Sýndartillaga Samfylkingarinnar er ekki lausnin.

Þessi tillaga 10 Samfylkingarmanna hlýtur að vera nokkuð erfið í framkvæmd og leysir á engan hátt þann vanda sem við stöndum frammi fyrir núna.Tillagan ber allt of mikinn keim af lýðskrumi til að hægt sé að taka hana alvarlega.

Staðan í þjóðfélaginu núna er þannig að það verður að höggva á hnútinn.

Það sjá allir að ríkisstjórnin er ekki samstíga til að taka á málum.Mér finnst það hafa legið fyrir frá byrjun að Samfylkingin hefur ekki verið í stjórnarsamstarfi af heilum hug. Það hefur allt of oft komið fyrir að þeir eru oftar utan stjórnar heldur en í stjórn. Mín skoðun hefur verið frá byrjun stjórnarsamstarfsins að það gæti aldrei gengið. Samfylkingin hefur marg oft lýst því yfir að tilgangur með stofnun hafi verið að mynda flokk til að berjast við Sjálfstæðisflokkinn og koma honum frá völdum. Hverrnig gat það þá gengið að þessir flokkar ynnu saman.

Að mínu viti væri það besta lausnin eins og ég hef marg oft bent á að boða til kosninga. Maðurinn sem getur höggvið á hnútinn er Geir H.Haarde,formaður Sjálfstæðisflokksins.

Það sjá allir hvað stefnir í. Nýr formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hans flokkur sé tilbúinn að verja minnihlutastjórn,væntanlega Samfylkingar og Vinstri grænna.Það eru örugglega miklar líkur á að Samfylkingin grípi þetta tilboð.Stjórnin er þá fallin.Er það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill láta gerast?

Að öllu jöfnu er vitanlega eðlilegast að ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið. Á það hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu. En aðstæður í þjóðfélaginu eru ekkert venjulegar. Það liggur alveg á hreinu að lang heilbrigðast er að það verði gengið til kosninga og Alþingi fái nýtt umboð til að mynda ríkisstjórn.

Geir H.Haarde getur höggvið á hnútinn.Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er ekkert vit að halda áfram í vonlausri ríkisstjórn. Almenningur sér að það hefur ekkert gerst,nema hvað fréttir af vafasömum viðskiptum auðmannanna berast til okkar daglega.

Mikill meirihluti Sjálfstæðismanna er orðin hundleiður,svekktur og reiður vegna stöðu mála.

Það er því skynsamlegast að boða til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn fær með þeim hætti tæfæri til að byggja sig upp að nýju. Það er góð lausn fyrir Sjálfstæðisflokkinn til lengri tíma litið.Flokkurinn á fullt af góðu fólki til að taka við keflinu.


mbl.is Meirihluti geti krafist kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki fallast á kosningar af þeirri einföldu ástæðu að Sjálfstæðisflokkurinn snýst um að halda völdum. Ef haldið yrði til kosninga nú myndi Sjálfstæðisflokkurinn bíða afhroð (var ég að skrifa það sama á blogginu þínu um daginn?) og það má ekki gerast, frá hans sjónarhorni. Miklu betri strategía hjá þeim væri að sitja sem fastast og hunsa mótmælendur alveg fram í rauðan dauðann. Þeir hafa mikla reynslu af því að hunsa vilja almennings, en er álitið á meðal Sjálfstæðismanna jafnan það að almenningur viti ekkert í sinn haus og til þurfi góða, duglega Sjálfstæðismenn til að landið sökkvi ekki.

Svo er hitt alveg rétt með Samfylkinguna hjá þér, ég kaus hana í seinustu kosningum því hún talaði mikið um þjóðaratkvæðagreiðslur um mál, en eins og ég spáði fyrir dó allt það tal um leið og hún sast í ríkisstjórn. Slíkt er eðli stjórnmálaflokka, jafnvel þegar gott fólk er í forystu.

Vald spillir ekki bara vondu fólki heldur líka góðu. Það er nú bara þannig.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Því segirðu þetta, Helgi? Það er ekki á valdi Sjálfstæðisflokksins að hafna kosningum. Vilji kommarnir ekki halda áfram þá er stjórnin fallin. Þetta veistu. Best væri samt að kjósa með haustinu.

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 14:02

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það verða kosningar fljótlega.

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já sennilega. Ekki auðvelt fyrir Samfylkinguna. Vondar fregnir berast.

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 15:47

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er Ingibjörg að hætta ?

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 17:03

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Eins og góður maður sagði á blogginu mínu, "fyrst Bandaríkjamenn geta haldið kosningar og skipt um forseta og allt klabbið í miðri kreppunni þá hljótum við að geta það líka".

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 17:35

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Friðrik, er þessi góði maður ekki örugglega fífl?

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 18:06

8 Smámynd: Benedikt Bjarnason

I Skúlason. Þú hittir nokkuð naglann á höfuðið. Ég hef enga trú á stórfelldum breytingum þó að verði kosið. Auðvitað verða litlar breytingar á framboðslistunum frá síðustu kosningum. Við seinustu Alþingiskosningar urðu töluverðar breytingar. Það kom margt nýtt fólk á þing. Nú eru aðrir tímar. Fólk sem nú er á þingi hefur enga ástæðu til að bjóða sig ekki fram aftur. Það eru þrengingar á vinnumarkaði og ekki svo auðvelt fyrir fólk að fá vinnu, jafnvel fyrir vel menntaða einstaklinga. Þeir sem ná kjöri í næstu kosningum hafa þó allavega örugga vinnu væntanlega næstu 4árin, og traustan vinnuveitanda. Utanríkisþjónustan sem oft hefur tekið við þingmönnum sem vilja breyta til er trúlega lokuð að mestu nýju fólki. En ég vil kjósa, í nafni breyttra aðstæðna og réttlætis.

Benedikt Bjarnason, 21.1.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband