Hverjir áttu að fylgjast með?

Það er alveg rétt hjá Geir H.Haarde að það er hið gremjulega að ríkiskerfið skyldi ekki grípa neitt inní eða gera neitt við óhóflegri stækkun bankakerfisins.

Til hvers erum við með eftirlit eins og Fjármálaeftirlitið? Veit einhver til þess að það embætti hafi stoppað eitt eða neitt.Og þrátt fyrir að Geir segi það gremjulegt að stofnunin skuli hafa horft framhjá öllu sitja allir topparnir þar og stjórnin áfram.

átti Seðlabankinn ekki að gæta þess að allt færi ekki úr böndunum? Hefur nokkuð gerst þar.Er ekki sama stjórn og bankastjórar og áður?

Átti viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar og hans ráðuneyti ekkert að gera?

Reyndar er fáránlegt að heyra fyrrverandi viðskiptráðherra Framsóknarflokksins segja að hennar flokkur beri ekki ábyrgð á þessu.

Auðvitað er svo Geir yfirmaður og ber sem slíkur ábyrgð á sínum undirmönnum.

Hvað með fyrrum eigendur og toppa í bönkunum sem misnotuðu frelsið og komu þjóðinni á hausinn.Hafa þeir einhverja ábyrgð þurft að axla. Halda þeir ekki áfram að braska og kaupa fyrirtæki og flytja út fjármagn.

Þessi staða er ekki bara gremjulegt fyrir btug þúsundir heimila,heldur stefnir hún æði mörgum í algjört þrot.Atvinnuleysi,hækkandi lán,hækkandi verðbólgu,hærri skatta,harðar innheimtuaðgerðir o.s.frv. Það er eðlilegt að fólk sé reitt.

Nú er kominn tími til að eitthvað breytist. Að mínu viti er lausnin reyndar ekki fólgin í að fela Samfylkingunni og vinstri grænum völdin. Samfylkingin hefur nú borið ábyrgðina á eftirlitsstofnunum og allir sjá hvernig til hefur tekist.

Og ekki held ég að Steingrímur J. og hans lið myndi bjarga okkur,nema síður væri.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ekki er ég nú að kenna Samfylkingunni einni um allt sem miður fer. Það sem hefur aftur á móti fariðí taugarnar á mér að Samfylkingin lætur oft á tíðum eins og hún sé ekki í stjórn. Samfylkingin ber ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu og er með bankamálaráðherrann.

Hvernig getur Samfylkingin svo sagt að henni komi málin ekki við.

Sigurður Jónsson, 17.1.2009 kl. 23:08

2 identicon

Sigurður. Sjálfstæðisflokkurinn er smiður alls þess kerfis sem núna er hrunið. Það er bláköld staðreind.

Davíð Oddsson lagði niður ÞJÓÐHAGSTOFNUN. Sú stofnun hefði var alvöru eftirlitisstofnun og var strax farinn að setja útá einkavæðingarferlið fræga.

Allir þeir sem hafa staðið í vegi fyrir nýfrjálshyggjunni hafa verið settir til hliðar. X-D og einkavæðingarvinastefna flokksins er ástæða fallsins. Aðrir flokkar eins og Frammsóknarflokkur og núna Samfylking hafa bara verið strengjabrúður í þessu leikriti.

Það sorglegasta er hinsvegar þegar menn segja að Steingrímur og VG eru gagnrýndir ?!!

Hvað efni hafa menn á því að setja út á þá flokka sem EKKI eiga hlutdeild í að setja landið á hausinn ?

Það er í besta falli heimskulegt að reyna það :)

Burtséð frá því hvort VG muni standa sig betur eða ekki. Þá eiga þeir meira skilið að vera í stjórn en þeir sem silgdu öllu í strand.

Svona hræðsluáróður virkar ekki lengur.

Már (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hér benda allir hvor á annan - því miður Sigurður þá er þessi bátur skipstjóra laus

Jón Snæbjörnsson, 18.1.2009 kl. 02:52

4 Smámynd: Skaz

Já ég held að það sé svolítið vert að taka það fram að núverandi fjármálaeftirlit var hannað af sjálfstæðismönnum og framsókn og átti að vera að "þjónusta" bankana.

Þessir flokkar og sér í lagi sá maður sem fór með fjármálaráðuneytið lengst af á þessum tíma og situr nú eins og hreindýr í bílljósum alveg frosinn í stjórnarráðinu. Þeir hönnuðu þetta kerfi og settu af alla sem gátu sett út á það svo mark væri tekið á. 

Skaz, 18.1.2009 kl. 02:55

5 identicon

Heyr á endemi. Íhaldið smíðaði kerfið ásamt Framsókn. Íhaldið var arkitekt og smiður, Framsókn aðstoðarsmiðir og handlangarar. Báðir aðilar á fínum launum.

Valdemar Ásgeirsson.

Valdemar (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 02:57

6 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Sigurður. Takk fyrir ágæta pistla. Reyndar er ég orðinn dálítið þreyttur á að velta því upp hverjir báru ábyrgð á hruninu og hversu víðtæk hún var hjá hverjum og einum. Þeir voru margir, ekki síst pólitískir sem og aðrir. Ég skil vel þessa umræðu en hún verður ekki tekin fyrir hér.

Aðeins að ræða um svokallaða „útrásarvíkinga“ og stjórnendur bankana. Þessir títt nemdu útrásarvíkingar eru taldir hafa valdið efnahagshruninu að verulegu leyti. Gott og vel. Það er mín skoðun að þeir sem stóðu að útrásinni stóðu ekki einir. Til að framkvæma það sem gert var þarf þekkingu. Þar á ég við, svonefnd krosseignatengsl, ýmiskonar bókhaldstilfærslur trúlega lögmætar en siðferðið ekki alltaf upp á sitt besta, og margt annað, sumt vafasamt. Þessir frammámenn í viðskiptalífinu svo og stjórnendur og eigendur bankanna hafa allir haft á bak við sig hóp fólks sem vann að því leynt og ljóst að koma bönkunum og þar með „sínu“ fólki í sem besta stöðu. Trúlega hefur fólkið fengið árangurstengda bónusa í launaumslagið. Þetta er ágætlega menntað fólk með mikla færni og reynslu sem það hefur miðlað öðrum. Þekking er góð, en hún er tvíeggja sverð.

Ekkert veit ég um það hvort þessir sömu menn séu að bíða eftir rétta tækifærinu á að kaupa upp fyrirtæki eða að komast inn í innsta hring fjármálamarkaðarins, eða ekki. En hitt þykist ég vita að á hliðarlínunni bíður fólk með allt sem til þarf til að komast inn á völlinn.

Hvað gerðu „útrásarvíkingarnir?“ Þeir spiluðu sundur og saman gjörónýtt eftirlitskerfi og töluðu stjórnmálamenn til eins og börn. Eftirlitið virðist vera stórgallað. Vissulega má álíta að eftirlitsstofnanir hafi brugðist að nokkru leyti. En verst held ég að hafi verið hve stórgallað laga-og reglugerðarumhverfi hafi verið. Það er mín skoðun að það sé ekki nóg að bæta það heldur verði að hugsa það algerlega upp á nýtt.

Þá sem fremstir fóru í flokki ætla ég ekki að afsaka neitt. En fyrr í vetur var viðtal í sjónvarpinu við Gunnar Dal. Hann sagði eitthvað á þá leið, að um leið og einstaklingur kæmist yfir umtalsvert fjármagn (nefndi 100 milljónir) færu peningarnir að stjórn honum en hann ekki þeim. Góður punktur

Benedikt Bjarnason, 18.1.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband