Er norska króna lausnin og við gleymum ESB ?

Ég heyrði það í fréttunum að formaður norska Miðflokksins ætlar að beita sér fyrir því að stofna myntbandalag við okkur Íslendinga og hjálpa okkur að sleppa við að ganga í ESB,eins og formaðurinn orðar það.

Athyglisverð hugmynd. Margir eru þeirrar skoðunar hvað sem líður spurningunni um ESB aðild að okkar íslenska krónur sé ekki neitt til að byggja á framtíðinni. Við verðum hreinlega að taka upp aðra mynt.

Steingrímur J. fjármálaráðherra,landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra ásamt því að vera formaður VG.hefur áður viðrað þessa hugmynd.

Fróðlegt verður nú að fylgjst með viðbrögðum Samfylkingarinnar. Er flokkurinn tilbúinn að fallast á tillögur nýja fjármálaráðherrans og taka í útrétta hönd Norðmanna og gleyma öllu tali um ESB.

Merkilegt er í stjórnarsáttmálanum að nú er ekki kveðið eins hart um ESB og áður. Samfylkingin styllti Sjálfstæðisflokknum upp við vegg fyrir nokkru og sagði annaðhvort samþykkið þið aðildarviðræður við ESB eða við slítum stjórnarsamstyarfinu.

Ekki þurfti nú að bíða eftir svari Sjálfstæðisflokksins,en merkilegt er að sætta sig við að ESB er útaf borðinu.Er ESB ekki lengur kraftaverkið í hugum Samfylkingarinnar.

Annars held ég það væri best að Sjálfstsæðisflokkurinn legði fram tillögu á Alþingi þess eðlis að við tækjum upp viðræður við Norðmenn um myntbandalag.

Styðji Sjálfstæðisflokkurinn það er meirihluti fyrir því á Alþingi.


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband