Björn átti að mæta.

Samkvæmt fréttum virðist fundurinn í Iðnó hafa farið vel fram. Gott að hægt var að koma í veg fyrir að fundurinn leystist upp í vitleysu.Björn Bjarnason,dómsmálaráðherra,hefði átt að mæta og taka þátt í umræðunum.Staðan í þjóðfélaginu er nefnilega ekki einkamál ráðamanna og 30 plús 3 klúbbsins. Allri þjóðinni kemur þetta við og á rétt á að geta talað augliti til auglitis við ráðamenn.
mbl.is Fundi lokið í sátt og samlyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... get staðfest að fundurinn fór vel fram og frummælendur stóðu sig vel. Hins vegar er ég ekki sammála því að Björn hefði átt að mæta. Hans tími er einfaldlega liðinn og ríkisstjórnin í andaslitrunum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hárrétt.

Ef þig langar að lesa um framvindu fundarins þá skrifaði ég ítarlega um hana á blogginu mínu.

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Stefán Eiríksson mætti og gerði grein fyrir afstöðu löggunnar. Ég sé enga ástæðu til þess að Björn hefði átt að vera þarna. Ef þú ert að vísa til bankahrunsins í heild þá kom hann þar hvergi nærri - hefur aldrei haft fjármál ríkisins eða neitt þess háttar á sinni könnu. Það getur vel verið rétt hjá Hilmari að tími Björns sé liðinn - og kannski Hilmar vilji þá skoða andartak hver kom í staðinn.

Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 03:16

4 Smámynd: Dunni

Nákvæmlega

Dunni, 9.1.2009 kl. 09:32

5 Smámynd: corvus corax

Hvort sem Björn Bjarnason kom nálægt hruninu mikla skiptir engu máli. Björn Bjarnason hefur nefnilega verið upptekinn við að viðhalda titli sínum sem mesti spillingarskítur Íslands fyrr og síðar. Því oftar sem hann lætur ekki sjá sig á opinberum vettvangi, því betra!

corvus corax, 9.1.2009 kl. 09:36

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hjartanlega sammála - þetta er ekki einkamál - kallinn mætti vera mun félagslindari

Jón Snæbjörnsson, 9.1.2009 kl. 10:23

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Strákar, þið eruð ansi harðir við hann Bjössa. Þið verðið alla vega að játa að hann er með allra dugmestu ráðherrum okkar. Kommon, verið nú einu sinni sanngjarnir, ekki bara eintóm neikvæðni og nöldur.

Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband