7.2.2009 | 18:00
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi þurfa að endurnýja listann.
Það er gott að Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að efna til prófkjörs 14.mars n.k. Það virðist í mörgum kjördæmum stefna í mikla endurnýjun á listum Sjálfstæðisflokksins,þar sem þingmenn hafa ákveðið að hætta.
Þessi staða er ekki uppi í Suðurkjördæmi. Allir þingmenn ætla að gefa kost á sér áfram. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það verður að eiga sér stað mikil endurnýjun á listanum. Fyrst og fremst vantar okkur sterkan aðila í forystu framboðslistans. Það eru stuttur tími til stefnu en vonandi geta einhverjir sterkir aðilar hugsað sér að leiða lista Sjálfstæðisflokksins hér í Suðurkjördæmi.
Ég held ég geti sagt fyrir hönd margra að eftirfarandi forysta: Árni M,Kjartan Ólafsson,Árni Johnsen,og Björk Guðjónsdóttir sé ekki mjög spennandi kostur fyrir kjósendur.
Breytinga er þörf.
Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt toppmenn. Skrautfjaðrir XD, ef út í það er farið..
hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 18:07
tja það má deila um það hverjir hafa skrautfjaðrir og hverjir ekki enn ég tel að það þurfi að stokka upp og gefa upp á nýtt og fá nýtt þróttmikið fólk nóg er af því ,Af hverju gefurðu ekki kost á þér Sigurður ?
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 7.2.2009 kl. 18:33
Ég tek undir með þér Sigurður að þetta er ekki spennandi forysta sem þarna er boðið uppá. Þessir menn verða að átta sig á mikilvægi þess að skipta verður um forystu. Hvaða fólk gæti tekið að sér þetta hlutverk? Mér dettur í fljótu bragði í hug tveir menn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Ég veit að hann var búinn að gefa afsvar en það verður að þrýsta á hann. Flokkurinn kemur til með að bíða afhroð í suðurkjördæmi ef fram heldur sem horfir. Eru fleiri kandídatar á suðurlandi sem þér dettur í hug?
Magnús (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:36
Sæll Sigurður
Ég mæli með því að Sunnlendingar flykkist saman um Grím Gíslason, hann er besti kosturinn fyrir okkur í dag.
Pétur (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:58
Auðvitað eigum við fullt af fínu fólki.Mér finnst t.d. Elliði bæjarstjóri vera að gera góða hluti,Grímur Gíslason hefur alla burði til að geta spjarað sig á þingi,Íris Róbertsdóttir væri glæsilegurt framjóðandi. Unnur Brá er mjög svo frambærileg. Eyþór Arnalds hreinlega þekki ég ekki nægjanlega til að hafa myndað mér skoðun.
Ég tek undir að Árni Sigfússon væri hinn besti kostur til að leiða listann. Hann kæmi svolítið öðruvísi áherslur og á mjög gott með að ná til fólks.Væntanlega vill hann samt ekki yfirgefa stól bæjarstjóra í Reykjanesbæ á þessum tímum.
Svo hefur maður heyr nöfn eins og Rannveig Rist. ég held að það væri flottur frambjóðandi.
Aðalatriðið er fyrir Sjálfstæðismenn í Suðurlandi að gerðar verði verulegar breytingar á framboðslistanum. Kjósendur vilja sjá breytingar og aðrar áherslur heldur en haldið hefur verið á lofti síðustu árin.
Sigurður Jónsson, 7.2.2009 kl. 21:19
Sæll; Sigurður Hreppsstjóri, sem aðrir innlitendur, hér hjá Sigurði !
Fyrir það fyrsta; Sigurður minn, eiga stjórnmálaflokkar, hverjir berir eru, að landráðum, samanber flokks fjandi þinn, ekki að eiga möguleika á, að bjóða fram, á ný.
Punktur !
Með kveðjum; sæmilegum, úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:33
Það verður að teljast dapurleg tíðindi ef að Árni Johnsen ætlar fram aftur. Það voru reyndar enn dapurlegri tíðindi þegar hann fór fram síðast. Ég fengi aldrei vinnuna mína aftur ef að ég hagaði mér svona eins og hann gerði á sínum vinnustað. Ekki einu sinni viss að ég fengi nokkur staðar inni. En eins og spaugstofan sagði fyrir síðustu kosningar ,,Sjálfstæðisflokkurinn leitar víða fanga á framboðslistann í suðurkjördæmi".
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurnýja sig að mjög miklu leiti og greinilegt að alþingismenn í öðrum kjördæmum skynja það. Saman ber norðvestuland, Sturla hættir Herdís hættir. Einnig í Reykjavík eru nauðsynlegar breytingar. Þetta verður bara til að styrkjaflokkinn og ef að samfylkingin heldur áfram á sinni braut verður örugglega ekki mikið eftir af henni eftir 76 daga. Með kveðju Guðlaugur.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:38
Fleiri nöfn hef ég heyrt eins og Martin Eyjólfsson úr Vestmannaeyjum. Vel menntaður maður sem hefur starfað í utanríkisþjónustunni. Svo var hann nú um árið þekktur sem bjargvættur ÍBV.
Einnig er Aldís bæjarstjóri í Hveragerði nefnd til sögunnar. Þar er á ferðin ni ágætis baráttukona.
Það er sem sagt nóg af hæfileikaríku fólki sem getur tekið við.
Sigurður Jónsson, 7.2.2009 kl. 22:41
Sælir; enn !
Forkastanlegt; að hlýða á söngl ykkar Guðlaugs, hér að ofan, Sigurður.
Hvar hafið þið verið; undanfarin misseri ?
Hafið þið ekki; meira álit á kjósendum, en þetta ?
Er bara allt í lagi; í landinu, yfirleitt ?
Reynið; að vakna til vitundar, um fólskuverk og eyðileggingu þá, sem af flokks ómynd ykkar, hefir stafað, og ekki sér enn, fyrir enda á, því miður.
Með kveðjum; en fremur þurrlegum, á ný /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:51
Komið þið sæl; sem fyrr !
Frú Sigurbjörg ! Samsekt Samfylkingarinnar, með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, í glæpunum, gagnvart Íslendingum, réttlætir ekki tilvist hennar; það er, Samfylkingar, fremur en áður nefndra flokka, hér eftir.
Svo þér; sem öðrum, megi ljóst vera, Frú Sigurbjörg.
Með gremju blendnum kveðjum; á ný /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 22:59
Mér finnst frábært að hafa Árna Johnsen og Árna hrossalækni í efstu sætunum, það er alveg í stíl við sjálfstæðisflokkinn. Tveir glæpamenn í efstu sætunum. Kjósendur, sniðgangið glæpahyskið í spillingarflokknum sem kallar sig sjálfstæðisflokk og kjósið allt annað eða skilið auðu!
corvus corax, 8.2.2009 kl. 00:43
Munum bara að D stendur fyrir drullusokka. Mannleysur og glæpamenn í forystusætum þessa flokks í gegnum tíðina hafa eyðilagt ímynd flokksins. Ég segi burt með auðmannahækjurnar og glæpahundana úr flokknum!
Jóhann Kristjánsson, 8.2.2009 kl. 01:10
Komið þið sæl; enn á ný !
Sigurður Hreppsstjóri ! Vandlifað verður; nútildags. Hofmóðugar gerast frúr ýmsar, þá ávarpaðar eru víðar, en á eigin síðum.
Ja svei; segi ég nú, á móti. Gott er; að alsæla jarðnesk er víða enn, í ranni sumra.
Að minnsta kosti; erum við, landsbyggðarbúar þeir, sem búsetuna höfum, svo allnærri algleymi skemmdarvarganna, við Faxaflóa miðbik, og ei höfum varhluta farið, af býsnum tjónvaldanna, ekki svo liðugir, í taumi hinnar kapítalízku frjálshyggju - sem sumir annarra, hverjir eld vilja ganga - sem glóandi gjall; helzt, til dýrðar andskota öflunum - þeim hinum mestu, í liðlega 11 alda búsetu, hér á Fróni.
Og; kommunum eftilæt ég, minni sérvizku, sem jafnaðarlegast.
Með kveðjum þó; enn /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:18
Sæll Sigurður, mér líst mjög vel á Guðbjörn Guðbjörnsson sem bloggar hér á blogginu og ætlar í framboð í suðurkjördæmi. Hann segir það sem hann meinar og kann að tjá sig á mjög frambærilegan hátt. Hann yrði fersk, hressandi og sterk rödd. Vel menntaður og með mjög gott orð á sér.
Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 07:48
Það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf eru þekktir og öflugir einstaklingar. Það er einfaldlega of stutt í kosningar til að kynna óþekkta einstaklinga fyrir kjósendum. Ég er sammála þér að Árni Sigfússon væri bestur til að leiða listann. Nú sem aldrei fyrr þarfnast flokkurinn hans, ekki síður en íbúar í Reykjanesbæ. Enda held ég að Árni gæti gert í búum þess svæðis meira gagn sem ráðherra eða þingmaður.
Svona myndi ég vilja sjá listann:
1. Árni Sigfússon
2. Elliði Vignisson
3. Rannveig Rist
4. Grímur Gíslason
Með þessum lista myndi flokkurinn ná fjórum mönnum léttilega inn. Mér finnst gaman að lesa uppbyggilegar samræður eins og hjá Sigurbjörgu Eiríksdóttur. En að sama skapi get ég ekki annað en brosað yfir úrillum afturhaldsseggjum eins og Óskari Helga, Jóhanni Kristjánssyni og Corvus.
Magnús (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 09:51
Búkollabaular, sérðu Elliða ekki fyrir þér sem samgönguráðherra? Hugsaðu þér hvað hann gæti gert fyrir samgöngurnar milli lands og Eyja.
Magnús (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:07
Að sjálfsögðu vilja anstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa framboðslistann óbreyttan. Það sýnir okkur fyrst og fremst fram á það hversu nauðsynlegt er að endurnýjun verði. Ég sé á viðbrögðunum að margir eru sama sinnis og ég. Það liggur líka ljóst fyrir að við eigum fullt af efnilegu fólki.
Adda þú nefnir Guðbjörn. Persónulega þekki ég hann ekki,en mér líkar þær skoðanir sem hann hefur sett fram.
Sigurður Jónsson, 8.2.2009 kl. 11:36
Sæll Sigurður
Ég er nú sammála ýmsu sem fram hefur komið hér að ofan og lýst mjög vel á listann sem Magnús skellir fram.
Eitt er víst að við verðum að sjá einhverja endurnýjun á listanum.
Með kveðju úr Garðinum
Einar Jón (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:41
Bjarni Harðar er á lausu. Það finnst ekki skeleggari talsamaður gegn ESB hér sunnanlands. Bara það gerir hann að vænlegum leiðandi manni á lista Sjálfstæðismanna. Mér synist allir hinir bera kápuna á báðum öxlum svolítið framsóknarlegir.... afstöðu sem BH hefur afgerandi hafnað.
Gísli Ingvarsson, 8.2.2009 kl. 12:39
Komið þið sæl; enn á ný !
Magnús (hvers föðurnafn/ættarnafn skortir ! Hygg; að við Jóhann Kristjánsson og Corvus (Hrafn Hrafnsson), séum gæddir meira jarðsambandi, en þú, sem þau Árni Sigfússon - Elliði - Rannveig og Grímur, hver eru álíka trú og traust Valhallar klíku þeirri, hver yfir Íslandi hefir legið, sem mara, um allt of langan tíma.
Sæmd ein; að vera kallaður afturhaldsseggur, af grútar nefjum frjálshyggjunnar, hverjir kunna ekki að skammast sín, fyrir afglöp, sem almenna glæpi Davíðs Oddssonar - Halldórs Ásgrímssonar - Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem annarra þeirra, hverjir stýrt hafa öllu í þrot, í þjóðlífi okkar.
Þú ert; smámenni eitt, Magnús, sem þínir líkar aðrir, hverjir verja glæpsamlega hætti frjálshyggjuflokkanna, og þeirra stjórnenda allra.
Ég læt ekki þæga rakka; flokkabrodda frjálshyggjunnar, eiga neitt hjá mér, svo þið skoðið, hvert og eitt.
Punktur !
Með gremju fullum kveðjum, sem oftar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 13:32
Bestu kveðjur í síðasta torfkofann í Ölfusi, Óskar Helgi.
Lifðu heill.
Magnús (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:01
Komið þið sæl; sem oftar !
Magnús (eftirnafns laus, ennþá) ! Sá er nú verkurinn; engir eru torfkofar, nú um stundir, í heimasveit minni. Veit þó ekki betur; en að forfeður okkar, sem formæður, hafi komist ágætlega af, í slíkum hýbýlum, lengst af. Að minnsta kosti plöguðu þau ei, gerfiþarfir nútímans, né glys samtímans.
En að því frátöldu; gott væri, ef þú hefðir þann snefil manndóms, að biðja Íslendinga þá, hverjir ei tóku þátt, í Hrunadansi frjálshyggjunnar, afsökunar, á glæpa- og óaldarverkum þinna flokkssystkina.
Heldur; myndi orðstír þinn vaxa, af þeim gjörningi, mætti svo fram ganga.
Lifðu heill !
Með ögn; mildilegri kveðjum, en hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:46
Búkollabaular, fer það ekki eftir persónunni. Ég treysti Elliða fyllilega til að standa í fæturnar. Ég er landkrabbi en hef fylgst með góðu starfi Elliða í Eyjum. Þar fer ákveðinn og traustur maður.
Magnús (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:56
Hlægilegt er að horfa núna á stjórnarandstöðuna, þ.e. sjálfstæðisflokksþingmenn halda uppi andófi á alþingi Íslands, þeir kunna það ekki af því að þeir sem þar sitja núna fyrir þennan flokk hafa ALDREI verið í stjórnarandstöðu. Best væri að Davíð Oddsson yrði bara rekinn og honum borgað það sem hann heimtar, BARA til að losna við hann og ALLRA BEST yrði ef Sjálfstæðisflokknum yrði SLÁTRAÐ í næstu alþingiskosningum. En það er kannski óraunhæft að leyfa sér að vona svona, miðað við það pólitíska gullfiskaminni sem fólk hefur haft hingað til.
Endilega ekki sækja góða og mæta menn eins og í Keflavík eða Elliða til Vestmannaeyja sem eru að gera að mörgu leiti góða hluti í sínum bæjarfélögum. Endilega hafið listann í Suðurkjördæmi eins og hann er framkominn, þá yrði mér að ósk minni.
Jónína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.