Nú má ekki ræða málin.Vinstri menn hlægilegir á Alþingi.

Alveg er með ólíkindum að heyra málflutning Vinsri manna um þessar mundir. Nú má ekki ræða mál, sem skipta allan almenning miklu máli. Nú saka Vinstri menn Sjálfstæðismenn um málþóf af verstu tegund vilji þeir ræða málefnin dagsins til hlýtar. Vinstri menn vilja í staðinn eyða tímanum í umræður um stjórnarskrárbreytingar og annað í þeim dúr. Allt alveg ágætis mál,en þola alveg að bíða að nýtt þing komi til starfa.

það sem skiptir máli er að ræða málefni til lausnar vandamálum heimila og atvinnulífs. Það er úrlausnarefnið þessa dagana.

Það er alveg með ólíkindum að heyra nú gagnrýni Vinstri grænna um að ekki megi nota tíma Alþingis til að ræða verkefni dagsins. Til hvers er eiginlega Alþingi ef það á að banna umræður um efnahagsmálin.Var ekki einmitt verið að gagnrýna að ráðherrarnir réðu öllu og Alþingismenn hefðu ekkert hlutverk. Ég hélt að þessi gagnrýni hefði ekki síst komið frá Vinstri mönnum þegar þeir sátu í minnihluta.Það er því hreint og beint með ólíkindum að heyra þá nú kvarta og kveina að þingmenn skuli vilja ræða vandamál líðandi stundar.

Vinstri menn hafa orðið að athlægi á Alþingi.


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr,heyr

Hjartanlega sammála.  VG er sá flokkur sem hefur gert málþóf að listgrein.  Það er bara margt til í þessu sem Sjálfstæðismenn eru að predika og fátt af viti sem kemur frá þessari sorglegu vinstri stjórn.

Gaman að sjá svo vinstri menn hér á blogginu fara hamförum, ómálefnalegir með eindæmum og skítkastið fyrir neðan allar hellur.  Sumir misvitrir bloggarar blogga hér allan daginn um Sjálfstæðisflokkinn og níða hann á alla vegu, þráhyggja sem er ógeðfellt að horfa uppá en þegar vel er skoðað mannleysurnar sem eru á bak við bloggin, þá skilur maður.  Sumum er ekki við bjargað.

Þessi stjórn er ónothæf.  Vonandi kýs þjóðin rétt í vor.

Baldur (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:01

2 identicon

ég sé að þú hefur ekkert fylgst með málþófi sjálfstæðismanna í gær á alþingi,það er nú varla málefni til lausnar vandamálum heimila og atvinnulífs að fara margoft í andsvör um fundarsköp forseta þingsins eftir málþóf eigin flokksfélaga,nei það er rétt hjá Össuri að sjálfstæðismenn hafa hagað sér einsog krakkar í morfiskeppni.

árni aðals (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:11

3 identicon

p.s. Baldur eru sjálfstæðismenn ekki bara orðnir rökþrota þegar þeir hafa ekki lengur kjark til að hafa sín blogg opin,heldur hella úr sér smjörklípum og "skítkasti"í allt og alla?

árni aðals (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Nú saka vinstri menn okkur sjálfstæðismenn okkur um málþóf. Ég hef mikla ánægju af því þessa dagana að skoða ummæli vinstri manna frá því þeir voru í stjórnarandstöðu. Neðangreinda tilvitnun fann ég á vef Ungra vinstri grænna og von mín er að þið hafið bæði gagn og gaman af:

 

Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihlutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnihlutinn sé kúgaður.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.3.2009 kl. 13:56

5 Smámynd: Eldur Ísidór

Sigurður, þessi bloggfærsla er þér til minnkunar.

Þetta var augljós leikur til þess að tefja störf þingsins. Það þarf ekki einhvern sérfræðing til að sjá það.

Eldur Ísidór, 10.3.2009 kl. 15:31

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

fyrir nokkru þá sá einn vinstri grænn um að tala allan þennan tíma. frægt er líka þegar Jóhanna talaði í sólarhring. hvernig væri að vinstrimenn fari nú að halda kjafti og þegar svo augljóslega er öllum þeim sem ekki eru blindir á flokkslínunni frá Samfó eða VG að þeir leika tveimur skjöldum. Hrokin og hræsnin er yfirgengileg.

tala nú ekki um þegar Þingforseti rauf þinghald útaf því að nefnd skilaði ekki máli til ráðherranna nógu fljótt. talandi um að halda í Ráðherraræði og að gera þingið að afgreiðslustöð. 

Greinilegt er á málflutningi Vinstrimanna að lýðræðið er orð sem gott er að grípa til þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. þegar þeir eru í ríkisstjórn flækist þetta hugtak bara fyrir framkvæmdarvaldinu. 

Sumir eru bara jafnari en aðrir. 

Fannar frá Rifi, 10.3.2009 kl. 17:12

7 identicon

  Þegar 26 manna þingflokkur   fer í  innbyrðis spurningaleik og notar  til þess  ræðustól  Alþingis þá er það auðvitað ekki málþóf. Það er sandkassaleikur. Það er  ekki hægt að kalla  framkomu þingflokksi Sjálfstæðisflokksins  í gær  neitt annað en fíflagang.  Makalausan  fíflagang. Í þessum leik virðist  gengið út frá því að kjósendur séu fífl.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:49

8 identicon

Þetta var ekki málþóf á Alþingi í gær. Þetta var sandkassaleikur. Þegar 26 manna þingflokkur  setur á  svið  spurningaleik í þingsal  þar sem  þingmenn  spyrja flokksbræður  sína   spjörunum úr og  flytja  ræður sem  eru rýrar í roðinu  svo  notað sé  fremur kurteislegt orðalag þá  er það auðvitað bara  fíflagangur. Og það sem  verra er  að  ótrúlega margir  þingmenn  Sjálfstæðisflokksins   virðast ganga út frá því að kjósendur  séu  fífl. 

Það var ekki mikil reisn  yfir  flokki Ólafs  Thors og Bjarna  Benediktssonar í þingsal í gær.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:12

9 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Þarna er ykkur sjöllum rétt lýst annan daginn kvartið þið yfir því að ekkert sé verið að gera í þinginu og hinn daginn reynið þið að koma í veg fyrir að nokkuð gert! En ykkur verður ekki kápan úr klæðinu fólk sér í gegnum þennan skrípaleik búið að fá nóg af ykkur og ykkar frjálshyggju sem kom okkur á kaldann skuldaklafa

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 10.3.2009 kl. 22:46

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bíddu nú við ???

hverjir héldu uppi rökum um að VINSTRI GRÆNIR væru alltaf á móti öllu sem væri að gerast ? ...  Er ekki augljóst að eina sem gerist eru HLUTVERKASKIPTI.. það er hlutverk stjórnarandstöðunnar að vera á móti og gagnrínið en mér finnst hlálegt ef að sjálfstæðismenn sjái það ekki að þeir hegða sér nákvæmlega eins og Vinnstri grænir,samfylking gerðu á sínum tíma þegar þeir voru í stjórnarandstöðu, nema hvað að þeir eru meira á MÓTI ef eitthvað er.

Brynjar Jóhannsson, 10.3.2009 kl. 23:12

11 identicon

Ætli það sé ekki líka að fólki finnist ekki vera réttur tími hjá sjálfstæðismönnum núna til að sýna VG að þeir geti líka.  Okkur finnst kannski að núna sé tími til að vinna meira saman eða að stíga aðeins til hliðar og gefa þeim sem eru í stjórn vinnufrið til að klára málin.  Sjálfstæðismenn fengu sitt tækifæri og mörgum finnst þeir ekki hafa notað það vel.  Svo í stað þess að vera með flokksderring núna væri betra að sjá samvinnu.

Steinunn Aldís (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 07:26

12 Smámynd: Ólafur Als

Ég hvet þingmenn Sjálfstæðisflokksins til þess að svara gagnrýni af fullum krafti. Ekkert að vera að gefa eftir við þetta vinstra lið eða reyna að ræða á vinsamlegum nótum við kumpána á borð við Mörð og marga fleiri. Það eru mistök að halda að þetta lið sé reiðubúið í málefnalega umræðu - með örfáum undantekningum þó.

Vegna aðkomu Sjálfstæðisflokksins í landsstjórninni um langt skeið er komin upp sú staða að þingmenn flokksins eiga helst að halda kjafti - vinstra liðið telur sig hafa öll tromp á hendi og urrar af öllum mætti á Sjálfstæðismenn ef þeir voga sér að stjá sig. Þeim er skítsama um lýðræðið - inni á alþingi og víða í samfélaginu, sbr. sumar athugasemdir þeirra hér - nú skal troðið á Sjálfstæðismönnum og þeim sagt að loka þverrifunni.

Þetta eiga Sjálfstæðismenn ekki að láta bjóða sér, hvorki inni á alþingi, né úti í samfélaginu. Við eigum eftir að fara í okkar naflaskoðun en það verður gert á réttum forsendum, ekki með leyfi andstæðinga okkar. Það er nefnilega þannig að offors og dramb vinstri manna hefur blásið í okkur eldmóð og við eigum að horfa óhrædd framan í þetta lið. Hvergi að hopa!

Ólafur Als, 11.3.2009 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband