Á degi 2 hefur það komið í ljós að hingað til hefur Vinstri stjórnin einungis verið samstíga í einu máli sem hefur fengið umfjöllun í fréttum.Það mál er að reka Davíð Oddsson,Seðlabankastjóra. Það lítur út fyrir að stjórnin hafi verið mynduð fysrt og fremst út á það mál.
Eins og sést á fyrirsögninni kemur á degi 2 eins og á degi1 að mikill skoðanamunur er hjá ráðherrunum á ýmsum grundvallarmálum. Svona til að undirstrika það vegna athugasemda hafa komið við skrif mín þá er ég ekki að búa til glundroðakenningu. Þessir skiptu skoðanir Vinstri ráðherranna mátti heyra í fréttum sjónvarpsstöðvanna í dag.
Spennandi að fylgjast með degi 3 í Vinstri stjórn.
Pólitískar hreinsanir og heift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður. Ó, þetta er sárt. Ykkur líður illa. Reynið samt að vera málefnalegir.
Valdemar.
Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:00
Ótrúlega gaman að horfa á fullorðna menn grenja eins og smábörn - leggjast svona lágt til þess að reyna að ata heiðarlegt fólk aur - eingöngu til þess að geta réttlætt fyrir sjálfum sér að það sé í lagi að halda áfram að kjósa spillingarflokkinn sinn sem setti þjóðarbúið á vonarvöl og þegna landsins í skuldasúpu sem vart er séð fyrir að hægt sé að losa þá úr.
Haltu bara áfram að sýna þitt rétta andlit - það hlæja allir að svona grenjandi fullorðnum mönnum.
Þór Jóhannesson, 3.2.2009 kl. 20:09
Sjáðu nú til Sigurður minn - það mál að reka DO er stórmál, bæði fyrir þjóðina og Flokkinn. Það er óhrekjanleg, innvígð og innmúruð, staðreynd að yfir 90% þjóðarinnar vill DO burt úr Seðlabankanum. Aumingja Geir var sjálfur búinn að biðja hann að gera svo vel að víkja. DO neitaði honum blákalt og felldi þar með endanlega ríkisstjórnina. Ég þykist viss um að innst inni ertu sammála því að DO þarf að víkja til að endurvekja traust Seðlabankans.
Þá komum við að því sem alvarlegra er. DO hefur verið andlit sjálfstæðisflokksins í tæp tuttugu ár. Hann og hirð hans hafa deilt og drottnað í Flokknum og siðgæði hans ("svona gerum við ekki") hefur gegnsýrt flokkinn. Jámenn DO eru í virðingarstöðum víðsvegar í þjóðfélaginu, í bönkum, hjá ríkisvaldinu, í fyrirtækjum, háskólum o.sv.frv. Allt þetta fólk styður ofsafrekan, veruleikafirrtan lýðskrumara blákalt; Fyrst er það Foringinn, þá Flokkurinn og síðast þjóðin.
Þessi hugsunarháttur er baneitraður og stórhættulegur þjóðinni. Það er dagljóst að við verðum að losa okkur við hann. "Með illu skal illt út reka" sagði DO í fyrra og nú er komið að skuldadögunum.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:53
Ég held nú að fólk hlæi að virðulegum ráðherrum, sem á tveimur starfsdögum ríkisstjórnar hafa talað í sitt hvora áttina. Ég veit ósköp vel að vinstri mönnum finnst ekkert gaman að sjá svona dæmi. Enn og aftur. Ég er ekki að búa þetta til heldur aðeins að draga fram það sem fulltrúar Vinstri stjórnarinnar hafa sagt í fjölmiðlum.Þetta er alls ekkert sárt fyrir mig.Mér finnst þetta bara skoplegt og brosi bara að þessu.
Sigurður Jónsson, 3.2.2009 kl. 21:06
Sæll nafni,
Merkilegt hvað vinstra liðið sem gasprar hérna á síðunni þinni er hörundsárt. Þetta er allt satt sem kemur fram hjá þér, megintilgangurinn er að hrekja Davíð úr embætti.
Það eru einmitt svona gáfumenni úr röðum Samfylkingarinnar sem bera mesta ábyrgð á allri vitleysunni, auðvitað með Bessastaðabóndann fremstan í flokki.
Sigurður Sigurðsson, 3.2.2009 kl. 21:09
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að stjórna þessu landi samfleytt í 18 ár . Þið hafið verið með Forsætisráðuneytið , Dómsmálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið í öll þessi ár . Og hver er viðskilnaðurinn eftir þessi ár , jú Ísland er gjaldþrota . Skuldar 2400 miljarða . Það er ekki nema von að menn verji þetta . Og engin að þessum snillingum , biður þjóðina afsökunar .
Vigfús Davíðsson, 3.2.2009 kl. 21:24
Gerðu nú heiðarlega tilraun til að svara málefnalega Sigurður minn. Ég er að benda þér á þá staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill losna við DO úr Seðlabankanum en gamli Foringinn gefur þjóðinni puttann og situr eins og hann eigi lífið að leysa. Sjálfur var hann búinn að lögleiða eftirlaunaósómann og 7 ára setu Seðlabankastjóra til að búa í haginn fyrir sjálfan sig - Sigurður - sjálfan sig en ekki íslensku þjóðina. Þetta fyrirbæri er með þvílíkum böggum hildar að 2002 voru helbláir sjálfstæðismenn farnir að hvísla um "andlegt ístöðuleysi" Foringjans.
Sagan á eftir að dæma þennan manngarm sem eitt mesta úrþvætti Íslandssögunnar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:35
Þór Jóhannesson er náttúrulega alveg ótrúlegur í hræsni sinni. Á það til að tala um mál sem hann veit nákvæmlega ekkert um (sbr. ræðuna hennar Katrínar Oddsdóttur), þvaðra einhvern popúlískan þvætting sem á sér litla stoð í raunveruleikanum og talar svo um að sjálfstæðismenn "væli" þegar hann "vældi" á nákvæmlega sama hátt fyrir 2 mánuðum síðan.
Þór: Þú verður að leyfa fólki að hafa sínar skoðanir án þess að þú sturlist gjörsamlega eins og einhver vitstola gömul kerling. Gagnrýndu á málefnalegan hátt, haltu þig við málefnin og lestu a.m.k. þann pistil sem þú ætlar að gagnrýna. Það hlustar enginn á miðaldra karl sem getur ekki haldið minnstu ró í umræðum sem þessum.
Svo verð ég að segja að athugasemdirnar hérna eru alveg ótrúlega barnalegar. Ég sé hvergi að Sigurður sé að mæla Davíð Oddssyni bót né að hann tjái sig nokkuð um brottvikningu hans, aðeins að hann talar um að þetta sé eina málið sem núverandi ríkisstjórn hefur náð saman um.
Les fólk yfirleitt færslur áður en það kemur með athugasemdir?
Gummi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:58
... nú bregða flokksgæðingarnir sér á skeið: "Svo verð ég að segja að athugasemdirnar hérna eru alveg ótrúlega barnalegar. Ég sé hvergi að Sigurður sé að mæla Davíð Oddssyni bót né að hann tjái sig nokkuð um brottvikningu hans, aðeins að hann talar um að þetta sé eina málið sem núverandi ríkisstjórn hefur náð saman um."
Ef að Gummi gerði nú svo lítið að taka af sér helbláu flokksgleraugun og lesa athugasemdir mínar við skrif Sigurðar þá ætti hann (væntanlega) að komast að því að ég er að reyna að benda Sigurði á að brottrekstur DO er stórmál fyrir Flokk og þjóð. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir sjálfstæðismenn að þessi þjóðníðingur og landráðamaður skuli hafa leitt Flokkinn allan þennan tíma.
Ég bíð enn eftir svari Sigurður.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:28
Svara ekki nafnlausum bleyðum (en skil þó að menn þori ekki að koma fram undir nafni sem styðji þennan spillingarflokk - þó það lýsi líka betur rotnu innræti þeirra sem vita upp á sig sökina en halda áfram að styðja viðbjóðinn).
Þór Jóhannesson, 3.2.2009 kl. 22:30
Þetta verður ekki erfitt fyrir okkur sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu ef þau munu halda áfram að haga sér svona. Er bara áfamhald á því hvernig Samfylkingin var, gjammandi út og suður og jafnvel í nokkrar áttir í einu, engin samvinna eða samstaða.
Farinn að hlakka til að sjá dag 3.
Carl Jóhann Granz, 3.2.2009 kl. 22:35
Já,það er nú það. í færslu minni var ég einingis að greina frá staðreyndum. Hvort sem vinstri mönnum líkar það betur eða verr er eina málið hingað til sem birst hefur okkur í fjölmiðlum sem samstaða er um er brottrekstur Davíðs.Í færslu minni var ég ekkert að kommenta á það. Þið verðið bara að kyngja því að í öðrum málum hafa flokkarnir talað út og suður.
Sigurður Jónsson, 3.2.2009 kl. 22:36
Mikið skelfing leggst nú lítið fyrir þig, Sigurður minn, að svara svona út og suður um Eyjar og Nes. Reyndu nú að manna þig uppí að svara mér hvort þetta "eina mál" sem þú telur að samstaða sé um hjá minnihlutastjórninni sé ekki einmitt STÓRMÁL fyrir land og þjóð. Það er knýjandi nauðsyn fyrir trúverðugleika Íslands gagnvart umheiminum að reka þennan holdgerving pólitískrar spillingar og siðleysis. Í framhaldinu þarf að hreinsa samfélagið af meinvörpum Flokksins.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:49
Hilmar
þetta er stórmál fyrir minnihlutann sem nú situr í ríkisstjórn. En þetta skiptir nákvæmlega engu máli í stóra samhenginu.
það hljóta allir að sjá að hér er bara um að ræða pólitískar ofsóknir af ljótasta tagi.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.