Samfylkingin ber mikla ábyrgð á ástandinu.Vörðu auðhringina og komu í veg fyrir fjölmiðlalög.

Það er hreint með ólíkindum að sjá og heyra fréttir af landsfundi Samfylkingarinnar.Flokkurinn þykist algjörlega saklaus af því hvernig ástand efnahagsmála er hér á landi. Jóhanna baðar sig í sakleysinu eins og hún hafi hvergi komið nærri þingmennsku eða ríkisstjórn á síðustu árum.Samfylkingunni hefði örugglega verið holt að fara í smá naflaskoðun og svara ýmsum spurningum,hvort flokkurinn væri með eins hreinan skjöld og gefið er út.

Hvaða flokkur er það sem helst varði auðhringina og ætlaði vitlaus að verða ef t.d. Baugsveldið var gagnrýnt. Var það ekki Samfylkingin með frægum Borgarnesræðum,þar sem gagnrýnt var að menn skyldu leyfa sér að gagnrýna auðhringina og tala um að óheppilegt væri að stór hluti allrar verslunar skyldi vera á sömu höndum.

Hvaða flokkur beitti sér harðast í að koma í veg fyrir að lög um eignarhald á fjölmiðlum væri sett? Var það ekki Samfylkingin.

Í hvaða stjórnmálaflokki voru menn sem gagnrýndu að Sjálfstæðisflokkurinn vildi hafa dreifða eignaraðild að bönkunum. Voru það ekki þingmenn Samfylkingarinnar.

Hvaða menn dásömuðu mest útrásina? Voru það ekki þingmenn eins og Össur Skarphéðinsson,sem vildi gera enn meira og t.d. nota skattpeninga Reykvíkinga til enn frekari útrásar.

Svo koma fulltrúar Samfylkingarinnar nú fram og þykjast vera hítþvegnir englar og hvergi hafa komið nálægt neinu.

Voru það ekki þeir sem tilheyra nú Samfylkingunni í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum á kjörtímabilinu sem hófst 1991. Voru það ekki kratar Samfylkingarinnar sem börðust fyrir EES samningnum og þar með auknu frelsi á alla kanta,sem varð til útrásra bankanna.

Hvernig var það annars. Var ekki Samfylkingin í síðustu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Var það ekki Samfylkingin sem var með bankamálin á sinni könnu. Er það ekki Samfylkingin sem var með eftirlitsþátt bankamála á sinni könnu? Ný láta þeir eins og þeir hafi ekkert vitað.

Hvítþvottur Samfylkingarinnar er með ólíkindum. Forysta þessa flokks sló skjaldborg um auðhringina og útrásarvíkingana,þannig að ekki mátti gagnrýna eitt eða neitt. Ætli sú staðreynd eigi nú ekki ansi stóran þátt í því hvernig fór.

Samfylkingin ber ansi mikla ábyrgð á því hvernig fór og hefði átt að eyða tíma í að fara í sína naflaskoðun í stað þess að kenna eingöngu öðrum um.

Það verður ekki gæfulegt fyrir Ísland ef kjósendur ætla að velja sér Vinsri stjórn,þar sem ríkisforsjáin,miðstýringin,ríkisrekstur á öllum sviðum og skattahækkanir eiga að vera leiðarljósið.


mbl.is Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Víðir Arason

Sæll Sigurður.

Eins og talað út úr mínu hjarta. Ég er búinn að eyða löngum tíma í vangaveltur um það hvernig þau geta ýtt öllu sem tengist þeirra ábyrgð útaf borðinu.

En fyrst og fremst skil ég ekki hvers vegna meirihluti þjóðarinnar sér þetta ekki.

Atli Víðir Arason, 30.3.2009 kl. 01:53

2 identicon

Þetta er góð grein hjá þér Sigurður. Það er bara þannig að Samfykingin ber höfuð ábyrgð á hruninu. Með að koma í veg fyrir samþykkt fjölmiðlagalagana og með því að berjast gegn dreyfðri eignaraðild að bönkunum, og að vera með bankamálaráðuneytið í síðustu ríkisstjórn, og þar með bera ábyrgð á falli bankana, svo maður tali nú ekki um aðgerðarleysið hjá núverandi ríkisstjórn í málefnum heimilana.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 02:31

3 Smámynd: Stefanía

Hvað sem allri ábyrgð viðvíkur, þá er svolítið undarlegt að sumir skuli frekar eiga að biðja afsökunar frekar en aðrir.

Þá á ég við Ingibjörgu Sólrúnu....sem er þá aðrir !

Stefanía, 30.3.2009 kl. 02:36

4 identicon

Sjálfstæðismenn eru í einni mestu afneitun sem hefur sést í hinum vestræna heimi.

Róbert (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 03:10

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

En svona í alvöru með hvaða hætti og orðum varði Samfylkingin auðhringa? - Hún krafðist aðeins þess að allir sætu við sama borð sem aldrei sannast réttmætari krafa og mikilvægara en nú, - að t.d. Sjálfstæðisflokksmenn sem áttu Baug sitji við sama borð og Sjálfstæðisflokksmenn sem áttu Samson, að það ráði ekki niðurstöðum og ákvörðunum hvort auðmenn eða aðrir teldust vera þóknalegir Davíð Oddssyni eða ekki.

Ef þú ert að vitna til Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar þá er hún holl og góð lesning hverjum sem er henær sem er. Og hún er um þetta að ófært sé að fyrirtæki séu flokkuð og meðhöndluð eftir öðru en málefnlegum og efnislegum ástæðum.

- Eða ætlar einhver enn að segja að Davíð hatist ekki við suma auðmenn og hampi öðrum?  - Og sumir telji sér skylt að gera vilja Davíðs?

Helgi Jóhann Hauksson, 30.3.2009 kl. 05:59

6 identicon

Það er alveg satt hjá Sigurði að umræddur flokkur hefur ekki játað nokkra ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut, einn flokka.  Enginn í flokknum.   Og ISG hætti vegna veikinda, það er það eina sem kom fram.   Það er með ólíkindum.  Það mætti halda að þau hafi bara ekkert verið þarna. 

EE elle (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:39

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er þarfur og skarplegur pistill. Gott að hafa þessi atriði dregin saman á einum stað. Sollu voru ansi mislagðar hendur.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband