Hvernig væri að ganga alla leið í persónukjöri?

Fyrst menn tala um persónukjör til Alþingis hvernig væri þá að ganga bara alla leið í persónukjöri.Menn gætu þá boðið sig fram til Alþingis hefðu þeir nægjanlegan meðmælendfjölda til þess. Kjörseðilinn yrði þá listi nafna,þar sem við fengjum að velja ákveðinn fjölda einstaklinga. Með því móti væri gengið alla leið í persónukjöri. Það væru þá ekki flokkarnir sem slíkir sem væru að bjóða fram.

Þetta er nú kannski fulllangt gengið í hugmynd og þyrfti trúlega lengri undirbúning ætti hún að verða að raunveruleika.

Forvöl og prófkjör eru jú leið flokkanna til að gefa kjósendum tækifæri til að ákveða röð framboðslistanna og ekki má gleyma því að við getum strikað yfir frambjóðenda og breytt röð. Það sýndi sig í síðustu kosningum að það hafði áhrif.

Aftur á móti hefði það átt að setja í lög fyrir löngu að prófkjör flokka yrði að fara fram á sama degi og færi þannig fram að kjósandi mætti á kjörstað og tæki ákvörðun hjá hvaða flokki hann ætlaði að kjósa í prófkjöri.Það er auðvitða fáránlegt að sami aðili taki jafnvel þátt í prófkjöri þriggja framboða.

Auðvitað mætti einnig hugsa sér að persónukjör yrði aukið með því að kosið væri í einmenningskjördæmum.Það væri t.d.hægt að hafa fyrirkomulagið þannig að landið væri eitt kjördæmi og þar væru það flokkarnir og framboðin sem byðu fram og röðuðu á lista. Hins vegar væri landinu skipt upp i einmenningskjördæmi,þar sem kjósandi velur einstaklng.Kjósandi fengi sem sagt tvo kjörseðla í hendur.

 

 


mbl.is Leggja fram frumvarp um persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Örn Jóhannesson

Sæll Sigurður,

Mér lýst vel á persónukjör til alþingis og það í einu kjördæmi. Ekkert væri í vegi fyrir því að nöfn frambjóðenda væru undir ákveðnum lista flokka (listabókstaf) ef þeir óskuðu þess. Þannig gætu kjósendur kosið einn lista eða merkt við einstök nöfn þvert á lista. Það væri lýðræðislegra en í dag þar sem misvægi atkvæða og uppbótarsæti "senda" stundum inn menn á þing sem fáir óskuðu eftir að sjá þar.

Slíkt fyrirkomulag þarf lengri undirbúning og hönnun en við höfum fyir kosningar nú, en ætti að vera markmið innan fimm ára.

Kristinn Örn Jóhannesson, 3.3.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband