Baugur á hausinn? Jón Ásgeir býr til samsæriskenningu. Kann ekki að skammast sín.

Alveg er það merkilegt með Jón góða Ásgeir að hann skuli nú enn og aftur búa til samsæriskenningu vegna hrakfara sinna í verslunarrekstri á erlendri grundu. Nú er kenningin að Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson sé að setja Baug á hausinn. Kenning Jóns góða að Davíð sé ekki tilbúinn að hætta í Seðlabankanum nema að Baugur verði sett á hausinn.

Er ekki nokkur leið að Jón Ásgeir liti í eigin barm og viðurkenni að hann er ekki sá snillingur í fjármálarekstri eins og hann vill vera láta. Það er sorglegt að hlusta á þá menn sem sett hafa íslensku þjóðina á hausinn að vera sífellt með samsæriskenningar. Væri ekki nær að biðjast afsökunar á framferði sínu.

Gera þessir menn sér enga grein fyrir því að það er almenningur sem situr uppi með gífurlegar skuldir og mun erfiðari lífskjör enn áður. Merkilegt er að mótmælahóparnir skuli nánast að engu leyti hafa beint mótmælum sínum að þeim aðilum sem settu þjóðina á hausinn.

Að hlusta á Jón Ásgeir enn halda því fram að Davíð Oddsson sé að setja hann á hausinn er með ólíkindum.Að búa til kenningu að Davíð ætli að hætta sjálviljugur ef Baugur verði sett á hausinn er hreint og beint fáránleg tilgáta. Hvers vegna í óskupunum ætti Davíð að tengja þetta saman.

Væri nú ekki nær fyrir Jón Ásgeir að hann byðist til að borga þann hluta þjóðarskuldarinnar sem rekja má til hans umsvifa. Það eru ansi háar upphæðir sem almenningur þarf að taka á sig vegna útrásar og bankastarfsemi Jóns Ásgeirs og félaga.


mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér.

Anna (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:49

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Siggi ég hreinlega veit ekki hvernig hægt er að bjarga þessu fólki eð akoma nokkru tauti við það. - - SKrýtið með mikið af þessu fólki sem hefur efnast á einn eða annan hátt að um leið og fer að halla undanfæti þá er það alltaf einhverjum öðrum að kenna.

Svo vil ég að við leggjumst á að Martin Eyjólfsson verði fyrsti kostur fyrir Sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi í omandi ALþingiskosningum - hvort það er raunhæft hef ég ekki hugmynd um en þörf er á svo fersku blóði sem hvergi hefur verið tekist á um áður.

 bestu kveðjur

Gísli Foster Hjartarson, 4.2.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Benedikt Bjarnason

Ég ætla ekki að gera það að umfjöllunarefni hvernig samskiptum þeirra Jóns Ásgeirs og Davíðs er háttað eða skuldir fyrirtækja Jóns eða honum tengdum.

En fyrir jól kom fram hópur fólks sem taldi sér það helst til tekna að hvetja til þess að fólk færi í verslanir Bónus á Þorláksmessu í þeim eina tilgangi að gera starfsfólkinu erfitt fyrir með tómum fíflaskap. Ekki er ég viss um að undirtektirnar hafi verið miklar.

Hefur einhver velt því fyrir sér hvað gerðist í þjóðfélaginu ef t.d. Bónusverslanirnar hættu? Það er engin trygging fyrir því að aðrir myndu taka þær verslanir yfir. Vöruverð myndi örugglega hækka. Áhrifin yrðu ófyrirséð. Minna má á að margt fólk sem býr í dreifbýlinu er að keyra hundruð kílómetra til að versla í lágvöruverslununum.

Það er ekki bæði sleppt og haldið. Fólk mætti örlítið hugsaum það hvað tækir við ef Bónus yrði gjaldþrota. Ég veit það ekki, en ekki get ég óskað þess.

Benedikt Bjarnason, 4.2.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Hammurabi

Það eru aðrar lágvöruverslanir, t.d. krónan.

Bónus er ekki baugur.

Bónus verslanirnar eru hluti af mafíu sem er búin að hækka matvælaverð upp úr öllu valdi. Ég er viss um það að þegar þeir eru farnir, þá mun matvælaverð lækka, miðað við vísitölu.

Hammurabi, 4.2.2009 kl. 13:36

5 identicon

Baugur Group á ekkert í Bónus

Dóri (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:37

6 identicon

Segðu mér Hammurabi, fávísum almúgamanninum, hvers vegna í ósköpunum Kaupás lækkar ekki verðið strax í búðum sínum (Krónunni t.a.m.) fyrst þeir hafa ráðrúm til þess? Af hverju þurfa þeir að bíða eftir að "Bónusmafían" rúlli yfir?

Guðm. B. Guðm. (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:30

7 identicon

Gæti verið Guðmundur Marteins eða Guðlaugur Gauti eigi eitthvað af þessum athugasemdum hér fyrir ofan??? (tveir æðstu menn innan Bónus)

Og spurning hvort Jón Ásgeir hafi einhver tíman heyrt um söguna "Úlfur Úlfur"

Hver veit (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:50

8 Smámynd: Offari

Ég verð að viðurkenna að sú áróðustækni útrásarvíkingana að gera sem flesta meðseka er í raun frábært trix. En vandamálið er að þessi blekkingarleikur þeirra hefur stórskaðað þjóðina. Tróverðuleik trausti réttlæti og friði hefur verið stolið.

Offari, 4.2.2009 kl. 15:14

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Guðm. B. og Hammurabi, ég hef verslað í Krónunni nánast eingöngu frá hruni vegna ógeðsins sem að ég fékk á viðskiptaaðferðum JÁJ og get vottað það að Krónan er litlu dýrari en Bónus í flestum vörum en með í mörgum vörum breiðari línur og meiri gæði.

Mæli hiklaust með Krónunni.  Kaupum ekkert í dag í Bónus nema bleijur, Libero fást af einhverjum ástæðum ekki í Krónunni.

Baldvin Jónsson, 4.2.2009 kl. 15:23

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

Gísli Foster. Líst vel á hugmynd þína um Martin Eyjólfsson. Virkilega frambærilegu kandidat,sem hefur góða menntun og starfað í utanríksþjónustunni. Hann væri örugglega góður fulltrúi fyrir Suðurkjördæmi. Málið er að við þurfum hressilega breytingu á framboðslistanum.

Sigurður Jónsson, 4.2.2009 kl. 15:31

11 Smámynd: Maelstrom

Að Davíð Oddsson skuli ekki vera búinn að segja af sér er svo furðulegt að það er óútskýranlegt.  Hvort finnst ykkur trúlegra:

  1.  Davíð Oddsson trúir því staðfastlega að hann hafi gert allt rétt og hafi trúverðugleika til að sitja í sínum stól
  2. Davíð Oddsson neiti að segja af sér fyrr en Baugur rúllar

Hver er svo meiri bullukollur, Davíð Oddsson eða Jón Ásgeir Jóhannesson.  Davíð segir 1) og það trúir því enginn.  Jón segir 2) og ekki er það líklegt en þó miklu líklegra en 1).  Get alveg trúað þessu.

 Líklega er þriðji möguleikinn:

   3.  Davíð er búinn að missa það.  Hefur engan sans fyrir almannaáliti, skilur ekki hvað fór úrskeiðis og situr einangraður í Seðlabankanum, tilbúinn að hrauna yfir allt og alla sem setja sig upp á móti honum.  Hannes Hólmsteinn situr ennþá úti í horni og veltir því fyrir sér hvort hann verði skotinn í bakið ef hann fer fram á klósettið.

Maelstrom, 4.2.2009 kl. 16:56

12 Smámynd: Stefanía

Hvernig stendur á því að Fólki skuli finnast í lagi að Jón Ásgeir, eða allt sem honum tengist, þurfi ekki að standa skil á einu eða neinu, hann er sennilega þessi séra Jón.

Stefanía, 4.2.2009 kl. 22:20

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kratar í Viðskiptaráðuneytinu og R-listanum. ESB sinnar Já. Davíð Oddsson Íslendingur og borga ekki skuldir einkabanka Já. Bónus vinnur með sínum og borgar fyrir sig.

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 22:40

14 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Alveg með ólíkindum þessi yfirlýsing JÁJ í garð Davíðs Oddssonar, ég er nú ansi hræddur um að Davíð liggi í krampa yfir þessari vitleysu, hverslags rugl er þetta, ef eitthvað er ef Davíð hefði ekki tekið í spotta í Óktóber og látið þetta ganga, geta menn þá ímyndað sér hver staðan væri þá???

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.2.2009 kl. 21:43

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þær vörur sem ég versla eru ódýrastar karfan í Nettó svo í Krónunni  munur um 400 kr á Bónus í hverri ferð.  Ég kaupi ekki bleiur, Kattamat, vatns álegg og vatn kjötvörur, ósöluhæfar smá rækjur [vatns úðaðar minnst 7 sinnum á milli frystingar] eða holdrýrt þriðjaflokks lamakjöt af því þar er fitulaust og því bragðlaust. Ég vil heldur ekki sina og fitubjúgu, maður lifir ekki að bragðinu einu saman. 

Verðkannanir forustu ASÍA endurspegla þeirra neysluvenjur en eru enginn mælikvarði á hagstæðustu innkaup allra hinna.

Bónus mun hinsvegar vera einn helsti mótandi neysluverðsvísitölu, þökk sé lágum innkaupsverðum sem hann hefur tryggt sér.

Júlíus Björnsson, 5.2.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband