Hefur ríkisstjórnin "Út og suður" umboð til að gera hvað sem er?

Ástandið í Seðlabankankanum tekur á sig ýmsar myndir.Nú ætlar Ingimundur að hætta en Eiríkuir ekki.Ekki er enn vitað hvað Davípð gerir.Þetta er að verða ansi spennandi. Annars er auðvitað stóra spurningin hvað minnihlutastjórn sem sitja á í 80 daga hefur mikið umboð til að gera stórfelldar bretyutingar í þjóðfélaginu.

Var ekki talað um að fyrri ríkisstjórn hefði ekki umboð þjóðarinnar til að starfa áfram því þyrfti að efna til kosninga þannig að Alþingi fengi nýtt umboð þjóðatrinnar til myndunar ríkisstjórnarinnar.Flokkarnir og framboðin myndu þá leggja sín stefnumál og hvernig vinna ætti að lausn mála. Ég tók undir það sjónarmið að það ætti að kjósa þannig að það færi ekkert á milli mál að ný ríkisstjórn hefði umboð til starfa.

Vinstri grænir og Framsóknarmenn tóku mjög undir kröfuna um kosningar og að það þyrfti umboð þjóðarinnar. En hvað? Um leið og þessir flokkar sáu möguleika á myndun ríkisstjórnar var allt tal um umboð þjóðarinnar fokið út í veður og vind. Nú var teklið til að framkvæma pólitískar hreinasanir. Hvað um málefnin? Þar virðist vera sitt hver skoðunin á hlutunum. Allt er þar út og suður. Eina sem samstaða er um er að reka Davíð.

Nokkur dæmi hafa þegar komið í ljós um ríkisstjórnina Út og suður þá fáu daga sem hún hefur starfað. Enn eitt dæmið um misjafnar skoðanir komu í ljós í hádegisfréttunum. Össur iðnaðarráðherra vill vinna að því að útlendingar geti eignast virkjanir.Kemur ekki til mála segir Jón Bjarnason þingmaður VG. Er þetta t.d. ekki dæmi um það stórt mál að 80 daga ríkisstjórn ætti ekki að vinna að slíku máli. Er ekki alveg á hreinu að ríkisstjórn sem ætlaði að selja útlendingum virkjanir þarf að hafa umboð þjóðarinnar til slíkra verka.

Það kemur svo greinilega fram þessa örfáu daga sem liðnir eru af valdatíma ríkisstjórnarinnar Út og suður að hún á ekkert sameiginlegt þegar kemur að málefnunum.


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Það getur verið rétt hjá þér,að ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar,en hún hafði vilja þjóðarinnar hvað við kemur Seðlabankastjórunum um að þeir hyrfu úr bankanum.

Hjörtur Herbertsson, 7.2.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Það sem er virðist frá mínum bæjardyrum að það skiptir meira máli að koma Davíð úr SÍ en að huga að hagsmunum fólks í landinu, forgangsröðin er gersamlega kolröng, þetta var það sem Samfylkingin vildi og gerðir Steingríms varðandi hvalveiðar eru ekki til að bæta þessa stjórn að mínu viti, auðvitað á að leyfa hvalveiðar, það er ekkert athugavert við það að veiða hval, og stuðla að aukningu í hvalaskoðum á sama tíma.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 7.2.2009 kl. 16:12

3 identicon

Allt er betra en ríkisstjórnin sem var:  Norður og niður, á hraðferð - allt á kostnað heimilanna og agerðarleysis "Flokksins".

"Enginn einstaklingur er svo merkilegur að hann sé merkilegri en hagsmunir flokksins." - Einhvers konar Einræðisherrafnykur og mæring á "Flokknum" í slíkum ummælum. Hvar er virðingin fyrir landinu, landsmönnum og auðlindum okkar - andlegum og veraldlegum?  - Ég get engan veginn skilið að fólk afsali sér almenningsréttindum og heilindum í hendur örfárra aðila sem hugsa einungis um hag "Flokksins" en ekki landsins. Afskaplega öfugsnúið og andstætt lýðræðislegri hugsun í heild sinni.

Flokkadrættir eru ekki lýðræði, heldur "persónulegar deilur flokka", sem hefur heldur ekkert með lýðræði að gera, þar sem enn og aftur hagsmunir landsmanna eru borðnir fyrir borð. davið hefur farið á kostum í sínu trippi sem Foringinn í Flokknum. davíð tókst að halda öllum sínum undrmönnum svo óöruggum, að hann gat gengið þurrum fótum yfir mesta aur, þangað til að sást í gegnum hann. N.B. sást í gegnum davíð af öðrum en "Flokksþrælum" þar sem davíð var búinn að umbreyta "Flokknum" í.  "Flokksþrælarnir" pissa enn í buxurnar ef þeir halda að þeir hafi makkað rangt gegn Kóngsa. Þessi farsi með davíð, Geir, Árna og þeirra þræla er orðinn eins og afbökun á Kafka: Umbreytingin.

Það kannski sýnir sig best hverning svona "Flokksforingjar" vinna er að skoða skrif Sigurðar hérna á blogginu. Sigurður skilur ekki haus frá sporði, nema hann sé innsti koppur í búri og skilur allt. Hann skilar sínu verki vel af sér, í hvoru tilfelli sem er.

Sumir eru svo óforskammaðir að þeir munu fremur selja landið en fremja landráð! Þér gengur vel með þetta allt Sigurður! 

nicejerk (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband