Samstaða í ríkisstjórn? Álver á Bakka? Össur Já,Kolbrún Nei. Hvalveiðar? Jóhanna Nei,Guðbjartur Já. ESB ? Samfylkingin Forgangsmál.Vinstri grænir Barnaskapur.

Á fyrsta starfsdegi hinnar nýju Vinstri ríkisstjórnar kemur strax í ljós að Samfylkingin og Vinstri grænir líta hlutina ansi misjöfnum augum. Málin sem ég tek hér í fyrirsögninni segja allt sem segja þarf.


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er alveg satt hjá þér. Best er að hafa bara einn flokk. Eina skoðun. Láta þennan eina ríkisflokk stjórna öllum fjölmiðlum og setja fjölmiðlalög á þá sem brjótast undan því oki. Þá eru ekki þessar pirrandi mörgu skoðanir og sjónarmið sem þarf að sætta.

Bestu kveðjur til þín.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 21:00

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta fer að verða meiri brandarinn, já, nei, guðbjartur vill hval, Jóhanna nei, hverslags rugl er þetta???

Ágúst segir hér að Samfylking vinni að ríkisstjórn að fullum heilindum, jeee right!!

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456854/2009/01/21/0/

Ægir Óskar Hallgrímsson, 2.2.2009 kl. 21:53

3 identicon

Já, dragið fram glundroða-kenninguna. Var ekki allt betra þegar Davíð ákvað þetta allt bara?

Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er alsæll með þessa yfirlýsingu Kollu - bara meira af þessu frá VG og Samfylkingu 

Síðan legg ég til að VG skoði ummæli Hjörleifs Guttormssonar alvarlega varðandi friðun Dreka svæðisins  

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.2.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta var dagur eitt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Stefanía

Dagur eitt já,..og því miður held ég að þeir verði ekki skárri sem framundan eru.

Stefanía, 3.2.2009 kl. 00:01

7 Smámynd: Björn Birgisson

Óttalegur barnaskapur í þessari færslu og athugasemdum. Það var nauðsyn að skipta Sjálfstæðisflokknum út. Þó það væri breyting breytingarinnar vegna. Kemur flokknum líklega vel í vor. Skiptar skoðanir eru hraustleika merki og bera vott um að lýðræðið sé að virka. Er lýðræðið eitthvað lasið innan Sjálfstæðisflokksins?

Björn Birgisson, 3.2.2009 kl. 10:18

8 identicon

Það er allavega ekki hægt saka þessa flokka um skoðanakúgun, hvað þá um baktjaldamakk. 

En þetta sýnir hvað er stutt í kosningar og menn þurfa að láta sýnar skoðanir á málunum koma fram. Þingmenn eru komnir í kosningabaráttu, það er ekki flóknara en það. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:48

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessi stjórn verður kennd við einelti.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2009 kl. 14:47

10 identicon

Ertu að fatta það núna að það eru tveir flokkar í ríkisstjórn? Ég minnist þess ekki að þegar Samfylking og Sjálfstæðisflokkur voru ósammála að þá kæmi glundroðakenningin fram með svo skýrum hætti eins og þú berð hana fram hér. Þetta er orðin þreytt kenning að aðeins Sjálfstæðismenn kunni að fara með stjórn mála, hið gagnstæða hefur sýnt sig svo ekki verður um villst að Sjálfstæðisflokkurinn er það versta sem komið hefur fyrir þjóðina okkar. Hvernig væri nú að þú og fleiri opnuðu augun gagnvart þessari staðreynd? Eða er það svo mikilvægt að vera í liði, að öll mannleg skynsemi er látin lönd og leið vegna dýrkunar á flokknum. En verði þér að góðu, settu púss þitt við óheiðarleika og spillingu mín vegna, mér er alveg sama, en réttast væri þó að þið sem hafið með atkvæðum ykkar stutt þennan Íslandsmeistara í spillingu, reikinginn fyrir efnahagshruni þjóðarinnar.

Valsól (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:52

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Valsól, er þér virkilega í nöp við skoðanir mínar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2009 kl. 15:20

12 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er dálítið skemmtilegt að sjá hvernig sumir bregðast við ábendingum mínum um skiptar skoðanir núverandi stjórnarflokka. Ég er ekki að búa til neina glundroðakenningu.Þetta liggur á borðinu og hefur komið fram opinberlega frá þeim sjálfum. Ætla menn virkilega að halda því fram að ríkisstjórnarflokkarnir þurfi ekki að vera samstíga í málum eins og álveri á Bakka eða hvort leyfa á hvalveiðar. Ég hef líka verið að benda á að í hugum Samfylkingarinnar var ESB málið í algjörum forgangi.Stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri sjálfhætt ef ekki yrði sótt um aðildarviðræður. Í samstarfi við VG virðist þetta ekki skipta máli.

Sigurður Jónsson, 3.2.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband