8.2.2009 | 14:38
Hvað gera mótmælendur núna?
Spennusagna á Stöð ", "Hvað gerir Davíð?" heldur áfram í hverjum einasta fréttatíma. Það er eins og allt standi og falli með því hvernig Davíð svarar. Látið er líta út fyrir að öll vandamál séu úr sögunni fari Davíð úr Seðlabankanum.Væntanlega mun þá heimskreppan leysast um leið.
Hvernig væri nú að ríkisstjórnin legði á borðið hvernig hún ætlar að vinna að lausn efnahagsmálanna.Eða þarfr hún kannski ekkert að hugleiða það. Verður bara ekki farið í einu og öllu eftir því sem IMF segir og hefur planað. Steingrímur J.fjármálaráðherra segir nú að menn verði að horfa raunhæft á málin gagnvart IMF. Hann viðurkennir sem sagt að gagnrýni sín hafi nú ekki verið uppá marga fiska.
Nú ætla Raddir fólksins að móptmæla við Seðlabankann. Ætli þeir hafi samt ekkert orðið hugsi varðandi fréttir af falli Baugs og vinnunni og Laununum sem Landsbankinn útvegar honum.Fyrir að setja allt á hausinn og láta almenning svo borga fær Jón góði Ásgeir að halda forstjórastöðu og laun uppá 3,4 milljónir á mánuði auk afnota af þyrlu o.s.frv.
Finnst Röddum fólksins og mótmælendum ekkert rotið við þetta. Er engin ástæða að beina mótmælunum í áttina að þeim sem raunverulega settu landið á hausinn.
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Davíð er lokaáfangi mótmælenda. Þegar hann fer, hefst í alvöru uppbyggin.
Sameinuð stöndum við.
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 14:43
uppbyggingin
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 14:44
Þjóðin er ekki sameinum um að mótmæla Davíð. Ég hef illan bifur á mótmælum morgundagsins.
Offari, 8.2.2009 kl. 14:47
"First we take Manhattan - then we take Berlin" Sigurður minn. First kennum við sjálfstæðismanninum og landníðingnum DO mannasiði og virðingu fyrir vilja þjóðarinnar og svo snúum við okkur að erkiskúrkinum og sjálfstæðismanninum JÁJ. Allt í réttri röð Sigurður minn, allt í réttri röð (þú verður að bíða dálítið).
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:53
Ups! Gleymdir þú ekki að nefna að "Flokkurinn" og "Foringinn" komu okkur í núverandi stöðu.
Að benda á aðra píslarvætti hjálpar ekki til, því málið er að vinna sig út úr stöðunni, ekki að reyna að TALA sig út úr henni. Grundvallarmisskilingur hjá fólki í sjálfsblekkingu. Þú eyðir of miklu púðri í eftirapanir án þess að kynna þér málin. Þess vegna ertu góður félagi í hvaða stjórnmálaflokki sem er. Það er reyndar til ágætis gamalt íslenskt orð yfir slíka eftirapa og þá starfsemi sem þú stendur fyrir.
nicejerk (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:53
Sæll Sigurður og takk fyrir oft skemmtileg skrif. Davíð verður að fara þú áttar þig sjálfur á því hlýtur að vera. Ég held að ef hann hefði svarað forsætisráðherra þá væri fólki ekki svona misboðið.Framkoma hans er fyrir neðan allar hellur og það er eins og hann sé að storka örlögunum. Ég er dauðhrædd um að ef þessi vitleysa heldur áfram þá verði hreinlega allt vitlaust í þjóðfélaginu en við þurfum síst á því að halda nú. Nóg er nú samt.
Ína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:56
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu við brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag-
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 14:58
Nú sést fyrir hverja mótmælendur eru. Þessir mótmælendur er fótgögnuliðar vintriaflana í landinu og beita skoðanakúgunum geng öllum þeim er andmæla þeim.
Forseti þeirra situr í fílabeinsturni á Bessastöðum og fylgist ánægður með.
Mótmælendur eru ekkir fólkið í landinu, heldur fólk nokkurra manna með forsetann og JÁJ í fylkingarbrjósti. Þetta sést best á því að kröfur þeirra hafa bara verið þrjár:
Af hverju krefjast þeir ekki að útrásarforsetinn víki?
Af hverju krefjast þeir ekki að auðmenn verði sóttir til saka?
Svarið er einfalt; Vinstrimenn vildu ná völdum þó þeir séu einungis lítill hluti þjóðarinnar.
Guðmundur Góði (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:45
Landsbankinn (ríkisbanki) var að ráða Jón Ásgeir í vinnu og fær hann 3,4 milljónir á mánuði í laun og einhver fríðindi, þyrlu frekar en ekkert. Nú væri gaman að heyra álit fjármálaráðherra á þeirri ráðstöfun. Eða er þetta kannski verk Davíðs?
Helgi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:14
Gleymdi einu: Er það kannski endanlega að sannast að Jón Ásgeir á Samfylkinguna? Ég bíð spenntur eftir fyrstu viðbrögðum frá atvinnumótmælendum eins og Hallgrími rithöfundi, sem nú er orðinn ríkisstarfsmaður næstu þrjú árin. Þetta verður örugglega á Stöð 2 í kvöld.
Helgi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:19
Guð minn góður hvað maður getur verið þreyttur á sjálfstæðismönnum í afneitun.Reyniði að hugsa aftur í tímann.Ég man ekki betur en Davíð og hans skósveinar í flokknum hafi hrópað á útrás og einkavæðingu.Og í öllum fjölmiðlum undanfarin ár,hafa þeir þakkað sér fyrir velgengni þjóðarinnar ,þar til núna allt í einu er þetta allt einhverjum öðrum að kenna.Þvílíkur hrokaflokkur.Manni verður óglatt.Hvað var þetta fólk að gera í ríkisstjórn í 18 ár ef það er svona saklaust.Fariði að líta ykkur nær og viðurkenna mistökin.Ég skil að þið skjálfið á beinunum af hræðslu um að það verði farið að moka skítnum undan mottunum.Þetta er mesta sjálftöku og siðspillingarklíka sem fyrir finnst.Svo það er ekki skrítið að þið fattið hvað þið eruð búin að gera þjóðinni.Þvílíkur léttir að vera laus undan þessu snobb og græðgisliði.
hh (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 16:42
Alveg finnst mér grátbroslegt að fylgjast með skrifum VG sinna og Samfylkingarfólks þegar minnst er á klúður og aðgerðarleysi nýju, umboðslausu ríkisstjórnarinnar, sem styðst við framsóknarhækjuna. Þessi stjórn er ekkert að gera annað en að míga og skíta í skóna sína. Og því til viðbótar, að ráða einn mesta "landráðamann" (af gáleysi) í vinnu á ofurlaunum.
Hvar eru aðgerðir til handa fólkinu í landinu? Hef ekki séð neitt enn.
Það eina sem þetta vinstra drullumall var soðið saman fyrir, er brottrekstur Davíðs úr bankanum og láta sem allt sé honum einum um að kenna. Þvílík vitleysa. Og ekki skrítið þó fylgjendur þessa vinstra sulls verði reiðir; þeir eiga sér engar málsbætur.
Og varðandi mótmælendur. Þá er þetta tiltölulega fámennur hópur ( alls ekki öll þjóðin ) sem heldur úti háværum hrópum og köllum, sem fullt af vitlausu fólki eltir og trúir að séu að gera eitthvað gott. Það sem forkólfar mótmæla vilja er ekki réttlæti, heldur eru þetta geltandi hvuttar vinstri aflanna í landinu, gjörsamlega gagnslaust lið.
haraldur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:37
Grábroslegt eða ekki, hh, en eru þið vinstri menn ekki í bullandi afneitun sjálfir; mjálmandi um réttlæti og bendandi á óréttlæti; svo allt í einu, svona fyrir tilstuðlan guðanna, eru þeir komnir í vinstri stjórn, og sjá - þetta er í lagi ef við gerum það.
helgi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:44
Samkvæmt mínum skiliningi á fréttaflutningi og umræðu í landinu í heild vill þorri manna að tekið verið á þjófunum sem komu landinu á hausinn og held það sé gegnumgangandi líka meðal mótmælenda. En sérstakur saksóknari útskýrði að eins og lögin séu núna sé ekki hlaupið að því að frysta eigur ´þeirra´, þó ég muni ekki alveg orðalagið. Stóra spurningin er: Hvað nákvæmlega verður gert til að sækja peningana okkar?
EE elle
EE (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:45
Helgi og Harladur þið eruð greinilega í Sjálfstæðisflokknum.Eina sem þið getið er að drulla yfir fólk eins og ykkur er líkt.
Það er svo merkilegt að fólk innan ykkar raða hlítur að vera það eina sem hefur það rosalega gott núna. Því iður er fullt af fólki í landinu sem hefur það mjög skítt og er búið að missa allt sitt.En ykkar siðferði segir að það sé bara allt í lagi ef þið fáið nóg.Ég er ekki flokkbundinn og er hvorki til vinstri eða hægri.Ég vil bara að allir geti lifað á laununum sínum í þessu landi.Ég ber ekki virðingu fyrir nokkrum manni meira en öðrum.Það eiga allir að vera jafnir.En því miður skiljið þið það ekki.Ég er sammála því að forsetinn hagar sér eins og hann sé innan ykkar raða og margir fleiri sem ættu heima þar eins og t.d Lúðvík Berginsson og fleira græðgislið.
hh (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:46
Davíð Oddson skipti um stól við Halldór Ásgrímsson á miðju kjörtímabili, þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn sem HÁ tilheyrði hefði ekkert umboð til þess á Alþingi Íslendinga. Þetta gerði Davíð Oddson til þess að geta ogt var ráðinn af vini sínum Halldóri Ásgrímmssyni í starf Seðlabankastjóra Íslands. Þetta gerðu þeir svona, svo þeir gætu skipt kökunni á milli sín, en ekki hvort þetta væri lýðræðislegur gerningur í þágu þjóðarinnar. Davíð Oddsson er rúinn trausti, bæði stjórnvalda og stórs hluta þjóðar, það eitt nægir til að hann eigi að stíga til hliðar, það hefði gerst allsstaðar annarsstaðar í veröldinni, nema kannski í einhverjum bananalýðveldum. En Davíð Oddson lætur engan segja sér fyrir verkum, um slíka hluti hefur hann séð sjálfur, þ.e. að segja öðrum fyrir verkum. Hlægilegt er að horfa núna á stjórnarandstöðuna, þ.e. sjálfstæðisflokksþingmenn halda uppi andófi á alþingi Íslands, þeir kunna það ekki af því að þeir sem þar sitja núna fyrir þennan flokk hafa ALDREI verið í stjórnarandstöðu. Best væri að Davíð Oddsson yrði bara rekinn og honum borgað það sem hann heimtar, BARA til að losna við hann og ALLRA BEST yrði ef Sjálfstæðisflokknum yrði SLÁTRAÐ í næstu alþingiskosningum. En það er kannski óraunhæft að leyfa sér að vona svona, miðað við það pólitíska gullfiskaminni sem fólk hefur haft hingað til.
Jónína (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:52
Svona til upplýsingar miðað við síðustu færslu þá er ég ekki í Sjálfstæðisflokknum, en miðað við atburði allra síðustu vikna gæti ég hugsað mér að ganga í hann. Ég er ekki að drulla yfir neinn, eins og þú orðar það fínlega. Og það er rangt hjá þér að mér líði vel meðan aðrir hafa það skítt, bara ef ég hef það nógu gott. Svona rök voru ekki einu sinni tekin gild í seinna stríði. Svona skalt þú ekki bera upp á mig. Ég hef fylgst með pólitíkinni nógu lengi til að sjá hvernig hún virkar. Og þó svo margt slæmt og rotið sé að finna í Sjálfstæðisflokknum, enda hefur hann verið með 30-40% fylgi, þá gerir það ekki hina að heilögum kúm. Það er ekki nóg að vera í stjórnarandstöðu til að fá stöðu dýrlings. Eins og t.a.m. Jóhanna og Steingrímur.
helgi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:52
Ég er enginn sjálfstæðismaður en ég sé hlutina í samhengi, ekki í gegnum rauðgræna móðu ykkar vinstri manna, hh. Kannski geng ég samt í flokkinn síðar, aldrei að vita því þar virðist besta fólkið vera. Ég ætla að biðja fólk um að vera ekki að líkja ÓRG og Lúlla Bergvins við Sjálfstæðismenn, því svo illt hefur íhaldi ekki til unnið enn sem komið er.
Kannski þú, hh, bendir okkur, meintum sjálfstæðismönnum á, hvað þessi ríkisstjórn ykkar umboðlausu hefur gert á þeim tveimur vikum sem hún hefur starfað annað en að berjast fyrir því að DO komi sér út og rífast um hvort eigi að veiða hval eða ekki?
haraldur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:38
Málið er ósk-p einfalt ef menn nenna að taka niður flokkspólitísk gleraugu og hætta sandkassaleik.
Stjórn seðlabanka þarf að víkja svo hægt sé að taka á málum og halda góðum samskiptum milli allra stofnanna. Sennilega neyðumst við til að vinna áfram með IMF og þeirra fræðum en verðum að geta aðlagað þau að okkar þörfum.
Þegar sú vinna er virkilega hafinn þarf að taka til hendinni gagnvart þeim sem skuldsettu landið hvað mest.
Skilanefndirnar eru greinilega enn í sama gír og þeir(eins og óttast var) og sá gjörningur sem gerður var nú varðandi JÁJ er í engu samræmi við það sem gera þarf.
Hér þarf siðferðilega naflaskoðun allra aðila í þjóðfélaginu. Endurskoðun á öllum okkar gildum.
ég óttast hins vegar að við séum svo djúpt sokkin í leðjuslag að við gleymum okkur við hann og druknum þar
Kristján Logason, 9.2.2009 kl. 01:07
Davíð þarf að víkja til að Seðlabanki öðlist traust hjá íslendingum og umheiminum.
Ef Davíð er hæfasti maðurinn (sem hann sjálfur heldur greinilega) þá hlýtur hann að verða endurráðinn. Því auðvitað á að ráða hæfasta einstaklingurinn að stjórna peningastefnu Íslands.
Eða er hann kannski hræddur um að hann sé ekki hæfasti maðurinn??
Halldór (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:56
Æ æ Haraldur voðalega getur þú verið einfaldur.Hvernig dettur þér í hug að þetta fólk sem er í ríkisstjórn núna geti á tveimur vikum reddað okkur upp úr drullunni sem sjálfstæðisflokkurinn er búinn að moka yfir okkur.Við skulum nú gefa þeim smá sjéns.En segðu mér ef sjálfstæðisflokkurinn er svona saklaus hvað voru þau þá að gera í 18 ár í ríkisstjórn.Ég man ekki betur en þeirra fólk hafi alltaf verið að koma í fjölmiðla og þakka sér hitt og þetta.En allt í einu núna þá eru þau saklaus af öllu,þrátt fyrir að vera eini flokkurinn sem sat allan þennan tíma.Auðvitað eru Framsókn og Samfylking líka sek en hvernig dettur þér í hug að Sjálfstæðisflokkurinn sé saklaus.Ertu ekki fullorðin manneskja sem hefur fylgst með undanfarin ár?Ég geri ekki ráð fyrir að þú sért barn.Auðvitað þarf að skipta um í seðlabankanum eins og annars staðar.Heldurðu að öllu fólkinu sem er búið að vera sagt upp líði eitthvað vel.Ó nei en það er ekkert val.Og auðvitað á ekki að vera val fyrir Davíð heldur.Hann hefur allavega komið sjálfur málum þannig fyrir að hann fer ekki á atvinnuleysisbætur.
HH (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.