Dorrit og Davíð sammála. Hvers vegna hlustaði Ólafur Ragnar ekki?

Það er ekki hægt annað en dást að Dorrit forsetafrú hvað hún er ófeimin við að segja skoðanir sínar á sinn sérstaka hátt.Nú kemur það sem sagt í ljós að hún segist hafa marg varað við bankahruninu og deilir þar skoðunum sínum með Davíð Oddssyni. Maður hlýtur að spyrja,hvers vegna í óskupunum hlustaði ekki Ólafur Ragnar á Dorrit og reyndi að koma þessum skoðunum Dorritar á framfæri á réttumstöðum. Var það vegna þess að Dorrit var á sama máli og Davíð? Ólafur hefur nú varla getað hugsað sér að verða samherji Davíðs.

Það er annars merkilegt með þessa nýju Vinstri stjórn. Eina málið sem virðist einhverju skip5ta í hennar máli er að koma Davíð burt úr Seðlabankanum. Ég er sammála Gunnari Smára sem hann sagði í Silfri Egils að það væri fráleitt að láta allt snúast um Davíð. Skiptir það einhverju máli hvort hann verður vikunni lengur eða skemur.

Það er samt auðvitað fráleitt af starfsstjórn og það minnihlutastjórn að ætla sér í stórkostlegar breytingar á þessum faú dögu,. Eiga kosningarnar 25.apríl ekki að veita Alþingi nýtt umboð?

Hvað segir Ögmundur Jónasson baráttumaður opinberra starfsmanna að þeirri aðför sem gerð er að Seðlabankastjórum, tökum Davíð út fyrir sviga. Hvað með hina 2 sem eru virtir embættismenn og menntaðir hagfræðingar.

Hvernig væri nú fyrir Jóhönnu forsætisráðherra að birta okkur almenningi lista í hvaða atriðum Seðlabankinn brást þjóðinni. Einnig hlýtur hún að birta okkur hvaða breytingar verði á starfsemi bankans. Hefur ekki sama Jóhanna sagt að við verðum að fara eftir því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur planað. Í hverju liggu þá breytingin í pemningastjórn landsins á 70 dögunum sem eru til kosninga.

Er það rétt að Jóhanna hafi hlustað á varnaðarorð Seðlabankastjóranna um hættu á hruni íslensku bankanna.

Heyrði Jóhanna aldrei Björgvin fyrrum bankamálaráðherra gera grein fyrir stöðu mála.

Sagði Jón Sigurðsson formaður stjórnar Fjármálaráðuneytisins og varaformaður stjórnar Seðlabankans aldrei flokkssystur sinni henni Jóhönnu frá því vandamáli sem steðjaði að hjá íslensku  bönkunum.

Hvers vegna gerði Johanna ekki neitt í þessum málum í fyrri ríkisstjórn?

Í dag eru 14000 manns atvinnulaus. Í dag er gífurlegu fjöldi fyrirtækja að gefast upp. Í dag er mikill fjöldi heimila að gefast upp vegna óbærilegra hækkana á afborgunum af lánum sínum.Í dag er mikill fjöldi fólks í vandræðum með að hafa fyrir nauðsynjum dag frá degi.

Hvar eru tillögur Vinstri stjórnarinnar um úrbætur? Á virkilega að reyna að telja þjóðinni trú um það að allt lagist þótt hægt verði að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum., Halda menn kannsi að alheimskreppan leysist einn tveir og þrír ef Davíð Oddsson fer úr Seðlabankanum.

Og svo í lokin. Hvenær ætlar Hörður Torfason og Raddir fólksins virkilega að fara að beita sér í mótmælum gegn þeim aðilum sem virkilega komu þjóðinni á hausinn. Hvernig væri fyrir Hörð og félaga að gefa út lag eða lög um úrásarvíkingana og fyrrum bankagreifana og segja þar hverjir raunverulega settu þjóðina á hausinn.Ég er viss um að Jón Ásgeir myndi með glöðu geði leyfa að selja slíkan disk í Bónus og öðrum verslunum sínum.


mbl.is Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka gjörsamlega vanhæft fólk í öllum stjórnunarstöðum ríkisins.

Geir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Menn ættu ekki að vera að drekka svona á mánudagssíðdegi. Davíð hefur aldrei varað við neinu, þvert á móti gefið út skýrslur um að allt væri hunky dory. Finnst þér ekkert skrítið að geir rekur ekki minni til að hafa verið varaður við? Finnst þér ekkert skrítið að segjast vera sí-varandi við en samt fær almenningur í landinu bara "good-to-go" skýrslur frá bankanum og það langt fram eftir árinu 2008?

Vaknaðu væni.

Páll Geir Bjarnason, 9.2.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Davíð varaði við glæpahyskinu, "að vara við" það er eins og þetta bankarugl hafi verið samansafn af vanvitum, að vara við, passa, gæta, hverslags lið hefur þetta verið, ég bara verð að segja að þetta pakk sem hefur unnið í þessum stofnunum hefur gersamlega gúgú ga ga dinga lomm domm domm.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 9.2.2009 kl. 21:45

4 identicon

Davíð varaði við, Davíð varaði við.....   Er þetta mantran ykkar núna?

Hvað gerði Davíð í upphafi hrunsins?  Tók hann Glitniskrimmana í nefið og stöðvaði ósómann?

Ó, nei!  Hann ætlaði að láta þjóðina kaupa sig inn í bankann.  Þorsteinn Vilhelmsson átti að vera stjórnarformaðu áfram og LÁRUS 300 kúlur WELDING bankastjóri.

Óreiðumenn, óreiðumenn.

marco (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:52

5 identicon

Flottur pistill hjá þér... Það eru allir svo uppteknir við að hallmæla Davíð að enginn hefur tíma til að koma með nokkrar lausnir á vandanum. En það er víst í tísku að kenna honum um allt sem miður fer. Fólk sem engar lausnir hefur virðist fela sig á bakvið níðingsorð um Davíð.

Kveðja Ásdís

Ásdís Ólafs (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:58

6 identicon

"Á virkilega að reyna að telja þjóðinni trú um það að allt lagist þótt hægt verði að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum., Halda menn kannsi að alheimskreppan leysist einn tveir og þrír ef Davíð Oddsson fer úr Seðlabankanum"...nákvæmlega hver hefur sagt það?? Þetta hefur aldrei snúist um að allt leysist þegar hann fer...það er bara prinsipp mál að víkja eftir slík risaafglöp í starfi. Og það er eitthvað sem er virt næstum allstaðar í vestræna heiminum nema hér á Íslandi...

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:44

7 identicon

Góður pistill. Er einmitt að velta því fyrir mér hvort allt leysist við að losna við þennan eina mann, Davíð og hvort það fari ekki of mikið púður að hallmæla Davíð í stað þess að benda á lausnir.  Þó ég fylgist nú ekki vel með rámar mig í varnaðarorð Davíðs og sömuleiðis gagnrýni sem hann fékk fyrir það. En ekki ætla ég að fullyrða neitt þar sem ég get ekki vitnað í þessar fréttir. R. Jonna

Ragnheiður J. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband