10.3.2009 | 10:50
Spennandi slagur hjá Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi.
Eitt allra sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til verið í Suðurkjördæmi.Það skiptir því miklu máli fyrir flokkinn hvernig til tekst með uppröðun á framboðslistann í prófkjörinu sm fram fer n.k.laugardag.Ég ætla hér á eftir að spá aðeins í spilin og sjá svo eftir laugardaginn hversu sannspár ég reynist um úrslitin.
Baráttan um fyrsta sætið mun örugglega standa á milli Ragnheiðar Elínar og Árna Johnsen.
1.Það vantar sterkan leiðtoga í Suðurkjördæmi. það var vitað að Árni M.myndi lenda í vandræðum með að halda forystusætinu og því skynsamlegt hjá honum að taka ekki áhættuna. Ragnheiður Elín hefur sýnt það í sínum störfum að þar er á ferðinni skelegg kona,sem vel er fallin til forystu.Rætur hennar eru á Suðurnesjum og hún þekkir vel til mála í kjördæminu.Ég er alveg sannfærður um að Ragnheiður Elín mun ná góðri kosningu í 1.sætið.
2. Ætla mætti miðað við umræður um endurnýjun og nauðsyn þess að gefa gömlu jöxlunum frí að róðurinn yrði erfiður fyrir Árna Johnsen,en hann er ólíkindatól.Staða hans um allt kjördæmið er ótrúlega sterk. Kannski er það ekkert skrítið. Hann er ávallt sýnilegur,á ferðinni um allt kjördæmið,tilbúin til að hitta og ræða við kjósendur. Það er því alveg ljóst að Arni mun ná 2.sætinu.
3.Hlutur kvenna virðist ætla að verða nokkuð góður í prófkjörum að þessu sinni.Unnur Brá Konráðsdóttir,sveitarstjóri á Hvolsvelli náði 5.sæti síðast og þá var Drífa Hjartardóttir einnig í prófkjörinu.Unnur Brá nýtur trausts og mun örugglega ná góðum árangri.Í henni sjá kjósendur einnig góða endurnýjun á lista flokksins.Nauðsynlegt er einnig að Rangeyingar eigi öruggt sæti á listanum. Unnur Brá nær 3.sætinu.
4.Nú fara málin að vandast,hvernig næstu sæti koma til með að líta út. Baráttan verður hörð. Ég hallast að því að Grímur Gíslason íbúi á Selfossi og innfæddur Vestmannaeyingur muni ná því sæti.Grímur náði ágætri útkomnu í síðasta prófkjöri og mun örugglega bæta árangur sinn nú.Grímur er góður baráttumaður og myndi styrkja framboðð í þessu sæti.
5. Björk Guðjónsdóttir mun væntanlega ná þessu sæti.Mörgum finnst lítið hafa farið fyrir Björk á þinginu þá er ég viss um að margir vilja gefa henni tækifæri til að sanna sig betur. Suðurnesjamenn munu örugglega kjósa hana til að tryggja að hún detti ekki alveg út.
6.Kjartan Ólafsson kemur til með að dala nokkuð frá því sem áður var. Það fer alveg óskaplega lítið fyrir Kjartani,þannig að margir vita ekki hver hann er. Hann verður fórnarlamb þess að kjósendur vilja sjá ákveðna endurnýjun á listanum.Kjartan mun því væntanlega ekki ná sæti áfram sem þingmaður.
7.Ég ætla svo að spá því að minn ágæti fyrrverandi nemandi Íris Róbertsdóttir frá Vestmannaeyjum nái þessu sæti. Gjarnan vildi ég sjá hana ofar á listanum,en ég held að þetta sé raunhæf spá og hún geti þokkalega vel við unað.Íris hefur marga góða kosti til að láta að sér kveða í stjórnmálunum og hún mun örugglega ná langt í framtíðinni.
Ég ætla að láta þetta nægja um röðun í sæti. Svo er bara að sjá hvort úrslitin á laugardaginn verða í samræmi við mína spá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.