólki - sorglegt að svona atburðir séu enn að gerast - hugsa oft til þeirra landa sem td framleiða þessi vopn - oft sár td út í Svía sem eru (voru) leiðandi í framleiðslu á jarðsprengjum sem næstum eingöngu er beint gegn börnum og fóli á faraldfæti

Jón Snæbjörnsson, 7.1.2009 kl. 08:44

3 identicon

Sæll Sigurður. Gaman að sjá, að þú ert ávallt skrefinu á undan öðrum sjálfstæðismönnum hvað varðar víðsýni og skilning á mikilvægum málum er varða almannaheill. Tek undir áhyggjur þeirra, sem horfa upp á nasista nútímans stunda svipað hátterni og þjóðernisöflin í Þýsklandi á tíma síðari heimsstyrjaldar. Það er skelfilegt, að hlusta á leiðtoga sjálfstæðismanna og hinna ýmsu ofsatrúarhópa hér á Íslandi, tjá sig um framferði Ísraelsmanna. Þeirra á meðal einn helsta leiðtoga hvítasunnumanna, sem okkur báðum þykir að öðru leyti örugglega vænt um. Það er sorglegt til að vita að trúarofstæki skuli réttlæta þjóðarmorð. Hvað varðar helstu leiðtoga Flokksins, þá er það ekkert annað en heigulsháttur í besta falli, að láta sem fólki komi ástand mála í Palestínu ekkert við. Flest þau ófriðabál, sem loga vítt og breitt um heiminn eiga rót sína í einmitt þennan suðupott. Þar er ábyrgð okkar vesturlandabúa mikil, ekkert ríki í veröldinni getur látið eins og þeim komi ástand mála í þessum heimshluta ekkert við. Hið svokallaða stríð Bushman og félaga gegn hryðjuverkum, er afsökun Ísraels fyrir þeirra framferði. Það er engin, sem ég þekki að réttlæta rakettuskothríð Hamasliða á þau landsvæði, sem Ísrael hefir reyndar hertekið af Palestínumönnum á síðustu áratugum. Þeim árásum verður að sjálfsögðu að linna. Aðilar vera að setjast að samningaborði, það er ein leiðin ef takast á að stilla til friðar í þessum heimshluta. Friðarvilji Ísraelsmanna er hins vegar engin. Á meðan Bandaríkjamenn styðja skilyrðislaust sérhverjar aðgerðir Ísraels gegn Palestínumönnum verður ekki saminn friður. Hver heilvita maður hlýtur að sjá það. Vonarstjarna heimsbyggðarinnar er Barrack Hussein Obama, miklar vonir eru bundnar við framgöngu hans og mikið á hann lagt. Viðskilnaður Bushman og pótentáta hans í alþjóðamálum, þ.á.m. leiðtoga sjálfstæðisflokksins á Íslandi er hins vegar slíkur að langan tíma tekur að vinda ofan af þeim vandamálum, sem þessir leiðtogar hafa skapað með aðgerðum og eða aðgerðaleysi á undanförnum árum.

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Heill og sæll Friðbjörn.

Já, ég hef áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og hvað þröngsýnin fær oft að ráða ríkjum. Það er ekki á nokkurn hátt hægt að réttlæta aðgerðir Ísraelsmanna. Ég hélt menn hefðu eitthvað lært af mistökunum varðandi stuðninginn við innrásina í Írak. Því miður virðist það ekki vera staðreyndin.

Sigurður Jónsson, 7.1.2009 kl. 11:19

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

http://palestinian.ning.com/forum/topics/the-other-side-of-the-story

Þarna eru myndur af rakettum Hamas liða.

Ein spurning sem ekki er spurð er; af hverju eru Hamas liðar að skjóta rakettum á Ísrael? Og hversu stórar og áhrifamiklar eru þær? Og hversu margir hafa látist af þeim og hvað eru skemmdirnar. Svo bera saman við sprengjuárásir hersins.

Ólafur Þórðarson, 7.1.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband