30.1.2009 | 16:15
Samfylkingin og forsetinn með Davíð Oddsson á heilanum.
Þegar maður lítur til baka er eðlilegt að spyrja,hvers vegna í óskupunum gat Samfylkingin hugsað sér á sínum tíma að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum vitandi það að Davíð væri Seðlabankastjóri.Hvers vegna í óskupunum setti Samfylkingin þá ekki skilyrði að Davíð yrði að víkja.Það er ekkert að byrja núna að Samfylkingin sjái aðal ógnvaldinn og mestu hættuna í Davíð Oddssyni. Þau hafa lengi verið með hann gjörsamlega á heilanum.
Auðvitað má örugglega deila um margt sem Seðlabankinn hefur gert og ég held að það hefði verið gott að gera breytingar á yfirstjórninni,en stóð það ekki til? Ef það er rétt sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur sagt voru tilbúnar fyrir áramót tillögur um breytingar í ríkisstjórn,lagabreytingar um Seðlabanka og Fjármálaeftirlit,sem hefðu leitt af sér mannabreytingar.
Og hverjir voru það svo sem báðu um frestun á að þetta kæmi til framkvæmda: Samfylkingin.
Væntanlega hefur þá þegar huti af Samfylkingunni verið farin að makka við Vinstri græna um nýja ríkisstjórn.
Er það eðlilegt og allt í lagi að forseti landsins gefi það út á BBC að eitt meginmarkmið nýrrar ríkisstjórnar sé að láta Davíð Oddsson fara úr Seðlabankanum.
Á ekki forsetinn að halda sig fyrir utan svona persónulegar deilur um menn.
Sumir vilja láta líta út fyrir að efnahagsvandinn sé eingöngu bundin við Ísland. Svo er nú alls ekki og fréttir erlendis um vandann og bankahrun er svipað og hér. Einnig svipar lýsingum á bankaforkólfunum oft ansi mikið til kolleganna hér á landi.
Allt gerist þetta í hinum stóra heimi þótt Davíð stjórni þar ekki Seðlabönkunum.Hér er ekki verið að gera lítið úr vandanum hér.Hann er mun meiri en víðast hvar,en sumir hverjir sem gagnrýna núna hæst ættu kannski að líta í eigin barm.
Ég held það væri nú hollt fyrir ýmsa Samylkingarmenn og forsetann að rifja það upp hvernig þeir brugðust við þegar sumir af hinum svokölluðu auðmönnum og þeirra fyrirtæki voru gagnrýnd.Ef til vill væri fróðlegt fyrir fjölmiðla að bira kafla úr Borgarnesræðum og annað í þeim dúr.
Ætli viðbrögð þeirra eigi nú ekki einnig svolítinn þátt í því hvernig komið er fyrir landinu.Það skyldi þó aldrei vera staðreyndin.
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki verið meir sammála, Sigurður. Það er deginum ljósara, að vikadrengur forsetans, Mörður Árnason,var búinn að makka lengi með ÓRG að Bessaastöðum (eða við Sóleyjargötuna) jafnvel frá þeim degi, er svonefnd "Kossastjórn" var kynnt fyrir þjóðinni?
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 30.1.2009 kl. 16:34
Davíð hefur hreinan skjöld
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2009 kl. 16:46
Stofnanirnar lifa en embættismennirnir deyja. Er það þjóðarhollusta Davíð Oddssonar sem fyrir brjóstið á Fylkingunni?
Seðlabankinn og stærð hans er meira kostnaðarvandamál en forstöðumaðurinn fyrir þjóðarbúið, þó hann sé nauðsynlegur í augum ESB fjárfesta.
Haldi þið OECD hafi ekki allar þjóðir undir smásjánni hvað varðar efnahagsmál, sér lagi þær sem bíða innlimunar. Hvenær haldið þið að fjármálasérfræðingar ESB hafi vitað hvert stefndi með einkabankageirann Íslenska? Af hverju höfðu þeir ekki samband við sína íslensku sósíal - demókrata jafningja ekki fyrr? Það er ekki allt sem sýnist, sumir hafa atvinnu af því að vita meira en aðrir á sumum sviðum. Tilgangurinn helgar meðalið hvað varðar sauðina.
Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 17:57
Er þetta ekki bara Baugsfólkið gegn Davíð. Ekkert nýtt finnst mér. Hvað skyldu þau vilja borga til að koma honum burt og hvað er það nákvæmlega sem þau eru svona óánægð með? Ég hef reyndar ekki mikla trú á að þau komi þessari stjórn á koppinn og ég vil frekar að forsetinn segi af sér en að Davíð fari. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.1.2009 kl. 18:19
Ef Davíð Oddsson hefði einhvern tíma á dögum útþenslustefnu stjórnvalda t.d. í utanríkismálum hefði farið að hægja á, þá hefði aðilar löngu verið búnir að reka hann. Ráðið einhvern nýjan Davíð Oddsson sem félli betur í kramið.
Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 19:28
Pólitík er skemmtileg, hún er eins og lífið, sé það alltaf betur og betur. Sonur minn er 8 ára hann verður örugglega fínn pólitíkus þegar hann verður eldri, ef honum tekst að standa í stað í þroska. Það er nefnilega þannig að það er margt sameiginlegt með 3 bekk og pólitík, Ég gerði ekki neitt! Hann gerði þetta og hann gerði hitt! Ef þú býður mér í afmælið þitt þá skal ég bjóða þér í mitt! Ég skal gefa þér súkkulaði ef ég fæ kúlu hjá þér. Svo geta börnin orðið mjög reið og staðið við hlið vina sinna og bakkað þá upp, þó þeir séu að ljúga einhverju svo ótrúlegu að engin trúir því. Ég hef aldrei heyrt neinn pólitíkus viðurkenna að hann eigi sök á einhverju sem miður hefur farið og einhvernveginn á ég ekki von á því! En stöku sinnum sjá blessuð börnin að sér og biðjast afsökunnar.
Guðmundur Þórðarson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:42
Ég er sjálfstæðismaður. Ég er fertugur og er búinn að kjósa síðan ég var 18 ára. Alltaf X D! Enn núna finst mér að flokkurinn hafi svikið mig og Davíð hann Davíð sem ég bar svo mikla virðingu fyrir hað er hann búinn að gera þjóðini? Halló! Hvað gerðist hérna? Maðurinn var sá sem stýrði seðlabankanum og átti að passa upp á okkur og þá sérstaklega að ríkið gæti ekki gert eh af sér! Davíð sveik þjóðina og mest af öllum sveik hann flokkinn.
óli (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:26
Þetta kann að vera rétt hjá þér Stefán J. Hreiðarsson. Ég er samt ekki hæf til í að dæma um tungumálafærni hans, enda aldrei hitt manninn. Hann var þó búinn að vara við hættunni og hann mælti með þjóðstjórn sem Þorgerður kvað í kútinn á nóinu. Endum við ekki með þjóðstjórn núna. Hefði ekki verið fínt að mynda hana strax í oktober og forðast öll þessi læti. Óli ef þú ert í alvöru fjörutíu ára þá veistu að ríkisstjórnin ber ábyrgð á stjórn landsins ekki seðlabankastjórnin. Gunnar Þór er greinilega sérfróður um sjálfstæðismenn kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:44
Aðilar löggjafans hjá þeim þjóðum sem kallast siðmenntaðar þurfa að vera sein fara og gefa sér góðan tíma sem aðhaldsaðilar sameiginlegra framkvæmda þjóðveldisins. Alls ekki þá karaktera í forsvari framkvæmda í stöðunni nú. Það má segja að fyrir daga sjónvarpsins hafi farið saman hæfi til framkvæmda og úrvalsins á þingi. Þess vegna var ráðherrum treyst þó þeir kæmu úr röðum lagasmiða. Til dæmis var ein flokkur, ég nefni ekki nein nöfn, velskipaður af fólki sem hafði hæfileika til að vera gagnrýnin á sjálfan sig. Hæfileiki sem framkvæmdaherra verður að búa yfir ef hann er jafnframt lagasmiður og á að halda sköttum í lámarki, að kröfum þjóðarinnar um löggjafarvaldið: þingmennina almennt. Enginn alvöru auðhringur myndi ráða þess flóru sem er inn á þingi, að því er heyrist, til að læra, til framkvæmdastarfa. Þau ganga út á snöggar sjálfstæðar ákvarðanir. Stjórnarskrá gerir bara kröfu um sjálfstæðar ákvarðanir af hálfu lagasmiðanna. Enda óeðlegt hjá siðmenntuðum þjóðum að semja lög í flýti.
Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 23:07
óeðlilegt
Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.