Steingrímur J.snýr við blaðinu.

Steingrímur J.formaður Vinstri grænna átti það til á góðum stundum að setja upp hátíðlegab svip og tala mildilega til þjóðarinnar til að sýna fram á hversu málefnalegur og tillitssamur hann væri. Hann vildi stuðla að virðingu Alþingis og einn liðurinn í því væri að stjórnarandstaðan hefði forseta Alþingis. með því móti væri hægt að auka samvinnu og gera Alþingi mun mikilvægara heldur en það hefði verið

Mörgum fannst þetta tal Steingríms J. skynsamlegt. En hvað? Um leið og hann er komin í ríkisstjórn og það minnihlutastjórn er eitt af fyrstu verkunum að sjá til þess að skipt sé um forseta Alþingis. Nú gegnur ekki lögmál Steingríms lengur. Nú skal forsetinn vera úr stjórnarliðinu. Er Steingrímur með þessu að segja að allt hans fallega tal hafi bara verið í plati. Var ekkert að marka hans fallegu orð öll árin sem hann var í stjórnarandstöðu.

Rétt er einnig að benda á að þessi stjórn situr aðeins í 80 daga og Alþingi kemur til með að starfa eitthvað skemur.Einmitt af þeirri ástæðu hefði nú verið upplagt fyrir Steingrím J. að sýna það af sér að hann meinti það sem hann sagði þegar hann var í stjórnarandstöðu.

En það er svo sem ágætt að kjósendur fái að sjá það svart á hvítu hvað gtillögur Steingríms frá stjórnandstöðuárunum vigta lítið.


mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Egilsson

Hefur tekið eftir því hvað maðurinn hefur róast, hættur að gaspra frammí fyrir ræðumönnum eða slá til forsætisráðherra?

Eins er hann næstum því farinn að tala rólegar, a.m.k. við fjölmiðla!

Að sumu leyti fer honum fram blessuðum!

Jónas Egilsson, 5.2.2009 kl. 00:02

2 identicon

Skrítið hvað sjálfstæðismenn heimta nú að ,,gamlar" tillögur Steingríms J. verði í heiðri hafðar, þó svo þeir sjálfir hafi harð neitað að verða við þessu síðustu 18 ár.

Það sýndi sig alveg í janúar hver völd forseta Alþingis eru, þegar hann setti á dagskrá umræður um áfengisfrumvarp þegar þjóðfélagið logaði í mótmælum og alþingismenn vildu ræða um ástandið í efnahagsmálum.

Hvar voru frumvörp sjálfstæðismanna sem þeir skella nú inn á Alþingi um efnahagsmál? Voru þau tilbúin? Af hverju voru þau ekki lögð fram? Vegna samfylkingarinnar? Varla!

Ekkert var sagt, ekkert var gert.  Eitt endalaust laumuspil. Nú er því lokið í bili.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Gústaf.

Þetta snýst EKKI um kröfu sjálstæðismanna um að nú skuli farið að hugmyndum Steingríms. Þetta snýst um viðsnúning hans sjálfs, tvöfeldni og allt að því hreina og klára hræsni. Hann segir eitt í stjórnarandstöðu þegar það hentar málflutningi hans og annað í stjórn, þegar það hentar stöðu hans þar.

Síðan, er þetta ekki bara spurning um afstöðu Steingríms, heldur afstöðu hans og annarra stjórnarliða til sjálfstæði þingsins. Þú mannst e.t.v. hversu mikið talað var um að auka ætti sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu o.s.frv. EN hvað gerist nú? Forseta þingsins er varpað fyrir róða, svo að ný stjórn geti stjórnað óhindrað með „þægan“ þingforseta við stjórn.

Að lokum Gústaf. Þessi málflutningur stjórnaliða er og heitir á mannamáli LÝÐSKRUM. Ég get lofað þér því að í þeim löndum sem sumir okkar landsmanna vilja líkja okkur við, væri stjórnin tekin í gegn af alvöru fjölmiðlum fyrir svona framkomu - jafnvel orðið að segja af sér!

Jónas Egilsson, 5.2.2009 kl. 10:19

4 identicon

Ef fyrrverandi ríkisstjórn hefði verið í öðrum löndum, hefði hún ekki setið lengi.

En það er ljóst að við erum ekki sammála. Í mínum huga eru ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar töluvert meiri lýðskrumarar en Steingrímur. Enda sést það vel á málflutningi sjálfstæðismanna um þessar mundir.

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Djöfull er ég sammála þér, Sigurður. Allt hans yfirbragð hefur breyst og meira að segja röddin orðin þýðari, allur biturleiki farinn úr andlitinu. Eins og Jónas Egilsson segir hér að ofan, þetta heitir lýðskrum.

Þessi stjórn virðist ekki átta sig á því að hún er minnihlutastjórn, alls ekki kjörin til setu og henni er ætlað að starfa til bráðabirgða fram að kosningum. Eins og stjórnmálafræðingar hafa bent á, þá þýðir það að þessi stjórn eigi að halda landinu á floti fram að kosningum. Hennar hlutverk er ekki að afturkalla ákvarðanir og lög fyrri stjórnar, segja upp stjórnum og mönnum hirst og her til að koma sínu eigin fólki að heldur að ganga í verkin sem voru langt komin í framkvæmd fyrri stjórnar, og klára þau. Þessi stjórn virðist hins vegar ætla að eyða mörgum dýrmætum dögum í þetta valdabrölt sitt og sýnir þar með okkur meira hugsandi, einmitt sitt rétta andlit. Þau eru enn í sigurvímu yfir að hafa komist til valda og ýtt Sjálfstæðisflokknum frá, en hvað gerist svo þegar þau þurfa að fara að vinna í alvöru? Þá kemur í ljós að þau hafa ekki hundsvit á málefnum þeirra ráðuneyta sem þau sitja í. Jóhanna hefur ekki hugmynd um störf Forsætisráðuneytisins og hvað þá nýi ráðuneytisstjórinn hennar. Þær munu eiga erfitt með að fóta sig þarna á svellinu og ég spái því að þessarri stjórn verði ekki neitt úr verki og steypi okkur enn lengra niður.

Má ég svo að lokum biðja um bloggvinátttu???

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 16:06

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

P.s. það virðist alltaf hafa verið eina sameiginlega markmið vinstri manna, að koma Sjálfstæðisflokknum frá, bæði í borgarmálum og ríkismálum..... en hvað svo þegar það hefur gerst? Hvað gerist þá? Þá vita þau ekkert í hvorn fótinn þau eiga að stíga og rífast innbyrðis og geta ekki komið sér saman um neitt annað málefni. Þetta er meira helv.... leikritið sem er verið að sýna okkur þessa dagana. Steingrímur á bláu Volvodruslunni..... hvar ætli hann hafi lagt 10 milljóna kr. jeppanum sínum á meðan???

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 16:09

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Jónas: "Hann segir eitt í stjórnarandstöðu þegar það hentar málflutningi hans og annað í stjórn, þegar það hentar stöðu hans þar."

Þessi setning á við alla íslenzka stjórnmálamenn, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Þetta er undirstöðuatriði í pólitík.

Páll Geir Bjarnason, 5.2.2009 kl. 17:11

8 Smámynd: corvus corax

Lilja G. Bolladóttir fer mikinn og er fullyrðingaglöð að hætti spillingarfélaga sinna í sjálfstæðisflokknum. "... en hvað gerist svo þegar þau þurfa að fara að vinna í alvöru? Þá kemur í ljós að þau hafa ekki hundsvit á málefnum þeirra ráðuneyta sem þau sitja í." Það er hreint ótrúlegt að lesa svona þvætting frá sjálfstæðishyskinu. Ekki varð nokkur maður var við það að spillingarflokkurinn sem kallar sig sjálfstæðisflokk hafi unnið nokkurn skapaðan hlut í alvöru á meðan á 18 ára ríkisstjórnarsetu stóð, nema þá að rústa efnahag þjóðarinnar og það köllum við skemmdarverk en ekki alvöru vinnu. Og sami spillingarflokkur hefur sýnt þjóðinni svo ekki verður um villst að ráðherrar flokksins höfðu minna en hundsvit á málefnum ráðuneytanna sem þeir stjórnuðu. Nægir í því sambandi að benda á algjöra heimsku Árna dýralæknis, skemmdarverk og spillingarumsvif Björns skaufhala Bjarnasonar og síðast en ekki síst heimskupör Guðlaugs Þórs sem taka út yfir allan þjófabálk enda maðurinn þekkur fyrir flest annað en andlegt atgervi ...blessaður ræfillinn. Svo er varaformaður spillingarflokksins, hrokadrottningin sjálf í sérflokki sem menntamálaráðherra og varla talandi á íslensku ...a.m.k. ekki hugsandi af neinni skynsemi. Já, margur heldur mig sig ...eða þannig.

corvus corax, 5.2.2009 kl. 17:23

9 identicon

" Mögnuð fráhvarfseinkenni..."

voru ummæli Steingríms um upphlaup Sjálfstæðismanna á þingi í í gær (4.feb) en þeir eru nú að reyna að vera í stjórnarandstöðu í fyrsta skipti í 18 ár. 

Bætti við að hægt væri að fá viðhlítandi meðferð við áfallinu. 

Fráhvarfseinkennin má líka greina á einstaka bloggsíðum líka! 

galberts (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 20:35

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sigurður. Þú gerir greinilega ráð fyrir því að Steingrímur ráði öllu í nýrri ríkisstjórn og að hann geti einn tekið upp á því að breyta því hvernig Alþingi er rekið. Við vitum öll að Davíð Oddsson réð öllu í Sjálfstæðisflokknum á meðan hann var formaður (og gerir örugglega meira og minna enn) en vinstri menn á Íslandi hafa aldrei unnið þannig. Einn maður hefur aldrei haft þvílíkt vald meðal vinstri manna á Íslandi. Þú veist því ekkert hvort Steingrímur hefur breytt um skoðun eða ekki. Kannski stakk hann upp á þessu um daginn og hinir sögðu nei. Þetta segir ekkert um hvort hann hafi skipt um skoðun eða ekki. Gefið mönnum tækifæri. Það er útilokað að þeir geri verr en ríkisstjórnir undanfarinna 18 ára.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.2.2009 kl. 20:55

11 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Já Steingrímur hefur breyst, veit ekki hvort til hins betra éður ei, en allavega gengur ekki upp að stoppa þetta og stoppa hitt, við verðum að skapa störf, og Lífeyrissjóðirnir verða að grípa inní einnig, varðandi Steingrím er þetta bara ekki...Nýji Steingrímur J.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.2.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband