Ný forysta hjá öllum nema Vinstri grænum.

Ótrúlega miklar breytingar í forystuliði stjórnmálaflokkanna er staðreynd. Allir flokkar nema VG breyta um formann nú fyrir kosningarnar í apríl.Bæði Ingibjörg og Geir Haarde láta af formennsku í sínum flokki vegna veikinda.Nokkuð ljóst virðist vera að Bjarni Benediktsson mun taka við forsytu í Sjálfstæðisflokknum,en það er spurning hvort Þorgerði Katrínu tekst að halda varaformanninum.Ég hallast þó að því að henni muni takast það. Mikil naflaskoðun fer nú fram í Sja´lfstæðisflokknum og þó nokkur endurnýjun veður á framboðslistum. Það stefnir allt í að Sjálfstæðisflokkurinn fái ágætis útkomu í kosningunum.

Ingibjörg Sólrún hefur verið mjög sterkur leiðtogi hjá Samfylkingunni síðustu árin og tekist að halda sundurleitum hópio ótrúlega vel saman. Eflaust mun þrýstingur aukast mjög á Jóhönnu að taka nú við forystunni að sinni. Erfitt er að sjá hvaða aðra möguleika Samfylkingin á í stöðunni. Dagur B.Eggertsson verður örugglega varaformaður og væntanlega tekur hann svo við formennskunni af Jóhönnu.

Sigmundur Davíð er mikið spurningamerki sem formaður Framsóknarflokksins. Honum hefur tekist að auka fylgið tímabundið,en það virðist aftur vera að dala.Ég er ekki sannfærður um að það hafi verið sterkur leikur hjá nýja formanninum að afhenda Vinstri flokkunum völdin á þann hátt sem hann gerði. Trúlega munu Framsóknarmenn kunna honum litlar þakkir verði það staðreynd að VG og Samfylkingin geti myndað meirihlutastjórn eftir kosningar.

Steingrímur J. stendur uppúr á vinstri kantinum og virðist fátt getað raskað hans veldi. Hann er nokkuð óumdeildur leiðtogi VG. Kosningabaráttan fer nú á fulla ferð og nokkuð víst að sama staðan kemur upp eins og fyrr. Steingrímur og VG missa fylgi þegar kjósendur átta sig á að eina lausnin sem VG sér til lausnar á vandamálunum er að hækka skatta.


mbl.is Þrýstingur á Jóhönnu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hefur það ekki verið aðal mál Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár, einka(vina)væða og hækka skatta?

Villi Asgeirsson, 9.3.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Börkur. Sorrý. Auðvitað er of fljótt að afskrifa Frjálslynda flokkinn. Sá ágæti maður Guðjón Arnar er að sjálfsögðu formaður.

Sigurður Jónsson, 9.3.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Annar nýr til. Forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar, hingað til a.m.k. Aðeins um 25 ára þingreynslu, eða eitthvað sjóleiðis. Jú, Össur er alveg flunkunýr líka, er það ekki?

Jarðfræðingurinn fer að verða að vísindalegu viðfangsefni líka!

Jónas Egilsson, 9.3.2009 kl. 22:23

4 identicon

Jarðfræðingurinn er nú ný kominn á þing. Í jarðsögulegu samhengi.

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband