Það þurfti ekki að bíða eftir 3ja degi Vinstri stjórnarinnar til að sjá hversu bullandi skoðanamunur er hjá þeim á ýmsum stórum málum.
Vinstri stjórnin verður að treysta á stuðning Framsóknarflokksins til að koma málum í gegn. Það liggur fyrir að Steingrímur sjávarútvegsráðherra ætlar að afturkalla leyfi til hvalveiða þótt 67% þjóðarinnar sé fylgjandi. Steingrímur hafnar þar með að nokkur fjöldi fólks fái atvinnu og gjaldeyristekjur komi í þjóðarbúið.Hann vill frekar velja skattpíningaraðferð Vinstri manna.
Siv þingflokksformaður segist muni taka málið upp á alþingi og þar sé væntanlega meirihluti fyrir að leyfa hvalveiðar. Ætlar Steingrímur J . að ganga gegn vilja Alþingis og vilja meirihluta þjóðarinnar.
Birkir Jón varaformaður Framsóknarflokksins var ekkert að skafa ofan af því þegar hann sagðist ekki myndi styðja vinstri stjórnina ætli Kolbrún umhverfisráðherra að stoppa fyrirhugaðar álversframkvæmdir á Bakka.
Á þessum 2 fyrstu dögum Vinstri stjórnar væri synd að segja að einingin réði ríkjum á nýja stjórnarheimilinu. Miðað við það sem enn hefyr komið fram er bara sátt um eitt mál þ.e. að reka Davíð Oddsson, sem að þeirra áliti má rekja allt það sem miður hefur farð á síðustu árum á Íslandi og sennilega heiminum öllum. Þó mér hafi nú alltaf fundist Davíð merkileg persónu dreg ég samt í efa að hann sé svona ofboðslega merkilegur eins og vinstri menn telja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu, voru ástir síðustu hjóna eitthvað samlyndari?
Gestur Guðjónsson, 3.2.2009 kl. 22:54
Ég er ekkert hissa það getur enginn stjórnmálaflokkur unnið með vinstri grænum, því sömu gildi eru þar og voru hjá alþýðubandalaginu, argasta afturhald og skattahækkunarleiðir það er það eina sem þeir kunna. Ég býð ekki í búsetu hér á landi ef þeir komast í oddastöðu eftir næstu kosningar. Ég trúi því ekki að framsókn leyfi Steingrími að hætta við hvalveiðarnar, það væri skandall, ef þær yrðu blásnar af.
Gísli Már Marinósson, 3.2.2009 kl. 23:04
Það kom að því að Sigurður opnaði sig: "Þó mér hafi nú alltaf fundist Davíð merkileg persóna"(sic)! Ekki er að spyrja að einlægri og fölskvalausri persónudýrkuninni hjá ykkur Flokksverjum Sigurður minn. Merkileg persóna - My Ass! Þessi hamfaraskepna hefur farið langt með að steypa landi og þjóð í glötun - og litlu helbláu Flokksverjarnir líta á "merkilegu persónuna" sína með stjörnublik í augum. Ykkur er sannarlega ekki viðbjargandi í bráð og lengd.
Að síðustu mæli ég með því að Flokkurinn verði bannaður á Íslandi.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:05
andvana fædd ríkisstjórn?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 23:13
Já, vissi ég ekki. Kominn gamla"ráð-stjórnar" aðferðin. Setja bara lög, sem banna "óþægilega stjórnmálaflokka og/eða andstæðnga. Einfalt og áhrifaríkt! Lifi lýræðið!!!
Högni V.G. (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:23
Stjórnarsamstarfið hangir sem sagt saman á Davíð Oddsyni.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 4.2.2009 kl. 00:11
Sigurbjörg. Svolítið er nú skrítið að spyrja hvort ekki sé allt í lagi með mig.Ég hef aðeins verið að lýsa ástandinu á nýja Vinstri stjórnar heimilinu. Ég held þú hljótir að þurfa að spyrja aðra en mig þessarar spurningar.
bestu kveðjur til Sandgerðis,varla eru nú allir í meirihlutanum ánægðir með Vinstri stjórnina,eða hvað?
Sigurður Jónsson, 4.2.2009 kl. 00:35
Þetta er nú kannski spurningin hvort það sé nokkuð sniðugt fyrir þau að losa sig við Davíð, þau myndu eflaust flosna upp í kjölfarið ef það er eina límið í þessu sem virðist vera.
Vonandi tekst þeim nú allavega að vinna fram að kosningum, spurning hvort það þurfi að flýta þeim meira en nú er von.
Carl Jóhann Granz, 4.2.2009 kl. 08:57
Þetta er ákaflega sundurlaus hjörð og allir út og suður. Ekkert vit í þessu. Fjármálaráðherra vill Norska krónu, Viðskiptaráðherra vill í ESB, Forsætisráðherra er með hreingerningaræði og kennir einum manni um allt saman.
Um að gera að kenna öðrum um, þetta lið er allt búið að eiga sinn þátt í hvernig komið er.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.