Loksins sammála Steingrími J.formanni VG.

það heyrir nú til mikilla undantekninga að ég sé sammála Steingrími J. En í máli sem hann kynnti að hann ætlaði að taka fyrir þ.e. að afnema sérkjör eftirlauna æðstu manna og þingmanna er ég honum hjartanlega sammála. Auðvitað eiga ráðherrar og þingmenn að njóta nákvæmlega sömu kjara hvað eftirlaunagreiðslur og aðrir opinberir starfsmenn.

Ég vona að flokksfélagar mínir í Sjálfstæðisflokknum átti sig á því að eina réttlætið hvað varðar eftirlaunagreiðslur er að allir opinberir starfsmenn sitji við sama borð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt en satt,nú er ég sammála þér Sigurður.

Númi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 23:57

2 identicon

Það er nú ljóst að jafvel blindir geta séð góð mál.  KANNSKI ER ÞAÐ BARA ÞANNIG MEÐ ÞIG AÐ ÞÚ SÉRÐ, en það hentar þér ekki.

Það hlýtur að þóknast ykkur sjálfstæðismönnum hvað VG hafa mikið þor, ekki satt?

Þetta væri nú draumaflokkur fyrir ykkur sjálfstæðismenn að vinna með, nema af því að pólítíkin passar ekki.

Nú er bara að þora og þekkja, í næstu kosningum, ekki satt? Betra að segja minna og meina meira, ekki satt?

Eða verður Steingrímur J. eða eins og hann virkar á ykkur, Georg Bjarnfreðarson, ,,the winner"?

Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Eru þetta nú ekki svik við flokkinn, Davíð og sjálfan Guð almáttugan?  Ætlar þú sauðtryggur Flokksmaðurinn að svipta Davíð sjálfan eftirlaunahlunnindunum, og setja hann í sama eftirlaunaflokk og pakkið í BSRB?  Nei, hættu nú!

Auðun Gíslason, 14.2.2009 kl. 04:42

4 identicon

Steingrímur J. er óspilltur og rökfastur og held hann gæti gert góða hluti. Eins og þarna. Og þetta snýst ekki um flokkapólitík og flokkavald, heldur persónuna Steingrím J.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:54

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála Steingrími og sammála þér Sigurður

las í mogganum í morgun ómerkilega frétt um Tónlistrahúsið þar sem fulltrúi Sjálfstæðismanna Júíus Ingvarsson sagði að "liklega" yrði hætt við uppsetningu gesta herbegja fyrir "heldri" borgara í þessari dýru byggingu - hverjir eru heldri borgarar

Jón Snæbjörnsson, 14.2.2009 kl. 13:11

6 identicon

Nú Sigurður!

Ertu þá ósammála Davíð regnbogabarni.  Nú verður leiðtogi þinn fyrir skelfilegu einelti sem ekki á sinn líka í samanlagðri grunnskólasögunni og þú tekur undir með einhverjum kommúnista norðan af landi.

Gættu þín maður.  Kjötkatlarnir gætu verið í húfi.

marco (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband