Jóhanna hafnar öllum hugmyndum,talar og talar,en ekkert gerist.

Ýmsir aðilar hafa að undanförnu verið að setja fram ýmsar hugmyndir sem mættu verða til bjargar heimilum og fyrirtækjum. Framsóknarmenn hafa sett fram hugmyndir um niðurfellingu skulda um 20%. Tryggvi Þór hefur sett fram svipaðar hugmyndir. Lilja M. frambjóðandi Vinstri grænna hefur sett fram hugmynd um að allir fái lækkun fasteignaskulda um 4 milljónir.

Jóhanna og ráðherrar hennar blása allt út af borðinu sem vitlausar tillögur eða þá að þær kosti of mikið. Siðan koma langar ræður um að það verði að bjarga heimilunum,en ekkert gerist.

Það má vel vera að það kosti peninga að gera róttækar ráðstafanir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. En það kostar líka mikið að gera ekki neitt. Mörg heimili eru að gefast upp. Það eru 17000 manns á atvinnuleysisskrá. Fyrirtækin eru hvert að öðru að gefast upp. Núverandi ástand kostað ansi mikið. Það kostra t.d. rúma 2 milljarða á mánuði að greiða atvinnulausum.

Ef Jóhönnu og ráðherrum Vinstri stjórnarinnar finnast allar tillögur sem fram hafa komið vitlausar þá hlýtur að að vera krafa þjóðarinnar að Jóhanna og stjórn hennar leggi fram raunhæfar tillögur til að bjarga ástandinu og það strax.Það gengur ekki að segja að það verði að skoða hvert einstakt tilfelli fyrir sig og meta hvort og þá hvernig sé hægt að bregðast við. Við höfum hreinlega ekki tíma til þess. Það þarf almennar aðgerðir sem leysa málin fljótt og vel.


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú gerir bara "eitthvað" til að þykjast geta bjargað öllum vanda eru mestar líkur á að útkoman verði enn dýpri kreppa´, ég tala nú ekki um andlegt jafnvægi er í stíl við orðbragðið í fyrirsögninni. Ríkisstjórnin ER AÐ VINNA eftir ítarlegri og tímasettri áætlun um endurreisn fjármála- og efnahagskerfisins sem er forsenda aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fleiri þjóðum. Fyrir fyrirtækin í landinu skiptir mestu að endurreisa fjármálakerfið og komast út úr gjaldeyriskreppunni og sú vinna er í fullum gangi um leið og tekið er á vanda fyrirtækja tilfelli fyrir tilfelli út frá viðurkenndri alþjóðlegri aðferð sem kennd er við London Approach. Búið er að grípa til fjölda aðgerða til að létta greiðslubyrði heimila og taka af þeim mesta höggið. Þar ber hæst greiðslujöfnunarleiðina en einnig er búið að útfæra leið til að hjálpa þeim sem skulda gengistryggð lán og Íslandsbanki er þegar farinn að bjóða.

Kjarni málsins er sá að eins og horfir með skuldastöðu ríkisins þá hefur þjóðin ekki efni á öðru en að hver króna sem fer í aðstoð renni til þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Allt annað mun aðeins leið til slíks skattaklafa að við kæfum vaxtarfæri atvinnulífsins og þar með þá verðmætasköpun sem við þurfum á að halda til að komast varanlega út úr kreppunni.

Því miður dugar ekkert annað í raun til að komast út úr kreppu en að bíta á jaxlinn, viðurkenna erfiðleikana, horfast í augu við þá, forgangsraða skynsamlega og tryggja verðmætasköpun í samfélaginu til framtíðar.

Jóhanna Sigurðardóttir á heiður skilinn fyrir hreinskilni og framsýni og að láta ekki leiða sig út í hókus pókus keppni pólitískra sjónhverfingamanna á atkvæðaveiðum!

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Gerir ekkert ?! Þú virðist amk hafa aðra skilgreiningu á því en ég.

Meðfylgjandi er yfirlit yfir aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt fyrir sitt leiti og margar þegar komnar til framkvæmda. Vonum að þínir menn á þingi og þingheimur allur klári þau mál sem útaf standa.

Aðgerðir til stuðnings skuldsettum heimilum

 
  1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella
  2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði
  3. 25% hækun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.
  4. Útgeiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón
  5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.
    1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður
    2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.
    3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.
    4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir
  6. Greiðsluaðlögun samningskrafna
  7. Lækkun dráttavaxta
  8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð
  9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar
  10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst
  11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40
  12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota
  13. Greiðsluaðlögun fasteingaveðlána
  14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

 Ef þú ert að bíða eftir því að kanína hoppi uppúr hatti Samfylkingarinnar og bjóði fyrirtækjum og heimilum 300-900 milljarða án þess að það kost skattgreiðendur krónu, þá þarftu að bíða ansi lengi...

kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 25.3.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Hvernig stendur á því að formaður Framsóknarflokksins segir að ríkisstjórnin sé að fást við allt aðra hluti en hún var mynduð til þ.e. að bjarga heimilum og fyrirtækjum ef allt er í sómanum.

Hvers vegna er Sigmundur Davíð að leggja fram róttækar tillögur ef Samfylkingin er búin að bjarga öllu.

Hvers vegna er Tryggvi Þór að leggja fram tillögu að lausn til að koma hjólunum til að snúast á ný.

Hvers vegna er einn af frambjóðendum Vinstri grænna að leggja fram tillögur um lækkun húsnæðislána ef allt er í sómanum.

Þessir aðilar sem hér eru nefndir eru ekki einhverjir aðilar sem segja að það verði bara að gera eitthvað. Þetta fólk er allt hagfræðimenntað og það er því ansi ódýrt að segja að það sé með einhverja hókus pókus lausnir.Það er lítilsvirðing við menntað fólk sem hefur áhuga á að leggja fram tillögur.

Það er ekkert undarlegt að fólk sé orðið þreytt á að bíða eftir raunhæfum aðgerðum þegar sjálfur Guðfaðir ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð segir allt ganga of hægt og Vinstri stjórnin sé alls ekki að vinna að þeim málum sem hún var mynduð um.

Sigurður Jónsson, 25.3.2009 kl. 13:10

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Horfði í gærkvöld á viðtal við Tryggva Þór og Gylfa Magnússon sem var í sjónvarpinu um daginn.  Þar reyndi Gylfi að sýna Tryggva lítilsvirðingu og gera lítið úr honum.  Ekki var að heyra að ráðherrann hefði mikið til málanna að leggja frekar en aðrir í ríkisstjórninni.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.3.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Offari

Samfylkingin heldur að við séum ekki fær um að bjarga okkur sjálf og heldur að betra sé að falla með allri Evrópu í einum pakka.

Offari, 25.3.2009 kl. 15:33

6 Smámynd: Jón Guðmundsson

Sælir,

Ég vil benda á áhugaverðan pistil á AMX eftir Ágúst þórhallsson http://www.amx.is/pistlar/5680/

Það er rétt hjá þér Sigurður það kemur ansi lítið úr þessari ríkisstjórn, þó Hrannar sé iðinn við að reyna að sýna fram á annað.

Frestun á greiðslu skulda, frysting lán, lengja í lánum, lengja tímann, sem þú dinglar í snörunni. Allt þetta er eins og lítill plástur á holskurð.

Nr. 14, þú færð að leigja þitt húsnæði af Íbúðalánasjóð, þegar hann hefur leyst það til sín á nauðungaruppboði, td. 25 mkr. íbúð slegin sjóðnum á 10 mkr. þú skuldar þá bara 15 mkr. og átt ekkert en færð að leigja á markaðsverði, þvílík gæska og göfuglynd. 

Nei Sigurður, þessi úrræði ríkisstjórnarinnar leiða bara til eins, fólk gefst upp.

Kveðja og með von um að við förum að sjá alvöru úrræði.

Jón Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 15:53

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hér eru góðar tillögur frá Hafsmunasamtökum heimilanna um hvernig taka skuli á málum:

http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php?option=com_content&view=article&id=92:tilloegur-um-braeaaegereir-vegna-efnahagskreppunnar&catid=35:samtykktir-ofl&Itemid=69

Eftir því sem ég best veit er enn verið að selja íbúðir á nauðungarsölum.

Þórður Björn Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 16:25

8 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Fín grein hjá þér Sigurður, hinsvegar get ég ekki orða bundist yfir upptalningu aðstoðarmanns Forsætisráðherra hér að ofan og finnst mér þessi upptalning skýra betur en margt annað hversu veruleikafirrt þessi ríkisstjórn er.  Jóhanna Sigurðardóttir þessa mæta kona, sem á að vera í svo góðum tengslum við almenning í landinu  er gjörsamlega LOST  að því er virðist.   Það sem skiptir máli hér er að þegnar þessa lands eru að missa alla von og þegar hún verður horfin verður harla lítið eftir.  Tillögur Framsóknarflokksins og margra margra fleiri eru ekki hókus pókus tillögur fyrir venjulegt fólk, en þær eru það örugglega fyrir veruleikafirrt fólk eins og þá sem sitja í ríkisstjórn íslands þessa dagana.  Ég held svo að aðstoðarmaður forsætisráðherrans ætti að fara að aðstoða hana við koma einhverjum aðgerðum í efnahagsmálum og raunverulegum aðgerðum til hjálpar heimilum í landinu á koppinn og hætta þessum pólitísku áróðursskrifum fyrir SF á launum hjá ríkinu. 

Magnús Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 16:27

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnvöld keyrðu upp verðgildi íbúða og neita nú að taka sinn hluta af reikningnum. Slíkt er ekki vænlegt til að stuðla að frið í landinu. Ég bendi á að notaðir voru á annað þúsund milljarða til að hjálpa fjármagnseigendu* en það má ekki nota 200 milljarða til að hámarka nafnvexti við 10% gegnum versta kúfinn.

 *600 milljarða í innistæðutryggingu umfram 20 þúsund evrur, 400 milljarða í banka og peningamarkaðssjóði, 300 milljarða í gegnum afskriftir Seðlabankans...

Héðinn Björnsson, 25.3.2009 kl. 18:44

10 identicon

Það væri hugsanlega bara betra að ríkisstjórnin gerði ekki neitt en að stefnan hafi verið tekin í þá átt sem sigla skal.

1. Skuldajöfnun verðtryggðra lána – 10-20% lægri greiðslubyrði en ella

Gerir ekki neitt annað en að lengja í hengingarólinni. Lán sem var áður til 40 ára greiðist nú upp á 40 til 100 árum, með verðbótum. Einnig hefur skuldarinn fyrirgert rétti sínum lagalega séð til að krefjast úrbóta eftir á auk þess sem að hann fellst á að þær kvaðir sem óstjórn fjármálakerfis Íslands hefur skellt á herðar hans. Það sem er komið verður aldrei leiðrétt. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

2. Frysting og í framhaldi skuldajöfnun gengisbundinna lána – 40-50% lægri greiðslubyrði

Algjör skammtímalausn og í raun ekkert annað en bjarnargreiði því þegar lántakandinn samþykkir þessa breytingu fyrirgerir hann rétti sínum til að krefjast bóta vegna þeirrar stöðu sem hann er í í dag. Með því að samþykkja þessa breytingu fellst lántakandinn jafnframt á að þær kvaðir sem óstjórn í fjármálum þessa lands sem við búum í hefir skellt á herðar hans, að þær skuldir sem hvíla á herðum hans vegna falls bankanna og aðgerða fjármálastofnanna sem og ríkisstjórnarinnar, skuli aldrei leiðréttar. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar. 

3. 25% hækkun vaxtabóta – hjón með 3-8 milljóna árstekjur hækka um rúm 170 þús, úr 314 þús í 487 þús á ári.

Þetta er fyrst og fremst kerfisleg breyting en engin raunveruleg lausn á vandanum. Ekki einu sinni heill dropi í hafið. Aukningin fyrir hjónin sem eru nefnd í þessu dæmi nemur 14 þúsund krónum á mánuði en það dugir tæplega fyrir afborgun af 2 milljónum í dag. Þeir sem skulduðu um 10 milljónir fyrir fall bankanna skulda tæpar 12 milljónir í dag. Þeir eru því að koma út á sléttu við þessa aðgerð (hvaða fólk skyldi nú skulda um 10 milljónir í húsunum sínum í dag).

4. Útgreiðsla séreignasparnaðar – milljón á einstakling, tvær milljónir á hjón

Þetta er ekki raunverulegt úrræði. Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur tryggt fjármagnseigendum á íslandi sem eiga í banka 3 milljónir eða meira alla þeirra fjármuni er ætlast til þess að skuldarar skuli brenna sinn sparnað upp í skuldir. Þetta getur ekki talist til hagsbóta fyrir neina aðra en fjármálastofnanir sem hafa með þessu betra aðgengi að skuldurum. 

5. Greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs stórefld og samkomulag gert við aðrar fjármálastofnanir um að sömu úrræði gildi þar einnig.

5.1. Skuldbreytingalán og lánalengingar um 30 ár í stað 15 áður

Það er engin raunveruleg lausn fólgin í því að hneppa Íslendinga í skuldafangelsi um aldur og æfi. Eina raunverulega lausnin snýst um að leiðrétta þá stöðu sem upp er komin í samfélaginu í dag. Skuldbreyting = Samþykki fyrir núverandi stöðu = Óréttlæti.

5.2. Heimild til að greiða bara vexti og verðbætur af vöxtum og frysta höfuðstól í allt að 3 ár.

Kerfisbreyting. Hér er verið að reyna að fá lántakendur til að ganga að samningaborðinu og taka á herðar sér þær birgðar sem að aðgerðir bankamanna og ríkisstjórnarinnar undanfarin ár hafa valdið.

5.3. Heimild til að frysta afborganir í allt að 3 ár.

Kerfisbreyting. Hér er verið að reyna að fá lántakendur til að ganga að samningaborðinu og taka á herðar sér þær birgðar sem að aðgerðir bankamanna og ríkisstjórnarinnar undanfarin ár hafa valdið.         

5.4. Ýmsar mildari innheimtuaðgerðir

Kerfisbreyting. Hér er verið að reyna að fá lántakendur til að ganga að samningaborðinu og taka á herðar sér þær birgðar sem að aðgerðir bankamanna og ríkisstjórnarinnar undanfarin ár hafa valdið. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

 
6. Greiðsluaðlögun samningskrafna

Kerfisbreyting. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

7. Lækkun dráttavaxta

Það var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem ber að þakka þetta. Þetta er skref í rétta átt og það er alveg ljóst að engu máli skiptir hver er í brúnni á Alþingi eða Seðlabanka Íslands þegar ákvarðanir um vexti eru teknar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður!

 8. Skuldfærsla barnabóta uppí skattaskuldir bönnuð

Kerfisbreyting. Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

9. Skuldfærsla hverskonar inneigna hjá ríkinu uppí afborganir Íbúðalánasjóðs afnumdar

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

10. Frestun nauðungaruppboða fram til loka ágúst

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

11. Lenging aðfarafresta úr 15 dögum í 40

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

12. Aukin stuðningur aðstoðarmanns og leiðbeiningaskylda vegna gjaldþrota

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

13. Greiðsluaðlögun fasteignaveðlána

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

14. Heimild til Íbúðalánasjóðs til að leigja fyrri eigendum húsnæði sem sjóðurinn eignast á uppboðum.

Ef að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að leiðrétta skuldastöðu almennings í stað þess að reyna að finna leiðir til að láta fólk borga og halda þar með úti langt um dýrara neyslu/hagkerfi en þörf er á, þá þyrfti ekki að koma til þessarar kerfisbreytingar.

 
MIÐAÐ VIÐ ÞESSA PUNKTA SEM AÐ NEFNDIR ERU TIL SÖGUNNAR SEM AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR ER ALVEG LJÓST AÐ ÞAÐ ER HIMINN OG HAF Á MILLI ÞESS SEM AÐ ALMENNINGUR Í LANDINU OG RÍKISSTJÓRNIN TELUR VERA AÐGERÐIR TIL BJARGAR HEIMILUM LANDSINS. 

ÞAÐ ER EINNIG LJÓST AÐ RÍKISSTJÓRN LANDSINS GAF SÉR KOLRANGAR FORSENDUR ÞEGAR HÚN REIKNAÐI SIG Á ÞANN STAÐ SEM HÚN ER NÚNA. ÞESSAR AÐGERÐIR ERU EKKI TIL AÐ HJÁLPA HEIMILUM LANDSINS UM ÓKOMNA TÍÐ, ENDA VORU HELSTU RÁÐGJAFAR HENNAR BANKAMENN (sbr. Rás2, Jóhanna Vigdís, 29.01.2009, sem fylgdist beint með hverjir mættu á fund ríkisstjórnarinnar).

AÐ LOKUM

HEIMILI LANDSINS KREFJAST RÉTTLÆTIS! EKKI EINHVERRA LEIÐA TIL AÐ SÆTTA SIG VIÐ ÞAÐ HVERNIG FYRRI RÍKISSTJÓRN ÁSAMT FJÁRMÁLAGLÆPAMÖNNUM KOM ÞJÓÐINNI FYRIR KATTARNEF.

kristinn (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:54

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

All talk and no play, ....eða aktion, ættu að vera kjörorð þessarrar ríkisstjórnar. Ég bíð enn eftir að sjá skjaldborgina byggjast upp, skjaldborgina sem Jóhann hefur gagnrýnt sína eigin gömlu ríkisstjórn fyrir að koma ekki á laggir, líkt og hún hafi aldrei setið á ráðherrastól í þeirri tíð sjálf. Nú hefur þessi ríkisstjórn hinni að forskoti, að þessi hefur ALLA undirbúningsvinnu þeirrar gömlu til að byggja á..... en hvað hefur gerst eftir hvað, 60 og eitthvað daga????? Ekkert. Jú, Davíð er farinn úr Seðlabankanum en þar með eru líka upptalin þau málefni sem Samfylking og VG gátu komið sér saman um, og einnig eina markmið þeirra. Nú eru þau bara loftbóla.....

Lilja G. Bolladóttir, 25.3.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband