Samkomulag um starfslok.

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps í gær var gert samkomulag milli mín og sveitarstjórnar um starfslok mín.Mér kom það gjörsamlega í opna skjöldu að eitthvað væri athugavert við vísitöluútreikninga launa minna, enda aldrei verið gerðar athugasemdir hvorki af endurskoðanda eða öðrum þar til nú.Oddviti sveitarfélagsins fékk sín laun einnig samkvæmt þessum útreikningi.Sami grunnur var einnig notaður við útreikning á húsaleigu minni,sem reyndist allt of há.Sveitarstjórn óskaði eftir því við mig að við gætum komist að samkomulagi um bókun varðandi starfslok,þannig að málið þyrfti ekki frekari umfjöllun.Ég hef virt það.Því miður gátu einhver eða einhverjir sveitarstjórnarmenn ekki virt þann trúnað heldur gáfu fjölmiðlum upplýsingar áður en gengið hefur verið frá starfslokasamningi.

Í Sunnlenska er talað um að blogg mitt hafi verið ástæða að menn vildu mig burt.Kannsi er það aðalstæðan.Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Sæll Sigurður. Gærdagurinn var ekki góður fréttadagur. Það er alltaf leiðinlegt þegar menn hverfa úr starfi eftir að mistök hafa verið gerð. Best hefði verið að þessi mistök í útreikningi launa þinna hefðu ekki átt sér stað. Þetta sannar það enn og aftur að stjórnendur eiga ekki að reikna sín laun sjálfir. Rétt væri að t.d. oddviti fari yfir launaútreikninga sveitarstjóra og þeir séu lagðir fram fyrir sveitarstjórn einu sinni á ári. Þannig væri það í raun sveitarstjóri og sveitarstjórn sem bæru ábyrgð á launaútreikningum. Einhver svona tilhögun myndi gera það að verkum að svona mál eins og þetta væru úr sögunni.

Bloggið tel ég að hafi ekki verið ástæða hjá sveitarstjórn. Vissulega má velta því fyrir sér hvort rétt sé af ráðnum sveitarstjóra að skrifa pólitískar greinar í vinnutíma. Betra hefði verið hefðu greinarnar verið skrifaðar utan vinnutímans en maður getur nú ekki stjórnað því hvenær andinn kemur yfir mann. Mér hefur fundist gaman að fylgjast með skrifum þínum og eins hef ég haft gaman af því að eiga við þig skoðanaskipti á bloggsíðunni þinni. Við getum þó glatt okkur við það að þau skoðanaskipti leggjast ekki af.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka þér fyrir kynninguna og skemmtileg skoðanaskipti þegar við höfum hist hvort sem er á mannamótum eða á þeim fundum sem við höfum setið saman. Óska ég þér og þínum alls hins besta í framtíðinni.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 26.2.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gangi þér allt í haginn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2009 kl. 03:22

3 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Sæll Sigurður!

 

Þó svo ég sé ekki pólitískur samherji þinn finnst mér miður að heyra um þessi mál. Það að þú takir hlé á störfum í nokkrar mínútur öðru hverju og skellir inn nokkrum blogg-línum getur ekki talist synd. Ef verið er að gera atlögu að þér sökum þess að menn eru ekki pólitískt sammála þér, þá er það mikil synd, því öll höfum við rétt á því að hafa skoðanir og koma þeim á framfæri.

 

Ég hef einmitt saknað þess að sjá þig ekki upp á síðkastið, svo ég gæti ,,mótmælt" þér.

 

Vona að þetta fari allt vel hjá þér!

 

Kveðja að vestan.

 

Gústaf Gústafsson, 26.2.2009 kl. 09:13

4 identicon

Varla getur bloggið þitt verið ástæða uppsagnar, allir hafa frelsi til að tjá persónulegar skoðanir sínar eða ættu að hafa.  Ef svo er þá er sveitarstjórnin í þinn sveit dálítið sérkennileg.   Mér finnst líka ákaflega óheiðarlegt hjá þessum mönnum að brjóta trúnað eins og þú ræðir um.

Nú þekki ég ekki þín mál nema úr fréttum og þar var talað um stórar upphæðir.  Þegar ég las texta þinn hér fyrir ofan vakti athygli mína að þú talar um starfslokasamning.   Mér varð hugsað til "venjulega fólksins" í landinu, oft er það nú "rekið samdægurs" fyrir sín mistök og launalaust frá og með þeirri stundu.  Alltaf er nú best að viðurkenna sín mistök og reyna að bæta fyrir þau og þar geri ég ekki mun á "venjulega fólkinu" og "stjórunum" 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:38

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Innsláttur á blogg færslu eins og þessari tekur sennilega einn tíunda af þeim tíma sem það tæki starfsmann að fara fram í kaffistofu, fylla á kaffifantinn, labba út fyrir dyr og reykja eina sígarettu.

Menn skrifa á Moggabloggið í eigin nafni, en ekki sem embættismenn eða sérfræðingar.

Flosi Kristjánsson, 26.2.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ég veit ekki betur en þú sért vel ritfær og setjir þínar skoðanir fram af skynsemi.
Það er einhver tíska núna að nota blogg, sem afsökun fyrir uppsögn. Menn verða nú að hafa örlítið svigrúm til að tjá sig.

Gangi þér vel.

ÞJÓÐARSÁLIN, 26.2.2009 kl. 13:54

7 identicon

Marco ritaði fyrr í mánuðinum.

"Nú Sigurður!

Ertu þá ósammála Davíð regnbogabarni.  Nú verður leiðtogi þinn fyrir skelfilegu einelti sem ekki á sinn líka í samanlagðri grunnskólasögunni og þú tekur undir með einhverjum kommúnista norðan af landi.

Gættu þín maður.  Kjötkatlarnir gætu verið í húfi".

Maður spyr sig!!

Gangi þér allt í haginn!

marco (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:42

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

Mér er spurn, þegir síminn heima hjá sveitastjóra allt kvöldið, og ef hann hringir er þá símsvari sem vísar á númer sem svarar bara á skrifstofu tíma? Svar Nei............þó ég hafi aldrei verið sveitarstjóri þá er vinnutími hans ekki bundinn við 9 - 5. það er ég viss um þannig að sleppa því að fara út í smók og ferskloftið og skella nokkrum línum á bloggið ætti ekki að vera dauðasynd.

Menn eiga bara ekki að standa í því að reikna út launin sín sjálfir, svo einfalt er það þá kemur enginn misskilningur upp.

Gangi þér allt í haginn, hvað sem þú ferð að gera.

Sverrir Einarsson, 26.2.2009 kl. 15:02

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég hef verið gestur hér á síðunni frá því í október. Fjölbreytileg málefni hafa verið reifuð. Svo sem, þjóðstjórn, Fidel Castró, bankahrunið, Steingrímur pikkar í Geir, inngöngubann í Frjálslyndaflokkinn,  ný stjórnmálaöfl, úrkynjun stjórnmálalífs og höfðingjaveldi, fall kommúnismans og frjálshyggjunnar (Fidel Castró aftur),  móðir sjálfstæðismenn.

Ég vil þakka fyrir að fá að tjá mig hér. Það sem hefur laðað mig að síðunni er málefnaleg umræða og hugrekki síðuritara. 

Drengileg framkoma Sigurðar og hugrekki varðandi menn og málefni er lærdómsríkt.

Sigurður er bloggvinur minn þó við þekkjumst ekki persónulega og mér þykir vænt um að hafa hann á síðu minni.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 18:35

10 identicon

Sæll Sigurður. Ég er sammála honum Þorsteini hér að ofan. Ég er ekki bloggari sjálf en fer reglulega inn á nokkur blogg svona til að taka púlsinn á þjóðarsálinni og þín síða er alveg nausynleg í þeim rúnti. Auðvitað eru þessi mistök leiðinleg en þar sem endurskoðandi sá ekkert athugavert hvernig áttir þú að sjá þessi mistök fyrir?

Þetta eru því mistök endurskoðandans en ekki þín finnst mér.

Vona að þér gangi allt í haginn og þú haldir áfram að vera duglegur að blogga.

Ína (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 21:11

11 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Kæri bloggvinur og sameyjamaður, manni sárnar þegar er ráðist að æru Eyjamanns sem ég er búinn að þekkja síðan í stubbadeild, en svona er nú kapítalisminn uppbyggður hér á landi, Sigurður við erum bara peð á stóru taflborði, ég þekki þessa tilfinningu vel að vera sagt upp störfum, hún er hræðileg.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 26.2.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband