Eitrað og blöð hverfa.Árni Johnsen í vandamála fréttum.

Það má nú segja að Árni Johnsen er í fréttunum og gleymist ekki. Það er engin hætta á að kjósendur gleymi honum,hvort sem þeir kjósa hann eða ekki. Það er svo önnur saga.

Á dögunum bárust ískygglega fréttir af því að einhver eða einhverjir óprúttnir náungar hefðu eitrað fyrir Árna Jonsen.Taldi Árni líklegast að eitrið hefði verið sett í fæðubótarefni. Ekki varð neitt frekara sakamál úr þessu og Árni virðist vera að ná góðum bata. Fjölmiðlar landsins voru vel vakandi og náðu að nasa uppi þetta mál,þannig að alþjóð fékk fréttir af þessu stóra máli.

Í dag greinir svo Fréttablaðið frá því að um 1700 eintök af prófkjörsblaði Árna Johnsen hafi horfið. En eru á ferðinni einhverjir óprúttnir náungar sem vilja reyna að stöðva frama Árna.Enn og aftur eru fjölmiðlar vel vakandi og ná að greina alþjóð frá stórum vandamálum Árna Johnsen.

Nú bíða þyrstir fréttafíklar, hvað gerist næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Spurningin er hvort það sem stóð í prófkjörsblaði Árna, sé ekki af sama toga og a.m.k. tveggja ára gamlar "fréttirnar" af meintum eitrunum, eða eins og sagt er á enskunni; old news? -

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Skrifaði spá um fyrstu 7 sætin. Ragnheiður Elín verður næsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Sigurður Jónsson, 11.3.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband