Steingrímur J: Ykkur kemur þetta ekkert við.

Þessi vinnubrögð Steingríms J. koma ekki á óvart. Það er bara gömul staðreynd og ný að þegar vinstri menn ráða þá afgreiða þeir málin að hinum komi það ekkert við hvernig mál eru afgreidd eða hvað liggi að baki þeim ákvörðunum.

Annars er það spaugilegt í meira lagi að Steingrímur J. og Vinstri grænir skuli nú fela sig bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. þeir megi ekki gefa upplýsingar fyrr en sjóðurinn leyfi. Gaman að velta fyrir sér í hvaða tóntegund Steingrímur J. hefði flutt ræðu sína væri hann nú í stjórnarandstöðu og þetta mál komið upp.

Það er auðvitað verulega gagnrýnivert að fulltrúum stjórnmálaflokka skuli neitað um upplýsingar.

Eru það svona vinnubrögð sem þjóðin ætlar að kjósa yfir sig?


mbl.is Hvurslags framkoma er þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur myndi orða það svo þetta er það lágkúrulegasta fyrirlegnasta ömurlegasta sem hann hefði vitað.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:32

2 identicon

... og svo fáum við ekki að kjósa um neitt annað en sama gamla pakkið sem setti allt á hausinn.  Sveiattann segi ég.... held ég geti ekki kosið neinn þessara vitleysingja...

Bjarni (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Ekki er bæði hægt að halda og sleppa, er það Sigurður? Fyrst hann Steingrímur minn endursendi ekki AGS samninginn, finnst honum sjálfsagt að hann verði að fara eftir honum.

Það er ljóst að þjóðin mun verða látin borga hrunið, spurningin er bara hversu sanngjarnt verður farið í málin. Og af því að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við völd í 18 ár og sýna hvað hann hefur upp á að bjóða varðandi skattamálin, þ.e. að lækka hátekjuskatt og láta þá sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum vera nánast skattlausa og sleppa við að greiða til samfélagsins, m.a. til þjónustu sem þeir nota sjálfir, s.s. heilbrigðisþjónustu o.fl. þá sýnist mér einsýnt að þjóðin prófi eitthvað annað.

En það er bara mín skoðun.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 1.4.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband