11.3.2009 | 13:44
Aðeins einn fær um að leiða sundurleytan hóp Samfylkingar?
Einkennilegt ástand ríkir hjá Samfylkingunni eftir að Ingibjörg Sólrún verður að hætta sem formaður.
Svo sundurleytur hópur er Samfylkingin að forystumenn blysfararinnar til Jóhönnu Sigurðardóttur segja hana einu manneskjuna sem geti haft forystuna. Ekki eru þetta nú góð meðmælum með öðrum forystumönnum Samfylkingarinnar.
Reyndar er það vitað og hefur oft komið í ljós að Samfylkingin er furðulegt sambland fólks sem telur sig til vinstri og fylhjandi jafnaðarstefnu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur aveg gefið það út að hún vilji ekki taka að sér formennsku. Það er því með ólíkindum að forystumenn Samfylkingarinnar skuli nú gefa það út fyrir alþjóð að hún verði að taka að sér formennskuna. Lesa má milli lína að annars fari allt í háaloft.
Nú hefði maður ímyndað sér að það væri ágætt fyrir Samfylkingarfólk að Jóhanna væri forsætisráðherraefni flokksins og nóg framboð væri til að hæfu fólki til að leiða flokkinn.
Hvað með Dag B.Eggertsson,Lúðvík bæjarstjóra eða Árna Pál þingmann. Eru þetta ekki nógu góðir einstaklingar að mati Samfylkingarfólks til að taka að sér formennsku?
Alveg ótrúlegt að sjá þennan vandræðagang Samfylkingarinnar.
Blysför til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Amen bróðir. Besta lausnin að aðskilja þessi tvö embætti.
Karl S.G (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:14
Einn aðili sem allir vilja fá er nú betra en margir sem engin vill. Ég get ekki betur séð en þarna sé einstaka samhentur hópur á ferðinni sem veit hvað hann vill. Meira en segja má um marga aðfra flokka :)
Marteinn (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:21
Ég hef reyndar oft haldið því fram að Samfylkingin sé búin til úr afgöngum.
Afgangar eru oft notaðir í hallæri þegar ekkert annað fæst, og því sjaldan varanleg lausn hvað þá vinsæl.
Fyrir mér er Samfylkingin ekki neinn jafnaðarmannaflokkur líkt og jafnaðarmannaflokkar á Norðurlöndunum, heldur sérhagsmunaframapotaraklíka með ólík markmið og sjónarmið.
Hrólfur H. Eyjólfsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:39
Í téðri blysför ættu menn að passa upp á að hafa slökkt á blysunum, kveikja alls ekki á þeim, annars gæti kviknað í Sandfylkingunni og hún fuðrað upp fyrir augum þeirra.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.3.2009 kl. 16:42
Það er svolítið fyndið hjá Sigurbjörg að blanda Davíð inn í þetta. Man ekki til að sjálfstæðismenn hafi nokkurn tíma gengið eftir honum með blys, hvað þá heldur rósablöðum eins og samfylkingarfólk gerir gjarnan þegar það vill hafa mikið við.
Eins uppteknir og vinstri menn eru af Davíð, þá hafa þeir aldrei uppgötvað að sjálfstæðismenn stunda ekki persónudýrkun. Líklega fyllir Davíð svo rækilega upp í vitin á þeim að ekkert annað kemmst að.
Ragnhildur Kolka, 11.3.2009 kl. 17:56
Er hægt að segja að einn maður með blys teljist vera blysför?
Í frétt á visir.is segir að fyrir utan blaðamann og tvo ljósmyndara hafi aðeins markaðsfræðingurinn mætt með sitt blys.
Ekki góð markaðssetning það.
Ragnhildur Kolka, 11.3.2009 kl. 20:47
Gervilýðræði nútímans er afar leiðtogadrifið og Gulli Þórðar flaggar td. gömlu kosningaslagorði íhaldsins - stétt með stétt - sem er upprunnið hjá ítölskum fasistum og ætlað að deyfa stéttarvitundina og fá verkalýðinn til að samsama sig hagsmunum kapítalistanna, kostenda fasistanna. Mussolini viðurkenndi sjálfur fúslega að réttara væri að kalla stefnu hans fyrirtækjaisma.
Baldur Fjölnisson, 11.3.2009 kl. 22:03
Talandi um Davíð. Samfylkingin var ekki öflugri en það, að hún var óstarfhæf í marga mánuði út af tilveru Davíðs í Seðlabankanum. Og í þau fáu skipti sem að hann opnaði muninn, greip um sig ógn og skelfing innan Samfylkingarinnar og mikil ringulreið.
En nú ætti þjáningum fjölda fólks að verið lokið eftir að Davíð var þröngvað út úr Seðlabankanum í einu ógeðfeldasta einelti og pólitískum ofsóknum sem um getur.
Hrólfur H. Eyjólfsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.