Siv óánægð með leikrit Samfylkingar og Vinstri grænna.

Myndun Vinstri stjórnar er að verða hálf vandræðaleg.Frumsýning ríkisstjórnarinnar átti að fara fram í dag eða í síðasta lagi á morgun. Nú lítur allt út fyrir að ríkisstjórn verði ekki til fyrr en í næstu viku ef únverður þá til.

Siv Friðleifsdóttir,framsóknarkona lýsti því yfir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld að Framsóknarflokkurinn væri ekki ánægður með leikrit Samfylkingar og Vinstri grænna.

Allt er þetta mjög merkilegt. Samfylking og Vinstri grænir setja saman sáttmála og ráðherralista,en virðast lítið ræða við Framsóknarflokkinn,sem þeir verða þó að stóla á ætli þeir að koma málum í gegn á Alþingi.Þá loksins er eins og Framsóknarmenn átti sig.Að sjálfsögðu geta þeir ekki tekið við óútfylltum tékka og samþykkt fyrirfram að styðja ríkisstjórn án þess að vita almennilega hvað hún ætlar að gera.

Hvers vegna í óskupunum voru Framsóknarmenn ekki hafðir með frá byrjun? Byrjunin á þessu væntanlega Vinstra samstarfi er allavega ansi vandræðaleg hvað sem síðar kann að verða.

Síðasta afrek Samfylkingarinnar var að skilja Fjármálaeftirlitið stjórnlaust. Það ástand þolir nú varla marga daga.

Nú reynir á Framsóknarflokkinn,hvort hann ætlar að samþykkja kosningaplagg Vinstri grænna og Samfylkingar og koma þeim hugsanlega einum til valda eftir kosningar. Hvað hefur Framsókn unnið með slíku. Eða ætlar Framsóknarflokkurinn að sjá til þess að eitthvað nraunhæft verði gert fram að kosningunum,þótt það verði ekki til að auka vinsældir Samylkingar og Vinstri grænna.

Framsóknarflokkuirinn hefur þróun mála ansi mikið í sínum höndum.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Er frammsókn ekki bara að undirbúa næstu kosningar og nota þetta sem stökkpall

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 30.1.2009 kl. 21:41

2 identicon

Hæ bumbuslagarar!

Við þurfum að sýna Framsóknarflokknum að við kunnum ekki að meta svona ábyrgðarleysi á þessum tímum.  Þeir eru að reyna að slá sig til riddara og nota fjölmiðlaathyglina.  KENNUM ÞEIM EITTHVAÐ UM HINA NÝJU SIÐBÓT! 

MÆTUM ÖLL Á MORGUN Á LAUGARDAGSFUND Á AUSTURVELLI OG MÓTMÆLUM FRAMKOMU FRAMSÓKN.

Allir samtaka nú í aðhaldinu!

Kveðja Helga Óskars

Helga Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ágæti Gunnar Þór.Hafir þú lesið mín skrif hef ég nú æði oft gagnrýnt ýmislegt hjá Sjálfstæðisflokknum.Ég hef nú ekki alltaf verið já maður í Sjálfstæðisflokknum.Ég er heldur ekkrt ánægður með það sem Siv Friðleifsdóttir leikrit Samfylkingar og Vinstri grænna í stjórnarmyndun. Vonandi fer þetta nú samt ekki í meiri vitleysu en nú þegar er orðið.

Sigurður Jónsson, 30.1.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það er ljóst að Siv stendur ekki eins þétt upp við sinn nýja formann og hún lofaði á landsfundi um daginn. Kannski hefur hann ekki sýnt henni stuðning. Þetta mál er fyrst og fremst innanhússátök hjá Framsóknarflokknum en hefur ekkert með Samfylkinguna og VG að gera. Eðlilega eru menn þar að læra nýjar valdalínur og það verður fróðlegt að sjá hvort Sigmundur er yfirhöfuð með nokkra stjórn á flokknum. Allavega virðist svo ekki vera m.v. hversu mikið blessaður maðurinn hefur þurft að bakka með sín upphaflegu loforð.

Lára Stefánsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband